Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Blaðsíða 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Blaðsíða 39
Netatúr meö Blíka EA12 frá Dalvík —Rætt viö Matthías Jakobsson skipstjóra um kvótakerfi, opnun friöaöra svæda o. fl. Að kvöldi 4. mars brá ég mér um borð í Blika EA 12 sem var að landa við hafnargarðinn á Dalvík. Matthías Jakobsson skipstjóri var uppi í brú og fylgdist með löndun- inni. Afli var 7 tonn af tveggja nátta fiski. Ég kom mér strax að efninu og spurði Matthías hvort ég mætti ekki fara með þeim einn túr, svona rétt til þess að anda að mér fersku lofti og skoða múkkana. Erindið var auðsótt. Það átti að fara klukkan tvö. „Þekkirðu þennan fír?“ spurði Matthías og benti á ungan mann sem stóð úti í horninu á bak og klóraði sér í yfirvaraskegginu. Nei, ég kannaðist ekki við hann. „Þetta er kokkurinn okkar, Matthías Jakobsson skipstjóri á Blika EA 12. „Það þarf að hrófla við friðuðu svæð- unum annað slagið, hreint og klárlega að plægja þau upp eins og tún eða akur“. VÍKINGUR Jarlinn af Móafelli... besti kokkur í öllum flotanum og þótt víðar væri leitað. Honum finnst lítið til máltíðar koma ef hún er bara þríréttuð... þá skammast hann sín bara og fæst ekki til að brosa nema út í annað. Honum líður ekki vel nema réttirnir séu fimm til sjö í hverri máltíð. En þá liggur líka vel á djöfsa! Ég get sagt þér það drengur minn að kokk- arnir á Hótel Loftleiðum yrðu grænir af öfund ef þeir kæmu til hans í mat í hádeginu. Þeir eru bara gufur samanborið við Jarlinn af Móafelli!“ Þegar klukkuna vantaði fimm- tán mínútur í tvö um nóttina, var ég mættur um borð í Blika. Fyrst leit ég inn í borðsal en þar var engan mann að sjá og ekki heldur uppi í brú þegar ég kom þangað. Ég lagðist út í glugga og virti fyrir mér ljósin í þorpinu. Húsin sváfu, hvergi sást til mannaferða. Allt í einu varð ég óþolinmóður. Hafði ég kannski tekið vitlaust eftir? Átti ég kannski að mæta klukkan fjögur eða jafnvel fimm? Mér leist ekkert á hvað mennimir voru óstundvísir. Nú vantaði klukkuna fimm mínútur í tvö. Þá heyrði ég umgang aftur í bestikki og einhver stundi: Jæja . .. það er bara svona .. . Það var þá sjálfur kapteinninn. Matthías hafði ekki farið heim um kvöldið, heldur hallað sér á bekk- inn aftur í bestikki þegar búið var að landa og ganga frá. Sömu sögu var að segja um aðra áhafnar- meðlimi; enginn hafði farið heim að lokinni Iöndun, heldur skriðið beinustu leið í koju. Áður en ég vissi af var Matthías kominn upp á bryggju og búinn að losa að framan. Þegar hann hafði gengið frá fangalínunum bæði að aftan og framan, stökk hann um borð og kom upp í brú. Síðan var bakkað frá bryggju. Við vorum fyrstir báta á sjó þessa nótt. Trossurnar voru allar austur af Grímsey þannig að við áttum fyrir stafni ca. fjögurra tíma stím. Þegar báturinn var kominn á stefnuna var sjálfstýringin sett á og innan tíðar skreið Bliki á fullri ferð úr fjörðinn. Framundan blikkaði Hrólfskersviti og sendi ljóskeilu út í myrkrið, afturundan glitruðu ljósin á Dalvíkinni sem urðu smærri og smærri; runnu loks saman í eina heild og mynd- uðu gula ljósræmu undir blá- svörtum fjöllum. Eftir að við Matthías höfðum fengið okkur kaffi í krúsir spurði ég hann að því hvemig mönnum hefði litist á þessa útgerð hjá þeim til að byrja með. Við vorum tveir uppi í brú og létum sjálfstýring- una um að halda bátnum á réttu striki. — Þótti það ekki einkennileg ákvörðun hjá mönnum á besta aldri að hætta í góðum plássum og fara að gera út 20 tonna dekkbát? „Jú, blessaður vertu, mönnum leist ekkert á þetta,“ svaraði Matthías og fékk sér í vörina. „Vinur minn Jón Sólnes sagði nú þegar við vorum að byrja á þessu, að þetta gæti aldrei blessast, að svona útgerð væri alveg vita and- 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.