Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Side 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Side 50
hlífðarfatnaður SJÖKUBMIN HF. SKÚLACÖTU 51 - REVKJAVlK - ICELAND ÚRGANGSOLÍA Vélstjórar: Athugið að við tökum á móti notaðri smurolíu eða úrgangsolíu á tankbíla við skipshlió í Reykjavík eða í tunnum til brennslu á olíustöð- inni í Laugarnesi. Allir vélstjórar eru beðnir að menga ekki sjó eða hafnir að ástæóulausu. Sameinumst í vörnum gegn mengun hafsins. OLÍUVERZLUN ÍSLANDS HF. HAFNARSTRÆTI 5 • REYKJAVlK SÍMI 24220 • NAFNNÚMER 6854-1808 staðar. Og fuglarnir báru súkku- laði í nefinu. Litlu börnin þar voru væn og góð enda fengu þau gott á hverjum degi. „En missa þá ekki fuglarnir súkkulaðið niður?“ spurði Bjössi litli. Það var þýðingarmikil spurning. „Jú, jú,“ sagði afi. „Það kemur alltaf fyrir. Þá er heldur ekki ónýtt að finna það í allavega umbúðum. Við mundum tína fullan bílinn þinn á einni mínútu.“ Þetta var stórkostlegt. Bjössi litli horfði hrifinn á afa. „En þú kemst ekki út á sjóinn, afi minn.“ Hann sagði alltaf hugsanir sínar. Hann hafði svo oft heyrt það, að afi hann væri orðinn svo lasburða. „Þú getur ekki siglt og ekki róið,“ sagði hann. „Hún mamma segir það.“ „Hún mamma þín veit nú ekki allt, góði minn. Ég hefi ekki gleymt neinu sem ég kunni. Ég hræðist ekki sjóinn og þekki hann betur en nokkur annar,“ mælti afi, ergilegur. „En afi minn,“ mælti Þórir litli, „þú ert orðinn svo gamall, það er ekki von, að þú getir það núna.“ „Þarna kom það. Ennþá einu sinni „gamall“, þó það nú væri. Afi var beiskur á svipinn. Hann settist á stein, dapur og angurvær. Það var annars skelfing að sjá, hvernig þeir voru búnir að fara með bátinn hans. Þarna lá hann í hnipri eins og rósóttur kálfur, rauður, blár og hvítur. Nei, ef að þeir tryðu honum ekki til að sigla bátnum til ævintýraeyjunnar þyrftu þeir ekkert að skipta sér af þessu. Hann skyldi fara einn. Afi var hugsandi og hnípinn. Það átti alltaf að duga honum þetta eina tilgangsleysi að hugsa og bíða, svona töluðu börnin og svona talaði fullorðna fólkið. „Báturinn þinn er fallegur,“ mælti Þórir litli. „Afi minn, þú átt hann og ræður yfir honum.“ „Já,“ sagði Bjössi litli, „hann er VlKINGUR 434

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.