Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Blaðsíða 52

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Blaðsíða 52
„Ég geri það seinna,“ svaraði Hornblower, og reyndi að láta ekki heyrast á röddinni, að hon- um hafði alls ekki dottið þetta í hug. Hann vissi þó að þetta var skynsamlegt, og hann reyndi satt að segja að fara eftir ráðlegg- ingunni, fór niður, og fleygði sér á bedda skipstjórans, en auðvitað gat hann ekki sofið. Þegar hann heyrði varðmanninn gala niður stigann til þess að vekja hina vaktina, sem raunar sváfu í næsta klefa við hann, þá gat hann ekki stillt sig um að fara upp aftur til þess að sjá að allt væri í lagi. Hann vissi að óhætt var að treysta Matthews, en vart hafði hann kastað sér út af aftur þegar hann hentist á fætur kaldur af kvíða. Hann rauk upp og frammá skipið, þar sem Matthews var á verði. „Við höfum ekkert gert til þess að athuga hvort skipið lekur,“ sagði hann. „Við ættum að finna hvort svo er.“ „Ójá, ójá, herra,“ sagði Matt- hews umbúðalaust, og gekk aftur að dælunni. „Ekki deigur dropi, herra,“ sagði hann þegar hann gaf Horn- blower- skýrslu sína. „Hún er þurr eins og panna frá gærdeg- inum.“ Hornblower varð þægilega hissa, ef svo má segja. Öll skip, sem hann hafði heyrt um, láku alltaf eitthvað. Jafnvel um borð í hinu velsmíðaða „Indefatigable“ hafði verið nauðsynlegt að dæla daglega. Hann vissi ekki hvort þetta væri sérstakt fyrirbæri eða athugavert. Hann vildi í senn ekkert um þetta segja og láta eins og hann væri hinn rólegasti. „H’m,“ var hið eina, sem hann sagði l'oksins. Það, að MARIE GALANTE lak ekki, hefði átt að gera honum auðveldara að sofna, ef vindurinn hefði þá ekki tekið upp á að breytast og hvessa nokk- uð skömmu eftir að hann var kominn niður. Það var Matthews, sem kom og barði að dyrum með heldur óþægilegar fréttir. „Við getum ekki haldið stefn- unní, sem þér gáfuð okkur, mikið lengur,“ sagði hann. „Og það er að verða byljótt.“ „Gott, ég kem upp, Matthews, vekið hina,“ sagði Hornblower stuttur í spuna, eins og hann hefði verið vakinn óvænt, en var yfirvarp til þess að dylja óró- leika hans. Með svo fáa menn þorði hann ekki að taka minnstu áhættu vegna veðurs, því að ekkert var hægt að gera í snatri, eins og hann komst brátt að raun um. Hann varð að taka við stjórn meðan menn hans fjórir strituðu við að rifa segl og koma öllu í lag, og þegar því var um það bil lokið, þá hafði vindur gengið það mikið í norður, að útilokað var að MARIE GALANTE gæti hald- ið norðaustlægu striki. Þótt siglt væri eins nálægt vindi og unt var, þá var sýnilegt að þá mundi ekki með þessari stefnu taka fyrir Ushant (smáeyja skammt norð- vestur af Bretaskaga (Bretagne). Hornblower lét annan taka við stýrinu og fór niður, en það, sem hann sá þar á korti, staðfesti að- eins þá óþægilegu ályktun, sem hann þegar hafði komizt að í huganum. Þar sem hann var svo fáliðaður þorði hann ekki að halda sömu stefnu í þeirri von að áttabreyting yrði aftur, og hon- um hafði verið innrætt dyggilega hvaða hættu strönd á hléborða gæti haft í för með sér. Það var ekkert að gera annað en að venda, og honum var þungt í skapi þeg- ar hann fór upp aftur. „Allir tilbúnir að venda,“ belj- aði hann og reyndi að stæla herra Belton, þriðja lautinant á „Inde- fatigable." Þeim tókst að venda og briggin tók nýja stefnu eins nálægt vindi á stjórnborðsbóg og gerlegt var. Skipið fjarlægðist nú að vísu Frakklandsströnd, en líka næst- um eins mikið strendur Englands. Vonin um tveggja dægra siglingu til Englands var fokin í vind, og öll von úti um það, að Horn- blower gæti sofnað. Árinu áður en hann gekk í sjóherinn hafði Homblower sótt tíma í frönsku. Nokkuð af því, serri hann hafði lært, hafði setzt fast í stál’minni hans. Honum hafði aldrei til hugar komið að þetta kæmi að haldi, en hann komst að raun um annað þegar franski skipstjórinn heimtaði við- tal um það bil er dagur rann. Frakkinn skildi ekki orð í ensku, og það var Hornblower nokkurt undrunar- og gleðiefni, að þeir gátu sæmilega bjargast við frönsku, þegar hann loks hafði unnið bug á feimni sinni og fór að stauta frönskuna. Skipstjórinn virtist skynja hreyf- ingar skipsins undir fótum sér með athygli. „Hún fer dálítið þungt í sjó, eða hvað?“ sagði hann. „Það kann að vera,“ svaraði Hornblower. Hann þekkti ekkert MARIE GALANTE, og yfir- höfuð ekkert til skipa, og hann hafði enga skoðun á málinu, en hann ætlaði ekki að láta nokkurn sjá þekkingarskortinn. „Lekurhún?“ spurði skipstjór- inn. „Það er ekki að sjá, og engan sjó að finna,“ svaraði Horn- blower. A-h-h,“ sagði skipstjórinn. „Það er engin von til þess að það finnist vegna þess að við erum með hrísgrjónafarm, þér hljótið að muna það.“ „Já,“ sagði Hornblower. Hann varð að beita sér til þess að sýnast rólegur og láta sem ekkert væri, þegar hugsun hans greip hvað það þýddi, sem honum var nú sagt. Hrísgrjón munu sjúga í sig hvern dropa sem í skipið kæmi, og leki fyndist ekki, en flotmagn skipsins minnkaði allt að einu jafnt og þétt. „Eitt skotið frá bölvaðri frei- gátunni hitti neðan við sjólínu, sagði skipstjórinn. „Auðvitað hafið þér athugað skemmdirn- ar?“ „Nema hvað,“ laug Hornblow- er hressilega. En undir eins og hann kom því við, ræddi hann þetta við Matt- hews , og Matthews varð á svip- stundu alvarlegur. 52 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.