Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Síða 59

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Síða 59
Jón Sigurðsson Ekki voru eigendur „Farsæls“ ánægðir með þessi málalok og báðu þeir nú Þorstein Jónsson í Laufási að fara og reyna .björgun. Þorsteinn var þá á nýjum bát, „Unni II“. Brá hann þegar við og fór austur fyrir Elliðaey, en allt fór á sömu leið. „Farsæll“ var kominn svo nærri eynni að Þorsteinn treysti sér ekki til þess að bjarga, enda kominn stórsjór og rok. Sneri hann því heim aftur við svo búið. Morguninn eftir fór Þorsteinn aftur á slysstaðinn, til þess að freista þess að reyna björgun, enda þótt enn væri mjög vont veður og stórsjór. Var þá ekkert lengur sjáanlegt eftir af „Farsæl“. Urðu þar ævilok Sigurðar Einars- sonar og endalok „Farsæls“. „Farsæll“ var mjög illa búinn til þess að fara þessa ferð. Hafði hann staðið uppi í Hrófum allt haustið, en var settur ofan þennan morgun. Segl voru óundirslegin og vélin hafði ekki verið reynd að öðru leyti en því, að farið hafði verin hafði verið ein hringferð innan hafnar. Þeir, sem með Sigurði fóru í þessa síðustu för hans voru/ Páll Einarsson í Nýjabæ undir Eyja- VÍKINGUR fjöllum og stjórnaði hann julinu til Eyja, Sveinn Sigurhansson, nú á Skólaveg 1 í Vestmannaeyjum, Eyjólfur Jónsson, Syðri-Rotum undir Eyjafjöllum, Kristmundur Jónsson, Hrauni, nú í S.kógum í Vestmannaeyjum, og Albert Ingvarsson frá Grímsey. Var Al- bert mikill skákmaður og fékk eitt sinn viðurkenningu erlendis frá fyrir leikni sína í þessari íþrótt. Julið, sem mennirnir fóru á til Eyja, átti Hannes Sigurðsson í Brimhól, og hafði hann haft for- mennsku á því við Fjallasand. Um nóttina, meðan „Farsæll" var að berjast við Elliðaey, dreymdi Svein Sigurhansson að Sigurður kæmi til sín og segði við sig: „Það var hart á meðan á þessu stóð.“ Við þessi orð hrökk Sveinn upp af svefninum, og var klukkan þá tvö. Sigurður Einarsson var fæddur í Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum 11. júlí 1885. Foreldrar hans voru Einar Ólafsson og Katrín Sæmundsdóttir. Ólst Sigurður upp með þeim. Hann var harð- duglegur maður og byrjaði að stunda sjó hér í Vestmannaeyjum á unga aldri,fyrst á opnum skipum og síðan á vélbátum, eftir að þeir komu til sögunnar. Hann var smiður góður og var einn þeirra, er smíðuðu húsið Breiðablik fyrir Gísla J. Johnsen, en það var stór- hýsi í þá daga. M/b „ÍSLAND“ Leið nú fram yfir áramótin 1911 og 1912. Menn áttu í miklum önnum við að standsetja allt fyrir næstu vertíð. Að mörgu þurfti að huga, bæði viðkomandi bátum og veiðarfærum, svo að allir höfðu nóg að starfa. Árið 1906 hafði Sigurður Sigurðsson í Frydendal keypt vél- bát við sjötta mann. Hét sá bátur „ísland“. Hafði Sigurður sjálfur formennsku á honum í fimm ver- tíðir, og var vertíð sú er nú fór í hönd sú sjötta. Þessa vertíð hafði Hermann Benediktsson, nú í Bergholti í Vestmannaeyjum, ráðist að- gerðarmaður til Sigurðar, og var þetta ein af fyrstu vertíðum Her- manns í Eyjum. Hermann var þegar kominn til vertíðar og sestur að í Frydendal, þar sem hann Gamla góöa merkið TRETORN Merki stígvélanna sem sjó- menn þekkja vegna gæð- anna. Fáanleg: Með eða án trésóla. Með eða án karfahlífar Stígvélin sem sérstaklega eru framleidd með þarfir sjómanna fyrir augum. EINKAUMBOÐ JÓN BERGSSON H/F LANGHOLTSVEGI 82 REYKJAVÍK SÍMI36579 443

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.