Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Blaðsíða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Blaðsíða 31
Maður er svo vanafastur — hlýtt á brot úr sjávarsymfóníunni eftir Gud Þar sem gamla steinbryggjan á Grenivík skagar fram úr fjörunni, standa heldur hrörlegir beitninga- skúrar líkt og minnismerki um liðna tíð. Þegar ég geng fram á bryggjuna kemur styggð að hópi æðarfugla sem hafði verið að svamla í fjöruborðinu. Eitt augna- blik líta fuglamir á mig líkt og þeir kannist ekki við þennan mann; eins og þeir séu á báðum áttum um það hvort þeir eigi að hörfa eða vera kyrrir. Andartaki síðar hafa þeir tekið ákvörðun. Þeir göslast tugum saman frá landi og berja vængjum sínum ofan á lygnan sjávarflötinn. Sumum er svo mikið í mun að komast í burtu frá þessu ókunnuga andliti, að þeir leggja það á sig að hefja sig til flugs og Jóhann Stefánsson 72 ára og stundar sjó- inn af fullu kappi. Hér stendur hann með tónsporta lífsins í hendinni og benslar í takt við hljómfallið utan við gluggann. VÍKINGUR setjast nokkru utar á víkina. Þeir kjarkmeiri láta sér nægja að flögra fram fyrir bryggjuhausinn. Þar setjast þeir og bíða þess að ró fær- ist yfir. Mávarnir fljúga gargandi um loftið og skima eftir æti í fjöru- borðinu. Annað veifið steypir einn og einn fugl sér niður og kroppar í eitthvert æti sem mannsaugað fær ekki séð. Það eina sem gefur til kynna að líf sé að finna í þessum gömlu skúrum í byrjun marsmánaðar, er reykurinn sem leggur frá röri á einu þakinu. Ég ákveð að líta inn í þennan skúr og vita hvort ég næ ekki tali af einhverjum. Þegar ég opna skúrdyrnar mætir mér gamalkunnugt andlit. Þetta andlit hef ég oft séð áður, en aldrei á þurru landi. Það er eins og mér finnist það tilheyra einhverri trillu úti í Gjögrahrygg, frammi á Rifshorni eða í Austurálnum. Jóhann Stefánsson er orðinn 72 ára gamall, þótt fátt í fari hans gefi til kynna að svo sé. Hann hefur stundað sjósókn frá Grenivík frá því hann var strákur og alla tíð átt þar heima. „Maður byrjaði í línu sem smá- polli og fór svo á sjóinn um leið og fært þótti,“ sagði Jói og lagði frá sér netanálina. „Á Grenivík voru ekki nema þrjú eða fjögur kot þegar foreldrar mínir settust hér að upp úr aldamótunum. Þó var hér þjónandi prestur. Það var séra Árni Jóhannesson. Hann bjó á prestsetrinu Grenivík sem er gömul landnámsjörð. Kirkjan er smíðuð 1885 og var í fyrstu stað- sett inni í Höfða, en síðan flutt hingað úteftir. Séra Ámi er eini presturinn sem hefur setið hér á Grenivík. Eftir að hann dó árið 1927 var Grenivíkursókn samein- uð Laufásprestakalli og þar hefur okkar prestur síðan setið. Það held ég nú.“ — Hefur þér aldrei dottið í hug að flytja frá Grenivík? „Nei, nei,“ svaraði Jói og hló. „Maður er svo vanafastur, vill helst alltaf vera á sömu þúfunni. Undanfarin ár hef ég verið einn að dunda þetta á tæplega 6 tonna trillu sem ég lét dekka. Á sumrin er maður á færum, en svo ræ ég alltaf með línu á haustin og fram yfir nýárið. Ég fór síðasta róður- inn minn 16. desember, en byrjaði svo aftur á afmælisdaginn minn 2. janúar." — Þér hefur ekki þótt ástæða til þess að vera í landi þótt þú hafir átt afmæli? „Nei, nei. Ég átti beitt og það var gott veður, þannig að það var lítið að gera í landi. Það er aldrei betra að róa en á afmælisdaginn sinn!“ — Hvernig hefur fiskiríið verið að undanförnu? „Það var svolítið kropp á línuna í janúar en svo dó það alveg út. Hérna um daginn gerði ég þann versta róður sem ég hef gert á ævi minni. Ég reri hérna út og vestur með 18 stokka og fékk einn þorsk og einn steinbít! Ja, þvílíkur and- skotans, bölvaður þurrkur! Ég hugsa nú að þessi dauði sé mikið til selnum að kenna. Það ber óvenju mikið á honum í vetur. 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.