Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Síða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Síða 18
Torfunesbryggja á Akureyri. f framtíðinni er áætlað að fylla upp svæðið sem merkt er með skástrikum á myndinni. 8 skemmtiferðaskip sem ýmist lágu úti á Polli eða komu upp að bryggju. Inni í þessu dæmi er bryggjan á Krossanesi, því hún tilheyrir Akureyrarhöfn. Á síðasta ári var landað þar 41.000 tonnum af af loðnu sem var töluverð aukning frá því árið áður.“ — Er skortur á bryggjuplássi á Akureyri? „Nei, ekki vil ég nú segja það. Að vísu kemur það fyrir að erfitt getur verið að koma bátum upp að bryggju, en það gerist ekki oft. Okkar stóra vandamál í dag eru smábátarnir. Þeim hefur fjölgað mjög ört á undanförnum árum. Nú er enginn maður með mönn- um nema hann eigi trilluhom. Við höfum viðlegupláss fyrir rúmlega hundrað smábáta eins og er, en það er of lítið, sérstaklega yfir sumartímann.“ — Og hvað er þá til ráða? Baldvin brosir og lítur út um gluggann þar sem Torfunes- bryggja blasir við. „Það hefur verið mikið talað um að fylla upp þessa þama,“ segir hann og bendir út um gluggann. „Sú ákvörðun er að vísu dálítið umdeild, en engu að síður hefur það verið ákveðið. Þó er líklegt að aðeins hluti hafnarinnar verði fylltur upp. Eftir stendur þá dágott bryggjupláss og er hug- myndin að nýta það meðal annars fyrir smábáta. Annars er ekki endanlega búið að ganga frá þessum málum ennþá. Það verður gert einhverja næstu daga og ekki ósennilegt að framkvæmdir hef jist nú í vor eða sumar,“ sagði Baldvin um leið og hann teygði sig aftur í talstöðina og gerði aðra tilraun til að kalla í Svalbak. En ekkert svar. G.A. 18 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.