Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Page 31
fjöldi manna á bátum og trillum,
vopnaðir haglabyssum og grjóti
ráku hvalina á undan sér inn fyrir
Oddeyrartanga — með ópum og
orgi — alla leið inn á grynningar
— en þar var hægar um vik fyrir
heimamenn að ráða niðurlögum
gestanna. 1 uppnáminu festist
einn háhymingurinn undir
bryggjunum á Síldvarverksmiðj-
unni á Krossanesi — og endaði
ferð sína þar.
Ég stóð í fjörunni þar, sem
hópur manna var að losa hold frá
beini á þessum einkennilegu
tröllum úr undirdjúpunum — út
úr svörtum belg valt kjöt og bein
— rautt og hvítt, innýflin grá,
fjólublá — sjórinn var rauður og
grænn.
Konurnar tóku saman kyrnur
og katla. Það hafði rekið á fjörur.
Mávarnir gerðu sér dælt.
Nú fölnar þessi minning í sam-
anburði við aðfarirnar á Halbox.
Þetta er hættuleg atvinna herra
borgarstjóri. — Ah! Las tibur’-
ones, auðvitað eru þeir hættulegir
og margir eru mannætur — það
Körfu-hákarl — meinlaus og gæfur.
Getur orðið 40 feta langur.
kemur ósjaldan fyrir að við finn-
um handleggi eða fætur í hákarls-
maganum — meira að segja
mannslíkama í heilu lagi.
íbúarnir á Holbox lifa í sátt og
samlyndi — allir hafa nóg að bíta
og brenna. Enginn þarf að greiða
skatt í þessu ævintýralandi.
Kveðjustundin nálgast. Vinirnir
á Holbox ýta bátnum okkar á flot
— græni veggurinn fjarlægist —
hvíta ströndin hverfur.
Fuglar himinsins fylgja okkur á
hákarlaslóðum.
Wichmann
prófar nýja
gerð af
dísilvél
Hjá Wichmann Motorfabrikk
A/S í Noregi eru nú í pöntun um
100.000 hestöfl auk þess eru á
lokastigi viðræður um pöntun á
mörgum vélasamstæðum.
Við verksmiðjuna starfa nú um
525 manns og mun verksmiðjan
nú leggja aukna áherslu á fjar-
læga markaði, segir Finn Haldor-
sen í viðtali við Haugasunds Avis.
í næsta mánuði hefst prufu-
keyrsla á nýrri vélagerð, sem hef-
ur verið hönnuð af Wichmann.
Þessi nýja vél hefur fengið heitið
VX og verður hún framleidd í
mörgum stærðum.
Fyrstu vélar af þessari gerð
verða afgreiddar haustið 1978 en
raunveruleg framleiðsla hefst
ekki fyrr en 1980.
Wichmann Motorfabrikk A/S
hefur fengið fjölmargar pantanir
frá Portúgal og Dominikanska
lýðveldinu, en þar hefur verið
mjög hörð samkeppni undanfar-
ið. Frá Bandaríkjunum hafa
Wichmann borist pantanir í
nokkrar vélar. Nú eru í pöntun
vélar í 8 fiskiskip í Færeyjum og
tvö flutningaskip.
Þá eru óafgreiddar vélar bæði
til Svíþjóðar og íslands.
Úr Fiskaren.
Óskum starfsfólki okkar og viðskipta-
vinum
gleðilegra jóla og farsæls kom-
andi árs.
Þökkum samstarfið á liðnu ári
MEITILLINN H.F.
Þorlákshöfn — Sími 37000
VtKINGUR
415