Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Síða 52

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Síða 52
tíma, gildir áfram hámarks fjar- verutími sem að framan segir. Um hafnarfrí á skuttogurum: Á skuttogurum skal skipverjum tryggt þriggja sólarhringa hafnar- frí yfir jólahelgina sé skip á veið- um fyrir heimamarkað. Sé skut- togari hins vegar á veiðum fyrir erlendan markað skulu skipverjar fá þriggja sólarhringa hafnarfrí að söluferð lokinni. Sama gildir ef skip hættir við siglingu. Nú breytist til lengingar samn- ingsbundinn tími hafnarfrís, skal þá tilkynna skipshöfn með minnst fjögurra klst. fyrirvara breyttan brottfarartíma. Sé skipið ekki tilbúið til brott- farar klukkustund eftir tilkynntan brottfarartíma, og sökin er út- gerðarinnar, skal ákveða nýjan brottfarartíma sem ekki nemi skemmri tíma en 4 klst. Þegar hafnarfrí eru gefin, skal gilda sú aðalregla, að útgerðar- maður sjái um, að vélstjórar þurfi ekki að hafa eftirlit með skipi. Þurfi vélstjóri að hafa eftirlit með skipum, skal þeim greitt kaup samkvæmt launaskrá samnings- aðila þessa. Auk þess skal útgerðarmaður sjá vélstjóra fyrir fari, ef hann þarf að fara á milli byggðarlaga í eftir- litsferðir. Um hafnarfrí á síld-, kolmunna- og loðnuveiðum: Sé skip á loðnu-, kolmunna- eða síldveiðum með nót eða reknetum fjarri heimahöfn, og áhöfn ekki komið til heimahafnar í 4 vikur (28 daga) skal þá veita þeim er samningur þessi tekur til 2ja sól- arhringa frí í heimahöfn einu sinni á vertíð. Útgerð greiðir ferða- kostnað til og frá heimahöfn, og frítaka telst hafin þá komið er til heimahafnar. Komi skip í heimahöfn innan þessara fjögurra vikna til losunar á afla og stansar skemmri tíma en 24 52 klst. skerðir það ekki rétt skipverja til leyfis skv. 1. mgr. Á síldar-, kolmunna- og loðnu- veiðum skulu skipverjar hafa frí sem hér segir: Á nýársdag, föstu- daginn langa, páskadag, 1. maí, sjómannadaginn, aðfangadag jóla, jóladag, annan jóladag, svo og gamlársdag frá kl. 16:00. Eftir að löndun síldar lýkur skulu skipverjar hafa 24 klst. frí þegar landað er í heimahöfn. Stansi skip í 24 klst. eða lengur í heimahöfn af einhverjum ástæð- um skal útivist reiknast frá brott- farartíma skipsins. Um tryggingar: Um líf- og örorkutryggingar fer samkv. lögum nr. 108/1972, sbr. lög nr. 25/1977. Upphæðir bóta samkvæmt bráðabirgðaákvæði laganna skulu endurskoðaðar tvisvar á ári, 1. janúar og 1. júlí og skulu þá breytast í réttu hlutfalli við breytingu á vikukaupi í al- mennri verkamannavinnu. Um róðrafrí á landróðrabátum og helgarfrí: Á tímabilinu frá 1 jan. til 31. mars skal sjómönnum á netabát- um tryggt eitt helgarfrí og að auki 24 klst. hafnarfrí einu sinni í mánuði. Inn í þessi frí mega koma tafir vegna veðurs. Palli var búinn að vera giftur í sjö ár. Eitt sinn hittir hann Jóa fyrir utan kaupfélagið þar sem hann er að spóka sig með litlum en fjör- legum hvolpi. „Hann er aldeiiis skemmtilegur þessi,“ segir Palli. „Ég fékk hann fyrir konuna mína,“ svarar Jói. „Hvað segirðu. Hvar er hægt að gera svoleiðis býtti?“ ★ Síðast þegar hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar var með hæfi- leikakeppni á Hótel Sögu, kom til hans einn eftirmiðdaginn maður frá Bíldudal með hvolpsanga undir hendinni. „Þessi hvolpur getur leikið á píanó og sungið Island ögrum skorið eins og ekkert væri,“ segir Bílddælingurinn. Og viti menn, hvolpurinn tekur lagið og syngur ekki ver en Ingibjörg Þorbergs. En þar sem hljóm- sveitarstjórinn situr agndofa eftir þessa uppákomu, ryðst inn til þeirra tík ein grimmdarleg, læsir kjaftinum í hnakkann á hvolpn- um og er horfin með hann á brott áður en varir. „Hver skrattinn var nú þetta,“ stynur músíkantinn upp úr sér loksins þegar hann fær málið. „Ja, þetta var nú móðir hans,“ segir Bílddælingurinn, „hún vill víst endilega að hann verði læknir.“ ★ Gömul amma tók upp á því að taka inn pilluna. Hún vildi ekki eignast fleiri barnabörn. ★ Nokkrir sagðir af Reykvíkingum: Veistu hvernig þú getur fengið Hafnfirðing til þess að brenna á sér nefið? Hringdu í hann þegar hann er að strauja. VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.