Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Síða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Síða 21
Fjárskorti mun oft vera kennt um, og vill' þá gleymast, að með þessu móti er fé bundið í óarð- bærum mannvirkjum árum sam- an, auk þess óhagræðis og fjár- hagvsleg's tjóns, sem útgerð og fólk á staðnum verður fyrir af þessum sökum. Er það augljóst mál, að framkvæmd verksins verður miklu fjárfrekari með þessu móti, þegar til lengdar lætur. Heimamenn reyna þó oft að bjargast við þessi ófullkomnu mannvirki, svo að útgerð stöðv- ist ekki, og fá bæði fiskiskip og flutningaskip til að leggast upp að bryggjustúfum, þar sem við- legukanturinn er aðeins örfáir metrar, alveg óvarðir, með grjót- urð við enda þeirra, engin eða léleg festarhöld til að binda skip- in, nema þá helzt stórgrýti uppi í fjöru. Skip eru lögð í mikla hættu með þessu, en allir vita, að það er mikl'u ódýrara og fljót- legra, að afgreiða skip við bryggju en úti á skipalegu. Þetta skilja skipstjórar flutningaskip- anna, og láta því tilleiðast að leggja skip sín í nokkra hættu til að flýta afgreiðslu. Dýpi, sem upp er gefið við bryggj ur eða í nánd við þær, er vart treystandi. Eins og áður segir, bera straumar og sjógang- ur með sér möl og sand upp að bryggjum og í nánd við þær. Dýptarmælingar eru ekki gerðar reglulega til að fylgjast með dýpisbreytingum af þessum sök- um, og þegar þær eru gerðar, fá hafnaryfirvöld á staðnum þær ekki í hendur, og því síður eru tilgengilegar fyrir skipstjórnar- menn. Stórir grjóthnullungar liggja á sjávarbotni á siglingar- leið að og frá bryggju, þar sem grunnsævi er, en skipstjórar full- vissaðir um að þar sé ekkert nema ægisandur. Skip hafa orð- ið fyrir tjóni af þessum sökum. Allir slíkir skaðar, sem skip verða fyrir eða þau valda, og heimfæra má til þess, sem hér hefur verið getið (ófullgerðar bryggjur, ó- þekktar grynningar, grjót á sjáv- arbotni grunnra siglingaleiða o. s. frv.), eru venjulega skrif- aðir á syndareikning skipstjór- anna. Þeir hafi farið klaufalega eða ógætilega að. Allir aðrir eru saklausir eins og hvítvoðungar. Mönnum hefur ekki tekizt að komast að neinni niðurstöðu, þrátt fyrir mikil heilabrot um það hvernig á því getur staðið, að vitamálastj óri afhenti vita- eftirlitsskipið Árvak í hendur hulin öfl voru þarna að verki. Ég hefi reynt hér að framan, að bregða upp mynd af því ástandi, sem hafnir og hafskipa- bryggj ur eru í og af því hvernig framkvæmdum við hafna- og bryggjugerðir hefur verið háttað. Þessi mynd er þó ófullkomin og sýnir ekki nærri allt, en það yrði of langt mál í einni blaðagrein Vanda þarf til hafnargarða og taka af ýmsa króka í höfnum. Meiri áheyrzlu þarf að leggja á að fullgera hverja einstaka höfn fyrir sig, áður en ný er tekin fyrir. óviðkomandi aðila. Skipið gegndi mikilvægu hlutverki í þágu vita- mála. Það var smíðað og útbúið tækjum með það fyrir auga að gegna þessu ákveðna starfi, og, að því er ég bezt veit, reyndist skipið ágætlega. Það hafði skip- stjóra og skiphöfn, sem var þaul- æfð við þetta starf. Já, það væri sannarlega fróðlegt að vita, hvaða að lýsa þessu nánar. Ég tel mikið vanta á, að þar hafi allt verið gert eins vel og skyldi, og að mörg óbætanleg mistök hafi átt sér stað og eigi sér enn stað. Nú er eðlilegt að menn spyrji, hvernig á þessu standi, og jafn eðlilegt er, að vísa þeirri spurningu til þeirra, sem þessum málurn ráða og framkvæmdum VÍKINGUR 21

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.