Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Qupperneq 24
En hverfum nú aftur að lífsbar-
áttunni.
Um miðnættið fréttist að opna
ætti miðin á Tungunni í Húnafló-
anum. En það svæði hafði verið
lokað fyrir togveiðum. Var nú
stefnan sett vestur á bóginn og
keyrt á öllu útopnuðu.
Föstudagur 17. júní
Þjóðhátíðardagurinn rann upp
heiður og fagur með tíu til fimm-
tán tonnum í fyrsta holi. Ekki
byijaði það nú amalega!
Eg kom upp um tíu leytið um
morguninn. Fögur fjallasýn blasti
við, þar voru Strandafjöllin í
vestri, en til austurs sást til útvarða
Eyjafjarðar, Stráka og Gjögurs.
Ekki taldi ég skipin sem hér voru á
veiðum, en þetta var eins og í
mauraþúfu, iðandi til og frá.
Ágætt og jafnt fiskirí hélst allan
daginn og nóttina. En þá fór að
tregðast og fiskurinn að smækka.
Laugardagur 18. júní
Tungunni var lokað um hádeg-
ið. Aflinn sem hér hefur veiðst er
að mestu vænn þorskur, þó var
hólfinu lokað vegna smáfisks í
afla.
Nú komu fréttir af því að skipin
hefðu verið að fá fisk rétt við
hólfið á Strandagrunni. Við
þangað, en þá kom í ljós, að flest
skipanna voru að veiðum alveg
við línuna og það í heldur smáum
fiski.
Við reyndum þama utar en afli
var lítill, en þó góður fiskur.
Enn á stím í leit að fiski og nú á
Strandagrunnshom, en þar hafði
orðið vart við fisk. Þar var kastað
um kvöldið.
Sunnudagur19. júní
Sæmileg veiði í nótt, en þegar
líða tók á daginn fór að vera flot-
trollsfiskirí. Þá var ákveðið að
skipta yfir á flotið. Mér skilst að
það sé ekki mjög vinsælt veiðar-
færi hjá köllunum, ekkert nema
24
vinnan við það og lítið i það að
hafa.
En út fór það nú samt og eftir
fyrsta holið voru í 20 tonn. Ég fór
niður í móttökuna til að sjá at-
ganginn þar. Það var gaman að sjá
þessa fiskikös af stórum og falleg-
um þorski og ánægjusvipinn á
köllunum yfir góðri veiði.
Þegar svona stór hol koma
ganga allir í skipshöfninni í að-
gerð, loftskeytamaður, vélstjórar
og kokkur. Ekki mætti þó nema
einn háseti af hinni vaktinni þar
sem kurr var í köllunum út af
kaupi sem þeir höfðu ekki fengið
greitt í stoppi þegar skipið var
síðast í slipp.
Sæmilegt fiskirí hjá flestum
skipanna og mok hjá nokkrum.
Allt upp í 35 tonn í holi.
Mánudagur 20. júní til fimmtu-
dags 23. júní
Fiskiríið minnkaði í nótt og eftir
hádegið var flottrollið tekið inn-
fyrir og lagt af stað í fiskileit. Það
var mikil vinna við að ganga frá
flottrollinu, enda stórt og mikið
veiðarfæri.
Nú var reynt víða norður og
vestur frá, í Þverál og á Halanum.
Árangur var lítill en góður fiskur
það sem fékkst.
Ég hef að mestu eytt tíma mín-
um í að bródera, vera uppi í brú
eða í uppvaskinu með Eyþóri.
Veðrið hefur haldist gott; gola og
ládautt eins og veðurfregnimar
orða það. Heldur finnst mér
mannskapurinn daufur þessa
dagana, enda lítið að gera. Ég er
að velta því fyrir mér hvað það
geturveriðsemgerirsjómennskuna
svona eftirsóknarverða. Að ein-
hverju leyti er það þénustan, sem
þó er ákaflega misjöfn eftir skip-
um og afla. Ef lítið veiðist,er
vaktin löng og lítið hægt að hafa
fyrir stafni. Ef ekki er dittað að
veiðarfærum, er ekkert að gera,
nema að bíða eftir að híft verði
næst. Undir slíkum kringumstæð-
um finnst mér helst vera hægt að
líkja þessu við fangelsi. Menn
lesa, spila og hlusta á útvarpið, en
það er ekki nóg til að fullnægja
félagslegri þörf þessara manna,
sem helst kemur fram í háværum
samræðum um kvennafar, fyllirí,
útgerð og fiskirí, með svolítilli
pólitík í bland.
í brúnni er kannski ekki mikið
að gera heldur. En þar verður þó
að fylgjast með tækjunum og svo
er hægt að spjalla aðeins í talstöð-
ina og grínast við hina skipstjór-
ana. En meira er það nú ekki.
Þess vegna er ég ekkert hissa á
því þótt kallarnir vilji skvetta úr
sér þegar í land er komið. Á rúm-
um sólarhring þurfa þeir að geta
innbyrt hluti sem þeir hafa ekki
haft tækifæri til á síðustu tólf.
Ekki kann ég þó nein ráð við
þessu. Svona er og verður lífið til
sjós. Stundum stanslaus vinna, og
svo þeir dagar sem bara fara í það
að bíða eftir fiskinum. Mér dettur
í hug stefna ríkisstjórnarinnar og
Hafrannsóknastofnunarinnar,
sem virðast ekki hafa neina raun-
hæfa samvinnu sín á milli. Ríkis-
stjómin hamast við að fjölga
skuttogurunum, (vafalaust til að
halda atkvæðunum), en Hafrann-
sóknastofnunin við að loka veiði-
svæðum þessara skipa og setja á
allskonar höft og bönn. Það er víst
ekki sama hvort trollið hangir aft-
an í skuttogara fyrir norðan, eða
togbáti fyrir sunnan.
Föstudagur 24. júní
Þá erum við komin á grálúðu-
miðin sem Dóri hefur verið að tala
um allan túrinn. Það má því segja
að hann sé kominn á óskamiðin
sín.
Ekki hefur þó afraksturinn ver-
ið of mikill, en þó sæmilegur. Við
rákum í eitt 5 tonna hol í dag sem
er með því skásta. Rétt fyrir mið-
nættið var híft og var þá allt rifið
og slitið, þannig að skipta varð yfir
VÍKINGUR