Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Qupperneq 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Qupperneq 17
Farðu að vestur- endanum vinur — Litið inn á Hafnarskrifstofuna á Akureyri Á Hafnarskrifstofunni á Akur- eyri er mikið að gera dag nokkurn í byrjun marsmánaðar. Við skrif- borðið situr Baldvin Þorsteinsson hafnarvörður og blaðar í skjölum. Á veggnum fyrir aftan hann hangir talstöð sem sendir frá sér urg og brak með óreglulegu millibili. Það er skollið á aftakaveður fyrir öllu Norðurlandi með norð- an hvassviðri og snjókomu. Einhversstaðar á Húnaflóan- um er Svalbakur að berjast á leið- inni í land. Baldvin tekur tólið og gerir tilraun til að kalla í Svalbak, en fær ekkert svar. Þeir eru ekki komnir nógu ná- lægt ennþá. Þegar Baldvin er að setja tólið aftur á sinn stað, birtist starfs- maður Eimskipafélagsins í dyr- unum. Hann tekur af sér húfuna og dustar snjóinn af kollinum niður í öskubakka, um leið og hann tuldrar afsökunarorð fyrir munni sér og bölvar veðrinu. Hingað vaða menn ekki inn snjó- ugir upp fyrir haus án þess að skammast sín svolítið. Erindi mannsins er að fá upp- gefið hvar Goðafoss eigi að leggj- ast að bryggju þegar hann komi í kvöld. „Þú ferð með hann að vestur- endanum vinur,“ segir Baldvin og brosir. Maðurinn gerir sig greinilega ánægðan með svarið, setur upp húfuna og kveður. Baldvin Þorsteinsson var um langt árabil einn af okkar kunn- ustu aflaskipstjórum. Nú er hann hættur á sjónum og vinnur sem hafnarvörður á Akureyri. En þótt hann sé kominn í land, gengur hann enn undir nafninu „Baldi á Súlunni“ á meðal kunningja. Það Baldvin Þorstcinsson hafnarvörður á Akureyri. VÍKINGUR þarf víst ekki að taka það fram, að Súlan var síðasta skipið sem Baldvin var með. Þetta er gamla sagan. Maður og skip verða eitt eftir að hafa verið samvistum í langan tíma. Sjó- menn, og þá einkum skipstjórar, eru kenndir við báta líkt og bændur við bú. Áður en nokkur veit af þekkir enginn manninn nema bátsnafnið sé látið fylgja með. „Starf hafnarvarðar er aðallega fólgið í því að taka á móti skipum sem hingað koma og sjá til þess að þau fái viðlegupláss,“ sagði Bald- vin. „Við erum hér tveir starfandi hafnarverðir og höfum fastan vinnutíma frá átta til fimm. En svo er hægt að ná í annan okkar allan sólarhringinn ef þess gerist þörf. Við sjáum um að afgreiða vatn í skipin, en allt viðhald á bryggjun- um er í höndum annarra. Höfnin hefur til umráða hafnsögubátinn OLGEIR, sem heitir í höfuðið á fyrsta hafnarverði Akureyrar, 01- geiri Júlíussyni. Hann var faðir Einars Olgeirssonar. Þessi bátur er notaður jöfnum höndum sem hafnsögu- og tollbátur. Það kemur líka oft fyrir að við förum á hon- um og aðstoðum skip, til dæmis við slipptökur og annað slíkt." —- Var mikil umferð um Akur- eyrarhöfn á síðastliðnu ári? „Hún var mjög svipuð og árið þar áður,“ svaraði Baldvin. „Árið 1980 komu hingað 378 flutninga- skip sem voru alls 356.545.000 brl. Fiskiskipakomur voru um 480 og samanlagður tonnafjöldi þeirra var 200.900.000 brl. Svo komu hér 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.