Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Síða 44
MINNING
Jóns A. Kristjánssonar,
skipstjóra
Fœddur 19. maí 1893. Dámn 10. maí 1972
Enn í sumum sævarferSum
sverfur aS og reynir á.
Hvílir þyngst á þeirra her’öum
þar sem fyrir eiga aö sjá.
Þeir sem bera veg og vanda
velja miö og stund í senn,
skulu fyrir skipum standa
skipstjórar og sfýrimenn.
G. !/. K.
Þ. 10. maí andaðist á ísafirði
Jón A. Kristjánsson skipstjóri.
Hann var fæddur á Tirðilmýri
á Snæfjallaströnd 19. maí 1893.
Foreldrar hans voru hjónin
Kristján Jónsson og Guðrún Ei-
ríksdóttir. Með þeim fluttist hann
að Bæjum, sem eru rétt innar í
Isafjarðardjúpi. Daginn eftir
ferminguna byrjaði hann sjó-
róðra með Jónasi Jónassyni úr
Æðey, sem einnig stundaði veiðar
frá Bolungavík.
Síðar réðist hann í skiprúm
með Karli Löve. Árið 1921 tók
hann stýrimannapróf, en hafði þá
þegar verið stýrimaður hjá
Karvel Jónssyni á Snarfara. Við
skipstjórn tekur hann árið 1924
og sama ár kvæntist hann eftir-
lifandi konu sinni Vilborgu
Torfadóttur frá önundarfirði.
Næstu árin er hann skipstjóri
með Bifröst, Sæfara, Kára og
Þuríði Sundafylli.
Árið 1928 tekur hann svo við
skipstjórn á Valbirni IS 13, sem
var eign Samvinnufélags ísfirð-
inga, en Jón var einn af stofn-
endum þess, með Valbjörn var
hann í 12 ár þarnæst með Auð-
Jón A. Kristjánsson.
björn og síðast Finnbjörn, sem
var 80 lesta bátur. Stundaði hann
aðallega útilegu með línu að vetr-
inum, en síldveiðar á sumrum.
Þegar hann fór í land var hann
búinn að vera nálægt 50 ár til
sjós.
Jón Kristjánsson var mjög
farsæll og fengsæll skipstjóri.
Aldrei hlekktist honum á með
menn eða skip öll sín skipstjórn-
arár. Var hann einkar vel liðinn
af skipshöfnum sínum, vegna
drengskapar síns og umhyggju
fyrir mönnum sínum.
Skipstjóra- og stýrimannafél.
Bylgjan ísafirði minnist hans
með þakklæti og virðingu vegna
starfa sinna í þágu sjómanna og
þjóðarinnar.
H. Hermannsson.
STÖKUR
eftir
Guðmund A.
Finnbogason.
Guðmundur A. Finnbogason,
sem sendi okkur í 4. tbl. frásögn-
ina ,,50 ára gömul ferðasaga frá
Eyjum og aftur til Eyja,“ er
drjúgum meira en fræðaþulur.
Hann er hagyrðingur góður, eins
og eftirfarandi vísur, sem hann
sendi Víkingnum nýlega, bera
með sér.
LANDHELGIN
Heilla þjóðin, hljómgígju
hefir stillt með dáðum:
Færir út í fimmtíu
fiskimílur bráðum.
Það er sómi þegar fast,
þjóðin tak vill gera,
sundruð öflin sameinast,
svona á það að vera.
Þjóðareining þykir súr
þeim, er frá oss plokkar,
ganga má ei greipum úr
gerður vilji okkar.
Einum huga allir vér
eflum þjóðarhaginn,
svo þann fyrsta september
sjáum ,,vöku“-daginn.
*
Velmegunar vaxtargengd
virðist mennig okkar þjóna.
Hávaði og háralengd,
hækkuð pils og lækkuð króna.
VlKINGUR
260