Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Page 53

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Page 53
Á myndinni er freigáta að nafni Avenger „Hvar hitti skotið, herra?“ sagði hann. „Einhvers staðar bakborðs- megin og framarlega, gæti ég trúað.“ Þeir Hornblower og Matthews könnuðu málið en gátu ekkert séð. „Eg get ekkert séð, herra,“ sagði Matthews. Látið þér mig síga niður í pelastykki, og ég ætla að vita hvað ég get séð,“ sagði hann. Hornblower var að því kominn að fallast á þetta, en breytti um skoðun. „Ég fer sjálfur," sagði hann. Matthews og Carson brugðu um hann pelastykki, og létu hann síga útbyrðis. Hann dinglaði við skipshliðina en sjórinn freyddi rétt neðan við hann og þegar skipið hjó og valt, þá fór hann í kaf upp að mitti, og auk þess danglaði hann til og frá eftir velting skipsins. Mennirnir með línuna fluttu sig hægt aftur eftir og gáfu honum nægan tíma til þess að athuga alla síðu skipsins, sem var ofan við sjómál, og þar var ekki gat að sjá. Hann sagði Matthews þetta þegar þeir drógu hann upp. „Þá er það neðan við sjólínu, herra," sagði Matthews og kom þar með orðum að því, sem Horn- blower hugsaði. „Þér eruð vissir VÍKINGUR um það, herra, að skotið hafi hitt?“ „Já, ég er viss um það,“ hreytti Hornblower út úr sér. Svefnleysi og áhyggjur voru að gera hann stuttan í spuna, og hann varð að tala hranalega eða þá að hann færi að skæla (og hér verður að minnast þess, að Horn- blower var sautján ára, — ), en hann hafði þó ákveðið hvað næst skyldi gert. „Við verðum að venda og at- huga þetta betur,“ sagði hann. Með þessu móti mundi hliðin, sem gatið hlaut að vera á, koma hærra úr sjó, og ekki jafn djúpt á því. Þegar skipið tók að hallast á stjórnborða, létu þeir hann síga niður aftur og svo langt niður, að fætur hans skröpuðu sjávar- gróður á síðunni. Enn drógu þeir hann eftir skipshliðinni, og rétt aftan við framsigluna fann hann það, sem hann var að leita að. „Ekki lengra,“ galaði hann, og tókst að vinna bug á þeirri ör- væntingu, sem sótti á hug hans. „Látið síga! Tvö fet eða svo;“ Nú tók sjór honum í mitti, og þegar skipið valt, þá fór hann snöggvast í bólakaf, og þegar sjórinn laukst saman yfir höfði hans, var það næstum eins og hann væri snögglega að deyja. Hérna var það, tveim fetum neð- an sjólínu, og það þótt skipið hallaðist á stjórnborða. Þarna hafði splundrast gat á skipið, fremur ferkantað en kringlótt, svo sem fet að þvermáli. Horn- blower fannst hann jafnvel heyra sjóinn bulla .og ólga inn í skipið, en það gat verið ímyndun. Hann kallaði upp á þilfarið að draga sig upp aftur, og þeir hlustuðu áfjáðir á það, sem hann hafði að segja. „Tveim fetum neðan við sjó- línu, herra, sagði Matthews. „Hún sigldi nauðbeitt og hall- aðist mikið þegar við hittum hana,“ bætti hann við, en hún hlýtur að hafa lyfst á báru þegar hún fékk skotið, og auðvitað ligg- ur hún dýpra í sjó núna.“ Og það er einmitt lóðið. Hvern- ig, sem þeir reyndu að halla henni eins og komið var, þá myndi gatið allt að einu vera undir sjólínu. Eitthvað varð að gera til þess að stöðva lekann, og svo hafði Horn- blower lesið í handbókum, að hann vissi hvað átti að gera og hvernig. „Við verðum að fóðra segl og koma því fyrir gatið,“ sagði hann. „Kallið Frakkana upp.“ Að fóðra segl í þessu sambandi var að gera það að einskonar mottu með því að draga í það íjöldan allan af hálftáinni línu, en síðan var þetta látið síga út- byrðis og yfir gatið. Þrýstingur- inn að utan átti þá að klemma þessa mottu fyrir og inn í gatið, svo að lekinn stöðvaðist, eða minnkaði að minnsta kosti veru- lega. Frakkarnir voru ekki sérlega fljótir til aðstoðar við þetta verk. Þetta var ekki lengur þeirra skip, og þeir voru á leið í enskt fang- elsi, svo að jafnvel þótt líf þeirra kynni að vera í veði, þá voru þeir næsta sinnulausir um þetta. Það tók tíma að ná í nýjan segldúk, þræða í hann línu og skera og tæja. Hornblower fór niður til þess að leita sér að þurrum fötum, og þar fannst honum að brakið og brestirnir í skipinu væru 58

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.