Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Qupperneq 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Qupperneq 43
Þá var haldið til miða á Aust- ur-Grænlandi. fslenskir togaraskipstjórar voru þá þegar orðnir hagvanir við Vestur-Grænland. Af Austur-Grænlandi höfðum við engar fréttir af miðum, eða a.m.k. mjög takmarkaðar, en lík- lega hefur þetta verið ofarlega í huga mér, að þar væru ófundin mið, því ég lét þess getið um þess- ar mundir í blaðaviðtali við Morgunblaðið, að nauðsynlegt sé að kanna nýjar fiskislóðir við Austur-Grænland. Þetta var ef til vill upphafið að því að miðin við Austur-Græn- land fundust, því skömmu síðar var sent skip til athugana við Austur-Grænland. Fyrsta skipið sem fór til Græn- lands fann ekki miðin sem voru næst okkur — en fundust síðar, heldur (Dornbanki og allur kant- urinn vestur af Jónsmiðum) var farið á Jónsmiðin, sem eru vestur af Angmagsalik. Jónsmið voru fyrstu karfamið- in, sem fundust við Austur- Grænland. Það merkilega var að skipin höfðu margsinnis siglt yfir Dorn— bankann áður en byrjað var að toga þar. Það gerðu þau t.d. á ferðum sínum á önnur Græn- landsmið. Það var ekki fyrren tveim árum síðar, að Þjóðverjar uppgötvuðu Dorn-Bankann og byrjuðu þar veiðar, en það var rannsóknaskip þeirra, Anton Dorn, sem fann þessi mið. Hér hefur verið sagt frá ýmsum þekktum karfamiðum, en stærst og auðugust tel ég Jónsmiðin hafa verið. Áður en Jónsmið fundust, höfðu verið gerðar misheppnaðar tilraunir þarna til veiða. Bæði af íslenskum skipum og breskum. Fyrir 1953 var fiskislóðin við Austur-Grænland því ekki til á kortinu, sem veiðisvæði. Það voru þeir Sæmundur heit- VÍKINGUR Sigurður RE 4 inn Auðunsson, bróðir minn og Jakob Magnússon, fiskifræðingur sem áttu heiðurinn af því að finna Jónsmið og miðin undan suður- strönd Austur-Grænlands og síðar Nýfundnalandsmiðin, en það er sérstök saga, þeirra samstarf, sem bar oft mikinn árangur. Karfaveiðar við Nýfundnaland Karfaveiðar við Nýfundnaland hófust, að mig minnir árið 1958. Þangað var löng leið. Miðin sem næst liggja, eru við „Sundálinn“ (austur af Bell Isl.). Þess má til gamans geta, að ís- lensku sjómennirnir gáfu miðun- um við Nýfundnaland sérstök nöfn, sem unnu sér hefð. Vinsælustu miðin voru við ál sem gengur eftir botninum milli Nýfundnalands og Labrador. Þetta var á hornunum þar sem állinn skarst inn í landsrisið. íslensku togararnir fóru þarna inn á nýtt hafsvæði, sem þeir höfðu mjög takmarkaða þekkingu á. Þetta svæði lék okkur grátt, því við misstum eitt skip, sem ekki hefði þurft að koma fyrir, ef reynsla hefði verið fyrir hendi. Þarna tapaðist heilt skip og öll skipshöfnin. Ástæðan var sú, að þarna eru gífurlegar sveiflur í lofthita og sjávarhita, og veður eru válynd. Nýfundnalandsmið eru í raun- inni mjög „sunnarlega“, eru á svipaðri breiddargráðu og Suð- ur-England, eða París. Þetta veld- ur því, ásamt nábýlinu við íshafs- svæðin, að veðráttan er einkenni- leg. Það getur skipst á sumarblíða, einsog gerist í Evrópu, og í næstu andrá er komið íshafsveður með frosti og kulda. Hér á landi, þykja veður ekki stöðug og eru það yfirleitt ekki, en hitasveiflur eru þó sáralitlar, borið saman við t.d. Nýfundnalands- miðin. Helkaldur sjórinn bullar fram norðan úr íshafi með skörp- um skilum, en hér heldur Golf- straumurinn hita á öllu, hvað sem á dynur. Auðvitað þekktu þeir á versl- unarskipunum aðstæður þarna, en sambandsleysi er milli þessara stétta — vægast sagt. T.d. sagði Jón heitinn Sigurðsson, skipstjóri á Gullfossi mér frá því að einu sinni 427
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.