Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Blaðsíða 28
eða lágu við fast úti á höfninni og biðu þess að grásleppan færi að skríða. Annars var heldur dauft hljóðið í trillukörlunum þessa dagana. Enginn andskotans rauðmagi, þrátt fyrir þokkalega veiði á sama tíma í fyrra .. . að maður tali nú ekki um hitteðfyrra og árið þar áður. Og ekki bætti það úr skák, að fjörðurinn virtist gjörsamlega sviðinn. Þennan dag réri ein triila með 30 stokka út undir Látur. Afli: 2 steinbítar og átta manna- skítskóð. Kallarnir stóðu á bryggjunni og hristu höfuðin. — Þetta er nú ljóta helvítið. Oft hefur maður nú séð það slæmt en aldrei eins og núna. — Það er helvítis selurinn sem gerir þetta. Það er óvenju mikið af sel nú í vetur, honum fer alltaf fjölgandi. Hann gerir fiskinn vit- lausan ... þessir fáu tittir sem eru í firðinum hendast upp um allan sjó á flótta undan selnum. Eftir að hafa bölvað og blöskr- ast dágóða stund, sagði einn kall- inn: — Veriði rólegir, grásleppan bjargar þessu! Og þar með var farið að gæla við vonina. Sama gamla sagan. í marga mánuði er lifað í voninni eftir því að grásleppan komi. Hún á að bjarga öllu. Og hún kemur, en er með tregara móti. En þá er bara að treysta á vorhrotuna. Menn fyllast móði og bjartsýni, en vorhrotan kemur ekki. Kannski hann verði við á færin í sumar ... eða á línuna í haust. Það er orðið langt síðan góður línuafli hefur fengist á haustin, þannig að nú hlýtur tíminn að vera kominn. Menn halda áfram að vona. Einn og einn góður dagur lyftir sálinni uppá það tilverustig þang- að sem enginn kemst nema trillu- karl sem hefur fengið góðan afla. En þessir dagar eru fáir. Og loks er komið að því að menn fara að bölva þessum andskotans dauða og allt traust er nú sett á grá- sleppuna .. . sem var að vísu treg í fyrra en gæti orðið gráðug í ár. Maður einn var í veiðiferð á ír- landi. Hann fór inn í langferðabíl og bað einn farþeganna að segja sér hvenær hann ætti að fara út úr bílnum næst ánni. „Sjálfsagt að hjálpa þér með það,“ sagði farþeginn, „fylgstu bara vel með og farðu svo út úr bílnum einni stoppistöð á undan mér. ★ „Ég bið þig um að hjálpa mér,“ sagði sjúklingurinn við sálfræð- inginn. „Mér líður hræðilega illa. Ég hef það stöðugt á tilfinning- unni að ég sé hundur.“ „Hversu lengi hefur þér liðið svona?“ spurði sálfræðingurinn. „Alveg frá því að ég var lítill hvolpur." Hringiða tilverunnar þar sem vonin er miðpunktur alls. G.A. i l I seinni tíð hef ég lesið svo mikið um skaðsemi tóhaksrcikinga, að ég hef ákveðið að hætta að lcsa. ★ „Er þessi á fiskisæl?“ „Já, hún hlýtur að vera það, ég fæ engan fisk til að yfirgefa hana.“ 28 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.