Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Qupperneq 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Qupperneq 7
Jónas Jónasson Finnsson kemur í búðina og segist ætla að biðja formanninn að lofa sér að róa. Við tókum eftir því, að hann var eitthvað utan við sig, og spurð- um við hann þá, hvaðan hann kæmi, og hvers- vegna hann liefði ekki fengið leyfi hjá formann- inum, fyrr en ætti að fara róa. Hann kvaðst koma úr búð, sem stóð skammt austur á túninu og segist hafa haft loforð fyrir róðri. En því ertu þá hér kominn spurðum við. „Ætl'arðu ekki að róa á því skipi?“ Hann kvað nei við því. Hversvegna spurð- um við? Hann fór undan í flæmingi og vildi ekkert segja. Við lögðum því fastar að honum og sögðum, að við skyldum sjá svo um, að hann fengi ekki að róa, nema hann segði okkur, hversvegna hann væri hér kominn, og sagði hann okkur það, að þegar hann kom í hina búðina um morguninn, var hún opin. Gekk hann þá inn og sá, að myrkt var inni, en mannamál heyrði hann og þar með, að allir voru vaknaðir. Gerði hann þá vart við sig og spurði, hvort þeir ætluðu ekki að kveikja ljós. Þeir kváðust vera að reyna, en það gengi illa. Stokk- urinn væri víst blautur. Þeir báðu um annan stokk, en allt fór á sömu leið. Svo þegar þeir höfðu reynt maður eftir mann, árangurslaust, spurði Fúsi, hvort hann mætti reyna, og féllust þeir á það. Svo þegar hann hafði káfað sig áfram í myrkrinu og náð í stokkinn frá manninum, sem síðastur reyndi, kviknaði við fyrstu stroku hjá Fúsa. Fúsa varð svo mikið um þetta, að hann labbaði út úr búðinni, sá ljós hjá okkur og kom inn. Hér er stokkurinn. Ég ber aldrei eldstokka á mér, sagði hann um leið, og hann tók eldstokk upp úr vas- anum og fékk okkur. Stokkurinn virtist alveg nýr, og ekkert sá á honum, nema að búið var að taka úr honum fullan þriðjung. Á honum kviknaði við fyrstu tilraun. Við létum okkur fátt um finnast, og féll talið niður. Eftir stutta stund kom formaðurinn í búðina til- búinn í róður, og bað þá Fúsi hann að lofa sér að fljóta með einn róður, og fékk hann það, en við minntumst ekki neitt á það, sem Fúsi hafði sagt okkur. Var svo farið í róðurinn og gekk allt vel, VÍKINGUR en þegar við vorum í lendingunni, um það bil hálfnaðir að losa fiskinn í land, sáum við, að dregið var upp svart flagg á verzlunarhúsinu, og grun- aði okkur strax, að eitthvað hefði komið fyrir. Brim var ekki mikið, og allir fóru hindrunarlaust um vestursundið. En fréttin barst fljótt og var þá á þá leið, að skip hefði farizt á Músarsundi, með allri áhöfn. Kom á daginn, að skipshöfn sú, sem farizt hafði var úr búð þeirri, sem Fúsi Finns- son hafði komið úr. Þóttist mönnum nú skiljast hvers vegna hinum feigu mönnum tókst illa að kveikja eldinn. Það kom nokkurt hik á sjósóknina, nema hvað mörg skip gerðu tilraun til björgunar en árangurslaust. Eftir svo sem 3 tíma var róið aftur, og athafnalífið rann í sinn gamla farveg, eins og það hafði áður gjört. Annað sund var þarna, svokallað Vestursund, og notuðu flest skipin það á vetrarvertíðum. Það var talið gott sund og þrautalending á Stokkseyri og oft farið, þó önnur sund væru ófær. En galli var nokkur, nefnilega sá, að leiðin, þegar komið var inn úr sundinu, var bæði grunn og krókótt um stórstraumsfjöru, svo oft þurfti að fara út, og setja skipið yfir smá hryggi. Þá voru taldir 18 snúningar frá sundi og í land, en þetta kom ekki að sök, nema um stærstu fjörur. Snemma var farið að setja samþykkt um það, hvenær skipin mættu róa að morgni dags, og var þá dregið upp flagg á verzlunarhúsinu og blásið í lúður samtímis. I fyrstu mátti ekki hreyfa hlunn, fyrr en kallið kom, og beið þá hver við sinn keip. Svo þegar það loksins kom, var svo mikill hama- gangur, að lá við stórsl'ysum. Allir vildu verða fyrstir, og út af þessum hamagangi spannst sú saga, að formaður nokkur kallaði til austursrúms- mannsins, sem var óvaningur, og sagði, „bakkaðu með mér“, en maðurinn heyrði hálfilla og sagði. „Ég er frá Blesastöðum". Þegar út á sjóinn kom, og farið var að leggja línuna, kallaði maðurinn, sem átti að hnýta saman línuna, til hans og segir. „Ljáðu mér þarna lóðarstein“. Þá segir hinn. „Þrjár kýr og tveir tuddar“. Einhver hagyrðingur hirti þetta og sagði: Þrjár kýr, en tuddar tveir telja má í högum. Ljáðu mér þarna lóðarstein. Ég er frá Blesastöðum. Þessi áður nefnda samþykkt var því innan tíðar lögð niður, og önnur sett í staðinn, á þá l'eið, að öll skipin mættu fara út á lónið, og bíða þar innan vissra takmarka, þar til merki voru gefin. Voru settir eftii’litsmenn, sem skyldu sjá um, að settum reglum væri hlýtt. Einnig var þar önnur nefnd, svokölluð Brimnefnd, eða Gæzlunefnd, sem átti að gefa til kynna með merkjum, ef sjór spillt- ist, þ. e. ef sjór hefði brimað frá því að róið var. 7

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.