Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Síða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Síða 29
T ogaraævintýrið ekki árennilegt — spjallað við Knút Karlsson frystihússstjóra á Grenivík „Þetta er eitt af fáum frystihús- um á landinu sem bændur eiga mikinn hluta í,“ sagði Knútur Karlsson frystihússtjóri á Greni- vík þegar hann var spurður að því hverjir ættu frystihúsið á Grenivík. „Við erum alveg saklaus af því að hafa blandað KEA í málefni frystihússins. Á sínum tíma töldu þeir ekki grundvöll fyrir frystihúsi hér á staðnum og vildu því halda sig utan við slíkt fyrirtæki. Húsið er eingöngu byggt upp af hlutafé sem er í eigu bænda, verkamanna og sjómanna. Hlutafélagið var stofnað 1966 eða 1967. Nú eru 86 hluthafar. Árið 1966 var höfnin fullgerð og tveimur árum seinna gat Knútur Karlsson framkvæmdastjóri frystihússins á Grenivík. „í framtíðinni þyrftum við að fá fleiri báta ef næg atvinna á að haldast“. VÍKINGUR frystihúsið farið að taka á móti fiski. Fyrir nokkrum árum kom mikill fjörkippur í útgerðina hérna. Þá voru gerðir héðan út fjórir stórir bátar, auk smábát- anna. Við fórum í það að byggja við frystihúsið til að geta mætt auknum afla og sú viðbygging verður vonandi tekin í gagnið mjög fljótlega.“ — Þegar þið ákváðuð að stækka frystihúsið voru gerðir héðan út fjórir stórir bátar. En í dag eru þeir aðeins tveir. Sitjið þið þá uppi með allt of stórt frystihús, eða hvað? „Ekki vil ég nú kannski segja það. Þegar við hófum þessa stækkun var full þörf á henni. Eins og málin standa í dag er allt of þröngt um okkur. Þó er það á mörkunum að við höfum nægan fisk. Það hefur verið hægt að halda uppi átta stunda dagvinnu sem er í sjálfu sér ákaflega gott. En við höfum ekkert saltað af báta- fiski og undanfarið hefur afli verið tregur. Það má segja að hér hafi útgerð, og þar af leiðandi aflabrögð gengið í dálitlum bylgjum undan- farin ár. Á meðan við höfðum fjóra stóra báta var full þörf á auknu rými hér í frystihúsinu. Uppistaðan í aflanum hérna hjá okkur kemur frá stóru bátunum. Svo koma trillurnar inn í þetta líka, en þeirra afli er miklu ótryggari og erfiðari í vinnslu. Trilluútgerð er alltaf að aukast hérna, einkum yfir sumartímann. Hér stunda þó menn sjóinn á trillum allt árið þótt það sé ekki mikið yfir vetrarmánuðina. Það má segja að trillufiskirí sé allt of ótryggt til að byggja atvinnu- rekstur á. Það þarf að koma fleira til. — Er það þá skuttogari sem er framtíðin? „Já og nei,“ svarar Knútur og hlær við. „í aðra röndina væri náttúrulega gott að hafa skuttog- ara, en okkur hryllir líka við þeirri tilhugsun að gera út slíkt skip. Það er meira en að segja það. En það er ekkert vafamál að við höfum betri aðstöðu en margir aðrir til að gera út skuttogara. Togararnir eru að sjálfsögðu lang öruggastir til að skapa stöðugt hráefni. Það væri ákaflega æskilegt ef hráefnið væri til helminga togarafiskur og báta- fiskur. Það þýddi minni sveiflur í atvinnulífinu, meira öryggi og stöðugri atvinnu. En ég held að það sé ekki eftirsóknarvert að taka þátt í togaraævintýrinu eins og málin standa í dag. Ég hef trú á því að við eigum að byggja upp okkar fiskiðnað á smærri bátum. Það er ekki gott að segja í dag hver þróunin verður í útgerðar- málum hér á Grenivík í framtíð- inni. Suður í Grindavík er fyrir- tæki sem héðan er ættað og hefur þrjá eða fjóra báta á sínum vegum. Einn af þessum bátum var gerður héðan út í haust en er nú kominn suður á vertíð. Hvort hann kemur austur hingað norður er aldrei að vita. Þetta ræðst svo mikið af aflabrögðum hverju sinni. Á undanförnum árum hefur þorpið byggst mikið upp. Fólk vill setjast hér að. Forsendan fyrir því 29

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.