Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Qupperneq 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Qupperneq 7
Sjómannadagurinn 1972 Ræða fulltrúa útgerðarmanna, Tómasar Þorvaldssonar Tómas Þorvaldsson. Góðir íslendingar! S j ómannadagurinn — stéttar- dagur íslenzkra sjómanna er að jafnaði haldinn hátíðlegur fyrsta sunnudag í júní eða síðasta sunnudag í maí, og hefur svo ver- ið um 35 ára skeið. Um miðjan maímánuð lýkur vetrai’vertíð hér á landi og fyrr á árum settu þau tímamót í rík- um mæli svip á íslenzkt þjóðlíf, enda var vertíðin einn veiga- mesti þátturinn í öflun viðurvær- is íslenzku þjóðinni til handa, bæði beint og óbeint, og svo er enn, þrátt fyrir margvíslegar breytingar í þjóðlífinu. Áður fyrr var afla skipt í fjöru milli skipshafnar, og þá voru fá heimilin, sem ekki áttu hlut úr sjó. Sjávarútvegur og landbúnað- ur voru að heita einu bjargræðis- VlKINGUE vegir þjóðarinnar, og á vetrar- vertíð sóttu menn úr sveitum landsins til sjóróðra, þannig að náin tengsl voru milli þessara tveggja atvinnuvega. Nýjar greinar hafa nú rennt stoðum undir íslenzkt atvinnulif, og eiga þær, hver á sinn hátt, hlutdeild í því að brauðfæða þjóð- ina. Samt hygg ég, að fáum dylj- ist sú staðreynd, að sjávaraflinn er ennþá styrkasta stoð efnahags- lífs okkar, og þá um leið þess menningarlífs og þeirrar velferð- ar, sem hér hefur tekizt að skapa. Það breytir ekki þeirri stað- reynd, þótt alkunna sé, að hlut- fallslega færri en áður sinna störfum í sjávarútvegi. Lokadagur vetrarvertíðar, 11. maí, setur ekki sama svip á þjóð- lífið og áður, en mér finnst sjó- mannadagurinn í raun vera arf- taki hans, enda er mikið um há- tíðahöld við sjávarsíðuna á veg- ,im sjómannasamtaka á þessum legi, og þá oft í nánu samstarfi rið önnur félagssamtök, og er það vel. Á þessum tímamótum stöldrum við við og lítum yfir farinn veg, og þá einkum árið, sem liðið er frá síðasta sjómannadegi. Margs er að minnast. Aflabrögð hafa farið minnkandi s. 1. tvö ár, og voru miklum mun minni en 1970. Góð aflabrögð eru þó aldrei einhlít. Hitt skiptir ekki minna máli, hvernig við förum með það, sem við öflum. Slíkt á við um sjávaraflann eins og allt annað, sem við öflum okkur, hvort sem það eru áþreifanleg efnisleg gæði eða lífsreynsla og menntun. Og ekki skiptir minnstu máli, hverju við kostum til við að draga björg í bú og skapa þannig undirstöðu góðs lífs í landinu. Sjóslysin eru oft þungbær þjóðinni og enn þungbærari einstökum fjölskyld- um. Frá síðasta sjómannadegi hafa 16 íslenzkir sjómenn farizt við störf sín. Ég vil fyrir hönd íslenzkra útvegsmanna votta þeim virðingu okkar og vanda- mönnum þeirra samúð okkar. Það er nú einu sinni svo, að í hinu fámenna íslenzka þjóðfélagi er það hlutskipti flestra að tak- ast á hendur margvísleg störf á lífsleiðinni. Þannig er það með útvegsmenn. Flestir hafa þeir einhvern tíma verið sjómenn um lengri eða skemmri tíma, og tel ég það til góðs fyrir alla. Því vil ég segja þetta við ykkur í dag, ungir sjómenn: Vonandi verður það ykkar hlutskipti síðar á ævinni að taka við og fara með útgerð fiskiskipastóls landsins. Þá verða þau ár, sem þið hafið starfað hjá öðrum, ykkur væntan- lega dýnnæt reynsla og haldgóð- ur skóli um langan aldur. Fyrr og síðar hafa verkefni við uppbyggingar í sjávarútvegi jafnan verið óþrjótandi. Tveir síðustu aldarhelmingar hafa þó skipt sköpum í þessu efni. Skútur og síðar vélbátar og togarar hafa leyst árabátana af hólmi, en víða um land settu árabátarnir þó sterkan svip á útgerðina fram á þriðja og jafnvel fjórða tug þess- 223

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.