Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Qupperneq 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Qupperneq 4
Verður þessi fagra mynd minning ein? Hver verða örlög V estmannaey j a ? Við sem búum í eldfjallalandi höfum um aldanna skeið verið áþreifanlega minnt á, að válegir atburðir geta skeð, er eldur og eimvrja verða laus úr iðrum jarðar. Surtseyjargosið fyrir tæpum tíu árum varð okkur alvarleg áminning um að víða undir yfir- borði okkar fagra lands geymist falinn voði. Og nú bíasir við okkur kaldur veruleikinn í heitri mynd. Örlög hinnar fögru og stór- brotnu Heimaeyjar eru, þegar þessar línur eru ritaðar, háð al- gerri óvissu. Gegn slíkum náttúruhamförum stöndum við, þrátt fyrir mikla tækni og möguleika til bjargar, harla máttvana. En þrátt fyrir geigvænlegar horfur á því, að mikil og seint bætanleg verðmæti húseigna, inn- búa, sem tengja minningarnar einna sterkast — og atvinnu- tækja, verði að lúta óskráðu lög- máli ómælanlegra náttúruafla megum við ekki gleyma, eða van- þakka, að því dýrmætasta, sem íslenzka þjóðin á; mannslífin, varð bjargað. Við sem komumst í snertingu við hin siðfirrtu öfl síðustu heims- styrjaldar, þurfum ekki að líta langt um öxl til að finna hliðstæð- ur til þeirra lítt rökstuddu hamfara af völdum ótamdra afla, sem kölluðu tortímingu yfir óvini, sem voru þó í kristilegu tilliti þeirra meSbræSur. I þessu sambandi er mér efst í hug erindi úr kvæði norska stór- skáldsins Nordahls Grieg, Lond- on, í snilldarþýðingu Magnúsar Ásgeirssonar. Kirkjur og stallprúóar styttur, stórhýsi fom og merk — hve allir án æóru kveója hin ördeyddu mannaverk! Sjálfgert, aö sprengjan saki! En sú þykir blessun hlaðin, sem brýzt inn í gotneskt guSshús, en geimr frá bami í staSinn. Þróunarsaga Vestmannaeyja sem mikilvægur þáttur í atvinnu- lífi Islendinga er ekki löng; eða aðeins um sjötíu ár. Ibúatala eyjanna hélzt svo til VÍKINGUR 4

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.