Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Qupperneq 49

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Qupperneq 49
manninn. Hann var einmitt svo niðursokkinn við að strjúka gamla bátinn sinn. Hann fann ójöfnurn- ar og trosninginn upp í næma fingurgómana. Einhvers staðar átti hann að eiga smálögg í boxi til að bera á hann. Blessaður gamli báturinn hans átti ekki að þurfa að finna til, ekki að kvarta eins og örvasa gamalmenni, sem varð að liggja þreytt með fleiður og sprungur. Cr því að hægt var að bæta úr því. „Afi,“ sögðu drengirnir. Þeir settu boxin sín á sléttar steinhell- urnar, stungu höndunum í vasana, á þann hátt sem fjögurra og sex ára drengir gera sem vita að þeir eiga vasa, sem eitthvað hringlar í. „Er báturinn þinn orðinn ónýt- ur“? „Og það hefði ég nú ekki hald- ið,“ ansaði gamli maðurinn. Hann var afi þessara litlu drengja. Afi var alvarlegur á svipinn. Kannski dálítið þungur á brúnina, því þessi spurning var mjög kjánaleg, enda voru þeir litlu skinnin mestu kjánar. Því var ekki hægt að neita. En þarna komu þeir svo óvænt, með ys og þys frá leikjum og ærslum til hans og horfðu á hann með hátíðlegri for- vitni. „Onei, báturinn minn er ekki ónýtur,“ mælti hann, hlýlegri og mildari á svipinn. „Þetta hefur alltaf verið góður bátur, fallegur og happasæll. Maður hikaði nú ekki við að sækja sjóinn á honum í gamla daga. Þá var maður líka ungur.“ „Varstu ungur?“ spurði Bjössi litli. Hann lét litla steinvölu velta niður síðuna á bátnum, hann var eiginlega meira að hugsa um það. „Já, hvað heldurðu,“ ansaði afi. Þarna kom það, þetta var það, sem hann heyrði alltaf, allir hissa á því, að hann hefði verið ungur hér einu sinni. „Afi, þegar þú varst ungur og báturinn þinn nýr,“ mælti Þórir VfKINGUR litli af sexáraspeki sinni. „Varstu þá fallegur og báturinn þinn líka?“ En afi var að dunda; hann flýtti sér ekkert að svara svona lagaðri spurningu. Hann leitaði að tóbaksdósunum sínum og fékk sér í nefið. Svo fjarlægði hann smá- steina, sem sjórinn hafði velt of nærri bátnum hans. „Já, báturinn minn var það að minnsta kosti,“ ansaði afi loksins. „Hann var fallegur, ljósgrár, með hvítan og grænan fleyg í brjóstum. Hann smaug öldurnar léttur og fagur. Þú hefðir átt að sjá hann. Sjá drifhvíta, sóllitaða seglið hans úti á hafi, undir heillandi bláum himni og heyra mjúkan kliðinn í rám og böndum.“ „En hvernig kliðar bátur?“ spurði Bjössi litli, „segir hann eitthvað svo maður geti hlustað?“ „Ojá,“ ansaði afi dapur, „bátar tala. Hann talar fagnandi til manns úti á opnu og björtu haf- inu, en þegar honum hefur verið lagt, þegar hann fær ekki að fara neitt framar, þá hvíslar hann að manni raunalega, minningunum. Þá kúrir hann sig niður, kaldur og einstæðingslegur og hugsar um gamla daga, sem aldrei koma aft- ur.“ „Afi, ef að þú málaðir bátinn þinn, yrði hann þá fallegur," spurði Þórir litli. „Við Bjössi gæt- um hjálpað þér. Ég á rauða og bláa í tveim boxum og pabbi á heilmikið af hvítu.“ Það var skrýtin hugsurt, sem varð til. Afi skildi hana ekki þá, hún var svo óljós og hikandi. Hún bjó þó í hjarta hans. Andlit litlu drengjanna voru alvarleg og í svip þeirra bjó eftirvænting og gleði. Hann horfði á þá langa stund, á ljósbrúnt þangið í fjörunni og hvítar raðir sjófuglanna, sem syntu meðfram fjöruborðinu. í dag var lífið svo ungt og fagurt. Víst var það gaman að mála gamla bátinn fallega, veita honum björtu myndina, sem hann átti í huga hans. Afi laut höfði og hugsaði. „Við gætum reynt það,“ sagði hann loks, eftir langa umhugsun. Þeir voru farnir til að sækja málninguna. Þeir hentust eins og ljóshnoðrar upp brattan bakkann. Komu svo aftur, móðir og sveittir. Afi átti ótal kústa undir bátnum sínum, svo verkið gat byrjað. Úti á lognkyrrum sjónum heyrðist skvaldur fuglanna. Sólin hækkaði á loftinu, en skuggi og birta féllu yfir steinótta bakkana. Og morguninn leið, meðan ljósgrár reykur frá vinalegum bæ, sem þarna stóð, leið út í geiminn, breyttist liturinn á gamla bátnum niður við sjóinn. Hann varð hvít- ur, rauður og blár. Það var ekki rétt að segja, að afi væri nákvæm- ur. Bjössi bjó til bletti, sem gátu þýtt margt, en afi sléttaði venju- lega úr þeim. Eiginlega hafði Þórir litli verkstjórnina. Afi sagði þeim sögur um ævintýralandið, stóra, bjarta eyju, sem báturinn þeirra átti að sigla til, eftir að þeir voru búnir að mála hann og gera hann fallegan. Þar var silfurskógur og gullepli, rúsínur og sveskjur uxu þar alls 433
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.