Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Side 67

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Side 67
Söguleg tímamót fyrir lýsis- og síldarmjöls- framleiðslu Norðmanna í 6. tbl. Víkings 1974 birtist ítarleg grein: „FISKIMJÖL TIL MANNELDIS“ Matur frá fiskiðnaðarverk- smiðjum er framtíðarviðfangsefni Norðmanna. — Norðmenn gætu fætt 70 mill- jónir manna. Greinin er endursagt erindi, sem forstjóri Rannsóknarstofnana norska fiskiðnaðarins dr. Gud- mund Sand flutti á fundi matvæla- sérfræðinga o.fl. aðila í Bergen. Lagði ræðumaður áherslu á hve þýðingarmikið væri fyrir Norð- menn að leggja ennþá meira af mörkum til framleiðslu fiskimjöls og endurbæta, eða byggja nýjar verksmiðjur til framleiðslu matar- mjöls. í því efni þyrfti að uppfylla eft- irtalin skilyrði: 1. Vel fallið til neyslu. 2. Hóflegt verð. 3. Bragðgóð fæða. 4. Geymsluþol við dreifingu. 5. Fullnægjandi með tilliti til skaðvænna áhrifa. 6. Ströngustu hreinlætiskröfur við framleiðslu. Fyrsta sérhannaða verksmiðja í heiminum til framleiðslu síldar- mjöls til manneldis hefur byrjað starfsemi sína. Fyrirtækið Stord Bartz í Bergen hefir nú byggt og afhent fyrstu sérhönnuðu verksmiðjuna sem framleiðir fiskimjöl, sem ein- göngu er ætlað til manneldis. Verksmiðjan mun geta fram- leitt slíka matvöru úr 300 tonnum hráefnis á sólarhring og eru eig- endur hennar „Feitsildfiskernes Sildoljefabrikk A.S. í Halsa í Noregi. Verksmiðjan hóf tilraunastarf- semi sína í apríl sl. og fyrir skömmu voru framámenn í norskum fiskiðnaði, fulltrúum viðkomandi stórnvalda og nær- liggjandi héraðsstjórna ásamt starfsmönnum blaða og útvarps- ins boðið að kynna sér starfsemi verksmiðjunnar og hinn nýtísku- lega útbúnað hennar. Undirbúningsstarfið að þessari Dr. Gudmund Sand, forstjóri Rann- sóknastofnana norska fiskiðnaðarlns. ^ sérhönnuðu verksmiðju á sér ára- langan aðdraganda, sem byggst hefir á fjölþættum rannsóknum og tilraunum í náinni samvinnu við norskar matvælarannsókna- stofnanir og sölustofnanir. Hafa þessir fjölmörgu aðilar stefnt markvisst að því takmarki, að finna leiðir til að finna tæknilega möguleika á framleiðslu bæti- efnaauðugra matvæla úr sjávar- afurðum, sem ekki hafa ennþá verið nýtt til hlítar. Norskar síldarverksmiðjur hafa um áraraðir fullnýtt hráefni þau, sem þeim hafa borist, að því leyti, að lýsið hefur farið í smjörlíkis- iðnaðinn og mjölið, sem að magni til hefur verið meginframleiðslan er yfirleitt notað í fóðurblöndu fyrir kjúklinga, svín og alikálfa. Hinsvegar hefir takmarkið lengi verið að finna framleiðslu- form, sem gerir fiskimjölið hæft til manneldis. Og nú á síðustu tímum hefir ástandið í fiskveiðum í heiminum tekið mjög markverðum breyt- ingum, sem munu fyrr en varir VÍKINGUR 451

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.