Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Blaðsíða 7
Enskt orrustuskip af svonefndri „Queen Elisabeth“-gerð. Skip þessi voru smíð- uð í síðustu heimsstyrjöid. þegar ég kvaddi, sagði Pakenham, — Nelson er kominn aftur!“ Beatty var fæddur 17. febrúar 1871 í Stapelby nálægt Nantwich. 13 ára gerðist hann nemi á skóla- skipi flotans „Britannia“ sem þá lá á fljótinu Dart. Síðar var hann settur umborð í HMS. „Alexand- er“ — fyrsta orrustuskipið, sem útbúið var með tundurskeytum. Það skip var sent til Miðjarðar- hafsins og gegndi eftirlitsstörfum. Næstu ár var hann á ýmsum skip- um flotans, meðal annars á kon- ungsskipinu „Victoria og Albert“, þar sem hann vakti fyrst verulega athygli, sem stjórnsamur og mik- ilhæfur liðsforingi. Þá var hann fluttur um borð í tundurspillinn „Trafalgar“ og var þar um borð í 3 ár og alltaf við eftirlitsstörf á Miðjarðarhafi. Honum leiddist þessi störf og aðgerðarleysi, svo að þegar honum bauðst tækifæri til þátttöku í hernaðaraðgerðum á fljótum í Sudan, greip hann það tveim höndum. Þarna fóru fram nokkuð óvenjulegar aðgerðir. Egypska stjórnin hafði beðið Breta um aðstoð vegna uppreisnar Dervisha-þjóðflokksins í Don- gola. í þessum hemaði særðist foringi flotadeildarinnar, Cowille, mikið og varð að senda hann til Bretlands, en hann mælti með því að Beatty, sem hafði sýnt mikið hugrekki og hemaðartækni, yrði VlKINGUR falin stjóm deildarinnar. Var fall- ist á það. Um þessar mundir kynntist Beatty liðsforingja í landhernum, sem orð fór af vegna dirfsku og hugprýði. Með þeim tókst vinátta, sem hélst óslitið þar til Beatty lést 1936. Þessi liðsforingi átti eftir að verða æðsti yfirmaður Beattys. Vinurinn var enginn annar en Winston Churchill, síðar æðsti maður flotamálaráðuneytisins, forsætisráðherra o.m.fl. Fyrir framgöngu sína í Sudan var Beatty heiðraður með orðu og foringjaráðið ákvað að hann skyldi hækka í tign, eins fljótt og hægt yrði, en það var nokkrum vanda bundið, því að fara varð eftir hefðbundnum reglum, svo sem starfstíma, aldri o.fl. Árið 1897 var Beatty aftur kominn til Egyptalands, en þá var það Kitchener lávarður, sem stjórnaði herleiðangrinum og krafðist þess að Beatty yrði með. Og enn jókst orðstír Beattys, svo að árið eftir, nánar til tekið í nóvember 1898, var hann gerður að höfuðsmanni (captain), aðeisn 27 ára gamall. Þetta vakti talsverða athygli, en ekki deilum, þótt gengið væri framhjá um 400 öðrum liðsfor- ingjum, sem áttu lengri starfsferil að baki og voru eldri að árum og stóðu þannig eftir reglunum, nær þessari stöðuhækkun. Þetta segir sína sögu. Nú var Beatty fluttur um borð í „Barfleur“, flaggskip bresku flotadeildarinnar við strendur Kína, en yfirmaður hennar var reyndar Coville, sem nú var orð- inn aðmíráll, — gamli harðjaxlinn frá Sudan. Beatty og hann áttu vel saman, báðir áræðnir og skap- miklir. Þeir bjuggust við að- gerðarlitlum eftirlitsferðum á þessum slóðum, en það fór á ann- an veg. Útlendingahatrið braust út meðal kínverskra þjóðernis- sinna og til styrjaldarástands kom, svonefnt — Boxer-stríð — árið 1900. Uppreisnin beindist aðal- lega að Evrópumönnum og voru mörg hryðjuverk framin og aftök- ur á hvítum mönnum algengar. Ríkin í Evrópu, sem höfðu sendi- ráð í Kína voru neydd til að vernda þegna sína og sendiráð með hervaldi. Þetta voru t.d. Bretland, Bandaríkin, Frakkland, Austurríki, Ítalía og Japan. Öll þessi ríki sendu herafla til Kína. Hart var barist og mannfall mikið, aðallega meðal Kínverja, sem höfðu ekki eins fullkomin vopn og „Hvítu djöflarnir“, en grimmdin var mikil og yfirleitt voru ekki teknir fangar. Beatty var jafnan á þeim slóðum í stríðinu þar sem átökin voru hvað hörðust, eins og í Peking, Tientsin og víðar. Hann særðist tvisvar og í seinna skiptið alvarlega. Herstjórn Evrópumanna í Kína lagði til við breska flotamálaráðuneytið að 5 nafngreindir höfuðsmenn yrðu hækkaðir í tign, fyrir frækilega framgöngu og gerðir að flotafor- ingjum (Commander), þar á meðal var höfuðsmaðurinn David Beatty. Þegar hér var komið sögu, hafði Beatty verið höfuðsmaður aðeins tæplega 2 ár og samkvæmt ríkj- andi venjum flotans, áttu 218 höfuðsmenn meiri rétt á slíkri stöðuhækkun en hann, miðað við 391
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.