Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Page 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Page 20
r Askorun tíl kvenna Það er ekki á hverjum degi sem Víkingi berst efni frá blessuðu kvenfólkinu. Betra að slíkt gerðist oftar. Gígja Möller frá Akureyri hefur verið svo væn að leyfa okkur að 20 birta í þessu blaði dagbók sem hún hélt þegar hún fór einn túr með b/v Svalbaki árið 1977. Sjálf segist hún hafa haft gott af þessari ferð; augu hennar hafi opnast fyrir ýmsu í lífi sjómanna sem hún hafði ekki áður gert sér grein fyrir, jafnvel þótt hún hafi verið gift sjómanni í 25 ár. Það er því ekki úr vegi að nota hér tækifærið og skora á sjó- mannskonur um allt land að senda okkur efni. Það gætu t.d. verið hugleiðingar um það, hvernig það er að vera sjómanns- kona og þá miklu ábyrgð sem því starfi fylgir. Það mættu líka vera frásagnir, sögur eða annað efni sem viðkomandi hefur áhuga á að birta. Slíkt yrði ekki aðeins til að auka fjölbreytni blaðsins, heldur gæti það orðið skemmtileg lesning og ekki síst fróðleg fyrir sjómenn. Því miður gerist það allt of sjaldan að sjómannskonur— með þessu orði er átt við konur giftar sjómönnum — tjái sig á opinber- um vettvangi um stöðu sína. Það er eins og slíkir hlutir séu í einka- eign velstæðra húsmæðra úti í bæ. Kannski finnst mörgum konum að þær hafi ekkert til málanna að leggja. Öðrum finnst að það litla sem þær hafi að segja vera svo ómerkilegt, að ekki taki því að tala um það. Hvaða kona kannast ekki við slíkt tal? Einn einstaklingur telur sig kannski búa yfir fánýtri reynslu sem ekki er vert að tala um. En þegar hann fæst til að segja frá þessari reynslu, getur hún orðið öðrum dýrmætur fjársjóður. Það sem stoðar einum lítið getur hjálpað öðrum mikið. Þessvegna skora ég nú á sjó- mannskonur að taka sig saman í andlitinu og senda okkur línur eða hafa samband við blaðið eftir öðrum leiðum. G.A. VÍKINGUR Landssmiðjan SÖLVHÓLSGÖTU-101 REYKJAVIK SÍMI 20680 TELEX 3307 viðgeréaþjónusta LANDSSMIDJAN annast viðgerðaþjóustu á öllum teg- undum loftpressa, ioftverkfæra og tækja. Ef óskað er sjáum við einnig um fyrirbyggjandi viðhald. JltlasCopcc var stofnað 1873 og framleiðir loftverkfæri, býður einnig fram þjónustu fyrir verktaka við vinnu tilboða og aðstoðar við val á tækjum og aðferðum.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.