Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Qupperneq 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Qupperneq 27
Fimmtán ára gamall byrjaði Vigfús að róa úr Reynishöfn, fyrst upp á hálfdrætti, sem venja var með unglinga. En hann var netfiskinn, og dró oft það vel að hann bar ekki minna frá borði en há- setar. Vigfús réri alla tíð á Svan, fyrst með Finn- boga eldra í Presthúsum, svo með Jóni á Götum, Brynjólfi á Reyni, Jóni á Götum aftur, og svo síðast með Finnboga yngri í Presthúsum, var Vig- fús kominn á áttræðis aldur þá er hann hætti róðr- um, átti hann alla tíð hlut í „Svan", og bar hag hans og velferð fyrir brjósti. Vigfús bjó svo með móður sinni fram yfir alda- mót, en árið 1904 ríður hann með tvo til reiðar austur í Álftaver, og til baka kom hann með heit- mey sína Guðrúnu Hjartardóttur frá Herjólfs- stöðum, var hún svo eitt ár í Reynishjáleigu sem vinnukona, en árið 1905 eru þau gefin saman í hjónaband, voru þau jafn gömul, bæði fædd 1870. Var Vigfús nú orðinn bóndi í Reynishjáleigu og virtist hamingjan brosa við honum eins og títt er um nýgifta menn. Hagur þeirra hjóna blómgaðist fyrstu árin, en svo tók heilsubrestur að gera vart við sig hjá Guðrúnu. Ágerðist sjúkleiki hennar með ári hverju, sem var flogaveiki, reynt var af fremsta megni að fá ráðna bót á sjúkleika hennar, en án árangurs, liðu svo árin, að heilsu Guðrúnar fór sífellt hrakandi, og andaðist hún í sjúkraskýl- inu í Vík 1930. Þeim Reynishjáleiguhjónum varð ekki barna auðið. Systur átti Vigfús, sem Kristín hét, var hún fædd í Reynishjáleigu 4. apríl 1873. Kristín Brandsdóttir fór ung austur á Norðfjörð, var hún heitbundin Víglundi Brandssyni, Tómassonar prests í Ásum í Skaftártungu. En Víglundur andaðist, og Kristín flutti aftur að Reynishjáleigu. Trúlofaðist í annað sinn Jóni Jónssyni, sem síðast var í Suður Vík, hann drukkn- aði í sjóslysinu í Vík 26. maí 1910. Starf Kristínar Brandsdóttur eftir þetta, var fórnarstarf fyrir heimilið í Reynishjáleigu, hún andaðist í Vík, 25. febrúar 1958, áttatíu og fimm ára gömul. Þau Vigfús og Guðrún í Reynishj áleigu ólu upp tvo pilta, Harald Vilhjálmsson, bi’óðurson Vigfús- ar, og Gísla Skaftason frá Suður Fossi. Auk þeirra dvöldu unglingar lengri eða skemmri tíma á heim- ilinu í Reynishjáleigu. Sem bóndi var Vigfús Brandsson farsæll, að vísu beið heimili hans óbætanlegt tjón af heilsu- leysi húsfreyjunnar. Hann var sívinnandi innan heimilis og utan, sem sjómaður, og verkamaður við verzlanirnar í Vík vann hann alla tíð þá er með þurfti, hann byrjaði að vinna fyrir 25 aurum um tímann, en þá kostaði brennivínsflaskan þar 75 aura og annað verðlag eftir því, sjóróðra úr Reyn- ishöfn yfir hálfa öld, fýlaferðir í Reynisfjalli um sextíu ára skeið, fjöruferðir óteljandi, auk Bakka- ferðanna sem áður er getið. Árvakur var hann, og kunni góð skil á starf- VlKINGUR Reyniskirkja, vígð 1946. semi allri er að landbúnaði laut á þeim tíma. Veðurglöggur með afbrigðum, og hafði gott vit á sjó. Minni hans var með afbrigðum gott, og frá- sagnarháttur skýr og lifandi. Trúaður og kirkju- rækinn virtist hann vera, enda kom breytni hans í daglegu lífi svo fyrir sjónir, sem hinar fornu dyggðir beztar gátu orðið. Húslestrar og Passíusálmalestur voru ávallt í hávegum hafðir í Reynishj áleigu, og kirkjan ekki vanrækt, enda var hann djákni við Reyniskirkju um fjölda ára. Vigfús mundi marga presta, sem þjónað höfðu Mýrdalsþingum, og mat hann þá mik- ils, má telja að þeir hafi átt drjúgan þátt í að móta líferni hans og lífsviðhorf. Samvinnumaður var Vigfús ágætur, og var manna fremstur í öllu því er laut að sameigin- legum átökum sveitunga sinna, svo sem vegagerð og smalamennsku, er ekki heyrðu undir opinber afskifti. Búfé Vigfúsar, var ávallt vel framgengið vor hvert, enda þá fóðrað með öðru sniði en nú tíðkast, viðhaldsfóður yfir veturinn, en sumarið látið sjá um afurðirnar, gripir hans voru hraustir og lausir við ýmsa ódöngun sem nú vill hrjá búfé margra bænda. Það var eitt sameiginlegt með þeim Reynishjá- leigufrændum, það var rithöndin, allir listaskrif- arar mann fram af manni, og Vigfús var engin undantekning, hann skrifaði ljómandi fagra skrift. Ég sá í gamalli kirkjubók, rithönd margra Mýr- dælinga, en rithönd þeirra Reynishjáleigufrænda bar þar af. Húsagerð í Reynishjáleigu var forn, sjálfsagt með sama sniði og blæ kynslóð fram af kynslóð. Allir veggir húsa hlaðnir úr mógrjóti úr Reynis- fjalli, árefti eingöngu rekaviður, og grjóthella á þökum, sótt á reiðingshestum inn um allar heiðar af löngu gengnum kynslóðum og þökin tyrfð með mýrartorfi, sem skorið var með torfljá, og reitt 243

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.