Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Side 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Side 45
Gísli Guðmundsson, bryti•> sextugur Þegar vistin á skipinu tók að slæfa hugi manna og vonin um að við næðum landi að dvína, stakk skipstjórinn upp á því, að við skrifuðum allir nöfn okkar á miða, ásamt nokkrum upplýs- ingum um ferðina, létum miðann í flösku og þéttum stútinn vel með korki, og fleygðum flöskunni fyrir borð. Hugsanlegt væri að flaskan gæti flutt ástvinum okkar einhvern hluta af hrakningasögu okkar, ef við ættum ekki aftur- kvæmt. Skipið rak stjórnlaust í 17 daga norðaustur í haf, og var komið langleiðina til Noregs þegar veðr- ið lægði. Var þá tekið til óspilltra málanna og reynt að koma upp nothæfum seglum. Klýferbóman var dregin inn og notuð fyrir mastur og fest með bráðabirgða reiða eftir því sem tiltækilegt var. Tveimur stormklýferum var komið fyrir á því. Einnig voru tveir stórir klýferar dregnir upp á afturmastrið og þessum ófull- komnu seglum hagrætt eftir því sem henta þótti. Stefnan var sett upp undir sanda, enda vorum við þá komnir svo langt suðaustur í haf. Nú snerist vindáttin okk- ur í hag, komum við á bátamið- in fyrir sunnan Eskifjörð. Mótor- báturinn „Kastor“ tók fyrstur eftir oklcur, og tók skipið í tog og dró það inn til Fáskrúðsfjarðar. Höfðum við þá verið 25 daga í hrakningunum, en með því að við vorum að koma úr veiðiferð þegar veðrið skall á, hafði ekkert til okkar spurst í 35 daga, og vorum við því taldir af, og búið að tilkynna aðstandendum það. Ég er nú einn eftir á lífi af þeim, sem voru á kútter „Hurri- cane“ í þessari ferð. I þessu veðri fórst „Beautiful Star,“ 65 tonna kútter með allri áhöfn. Erlendur GuSmundsson, matsveinn. Á þeim degi, sem við kveðjum gamalt ár, heilsa ýmsir aðrir nýju ári. Einn slíkra manna er Gísli Guðmundsson, bryti, sem er fæddur í Reykj avík á gamlársdag árið 1912 og varð því sextugur við síðustu áramót. Foreldrar hans voru Guðmundur Erlends- son verkamaður, ættaður úr Mýrasýslu, og kona hans Ágústa Jónsdóttir frá Vatnsleysuströnd. Þau hjón eru bæði dáin. Börn þeirra hjóna voru þrír synir, Jón bakari, sem lézt 1938, Gísli og Haraldur sjómaður. Snemma hóf Gísli Guðmunds- son störf á sjó, hann varð vika- drengur á Esju 1. árið 1927, en við matreiðslustörf mun hann hafa byrjað á es. Súðinni árið 1930. Matreiðslunám stundaði hann á Hótel Borg, vann seinna við þau störf á ýmsum stöðum t. d. Hótel Island, á Laugarvatni, Þingvöllum, Akureyri og víðar, auk þess sem hann vann til sjós. Frá árinu 1943 hefur hann starf- að á skipum Eimskipafélags Is- lands, fyrst sem matreiðslumaður en lengst af sem bryti, þar til á síðasta ári að hann hætti störfum til sjós, og nú er hann húsvörð- ur í Reykjavík. Gísli kvæntist 2. nóv. 1940 Dag- mar Guðmundsdóttur úr Reykja- vík, dóttui Guðmundar Berg- þórssonar sjómanns. Þau hafa alið upp tvær fósturdætur, og eru þær báðar uppkomnar og önnur þeirra gift, og eiga þau einn son, Gísla að nafni. Mín fyrstu kynni af Gísla Guð- mundssyni urðu þau, að við vor- um skipsfélagar á es. Súðinni 1940, upp frá því höfum við vei’- ið nánir og góðir kunningjar. Það sem mér verður einna minnis- stæðast við Gísla, verður án efa sá sérstæði og þróttmikli félags- málaáhugi, sem fram kom, þegar þörfin var einna mest meðal mat- Gísli Guðmundsson, bryti reiðslu- og framreiðslumanna, á örlagastundu, sem ég nú vil í sem fæstum orðum lýsa. 19. febr. 1941 er samþykkt að leysa Matsveina- og veitinga- þjónafélag Islands upp, en ástæð- an fyrir þessari ákvörðun mun hafa verið skiptar skoðanir manna, varðandi aðild félagsins að Alþýðusambandi Islands. Inn- an þriggja daga voru risin úr rústum þessa félags tvö félög, Matsveina- og veitingaþjónafélag Reykjavíkur, sem var utan við Al- þýðusamband Islands, og Mat- sveina- og veitingaþjónafélag Is- lands, sem þegar í stað gekk í Al- þýðusamband Islands. Gísli Guð- mundsson var aðalhvatamaður þess, að félagið var reist við, og var hann ákveðinn stuðnings- maður þess, að taka upp aðild innan Alþýðusambandsins. Varð hann þá þegar formaður Mat- sveina- og veitingaþjónafélags íslands, og gegndi formennsku næstu fjögur árin. Eins og öllum má ljóst vera, var erfitt að taka við forustu félagsins undir slík- VÍKINGUR 45

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.