Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Side 58

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Side 58
EINKASALAR HÉR Á LANDI FYRIR HIN HEIMSÞEKKTU „LION“ vélþétti. Framleiðendur: JAMES WALKER & Co. Ltd. Woking, England. Sigurður Einarsson frá Stóru Mörk besta veður og talinn sandadauð- ur sjór. Fór „Farsæll“ þá upp að Fjallasandi þeirra erinda að sækja Bergstein formann og tvo háseta hans, þá Kristján Ólafsson í Ey- vindarholti og Júlíus Einarsson í Stóru-Mörk. Var vélstjórinn Sigurður Einarsson formaður í þessari ferð. Lagt var af stað í blíðviðri, og gekk ferðin vel austur að Fjalla- sandi, að öðru leyti en því, að vél- in stöðvaðist einu sinni á leiðinni. Tókst fljótlega að koma henni í gang aftur, svo að litlar tafir urðu af þessu atviki. Þegar upp að sandinum kom hafði brimað það mikið, að sjór var orðinn ófær og ekki viðlit að lenda. Margt manna var komið í sandinn og meðal þeirra var Bergsteinn formaður og hásetarn- ir, sem áður er getið. „Farsæll“ varð nú að snúa frá sandinum af- tur án þess að fá þá afgreiðslu þar, sem til var ætlast. Stefna var tekin á Vestmanna- eyjar, en þá var tekið að hvessa á suðaustan og sjór all-mjög tekinn að þyngjast. Þegar komið var út undir Elliðaey stöðvaðist vélin. Rak bátinn þá fyrir vindi og sjó. Skipar Sigurður þá svo fyrir, að akkeri skulu látin falla, en þá var „Farsæll“ kominn fast upp undir Elliðaey. Segir Sigurður þá öllum að fara í léttbátinn, en það var jul, sem haft var með í þessari ferð. Fóru nú allir í léttbátinn og reru til Eyja, en Sigurður varð eftir um borð í „Farsæl“ til þess að reyna að koma vélinni í gang á ný. Þeir, sem á léttbátnum voru báðu Sigurð að koma með og lögðu all-fast að honum, en hann var ófáanlegur til þess að yfirgefa „Farsæl“. Ferðin heim til Eyja á julinu gekk vel. Þegar þeir komu að bryggju, var vélbáturinn „Karl“, formaður Magnús Þórðarson í Dal, að koma úr róðri, með fullan bát af fiski. Var hann beðinn að fara austur að Elliðaey, og varð Magnús skjótt við þeim tilmælum. Þegar Magnús kom austur fyrir Elliðaey var komið rok og „Far- sæll“ kominn upp að eynni, svo nálægt, að ómögulegt var að að- hafast nokkuð til björgunar. Varð „Karl“ því að snúa við heim aftur. Sigurður Sigurðsson í Frydendal 442 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.