Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Síða 5
Eitt af herskipum Breta á ferð í norðurhöfum. Frá síðari styrjaldarárum.
kaðalendar héngu útyfir borð-
stokkinn, o.s.frv.
Þekktir og reyndir yfirmenn
flotans komu fljótt auga á stjórn-
arhæfileika Beattys, jafnvel áður
en hann fékk skip til umráða.
Meðal þeirra voru Jellico, Paken-
ham og fleiri, en síðast og ekki síst
Churchill, sem getur hans í skrif-
um sínum, eftir heimsókn um
borð í orrustuskipið „Lion“ að
lokinni orrustunni á Doggerbank,
sem háð var árið fyrir Jótlands-
orrustuna, en þá hafði Pakenham
aðmíráll vakið athygli hans á
þessum unga foringja, þess þurfti
reyndar ekki með, en þá var
Churchill æðsti maður flotamála-
stjórnarinnar, „First Sealord" —
„Þegar ég í febrúarmánuði heim-
Einn af sjóhetjum aldarinnar
Hinn dáði Beatty
aðmíráll — var írskur
í 5. tbl. Víkings frá árinu 1976
var sagt frá, að sjálfsögðu í mjög
stórum dráttum, hinni frægu sjó-
orustu við Jótland, í fyrri heims-
styrjöldinni, þegar stolt bresku
þjóðarinnar — breski sjóherinn,—
reyndi krafta sína við hinn nýja
flota Þýskalandskeisara.
f frásögninni er getið um Beatty
aðmírál og hlutverk hans í þessum
hildarleik, en frammistaða hans
vakti aðdáun, ekki aðeins í Bret-
landi, heldur víða um heim. Þá er
því haldið fram af síðari tíma
herfræðingum, að ef Beatty hefði
verið einráður yfir báðum bresku
flotadeildunum, sem tóku þátt í
orrustunni, þá hefðu Bretar unnið
óvéfengjanlegan stórsigur.
Þá var framaferill Beattys talinn
mjög athyglisverður, frá óbreytt-
um liðsmanni upp í aðmírálstign,
VfKINGUR
svo að ekki sé meira sagt, þegar
tillit er tekið til þess hversu erfitt
var fyrir unga menn að komast á-
fram og ná valdastöðu í breska
sjóhernum í þá tíð, nema þá að
um væri að ræða aðalsmenn, syni
stjórnmálamanna, eða aðra, sem
höfðu aðstöðu til að kippa í spotta
á réttum stað og réttum tíma.
Hvað David Beatty snerti þá var
engu slíku til að dreifa og svo var
hann líka — írskur, — í ofanálag!
frar voru nefnilega ekki hátt-
skrifaðir, sem sjómenn í þá daga,
auk þess sem lítill vinskapur var
með þjóðunum. Til marks um
þetta eru ýmis orðatiltæki,s em
algeng voru á breskum skipum,
eins og til dæmis: „frskt ljósker",
þegar tungl var á lofti, „írskur
stormur“, þegar gáraði á sléttan
hafflötinn, „írar“, þegar trosnaðir
sótti orrustuskipið „Lion“, sem
enn bar merki um orrustuna á
Doggerbank, heyrði ég mikil lofs-
yrði um þennan unga foringja og
David Willlam Beatty, aðmíráll.
389