Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Side 55

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Side 55
Guðjón Sveinsson: Hundavakt Dagurinn hafði þokað fyrir nóttinni og myrkrið lá yfir hafinu, blásvart og kyrrt. Nokkrar stjörn- ur tindruðu milli skýjabólstra, sem höfðu sett kúrsinn til suð- vesturs, dökkir og þungbúnir. þeir boðuðu storm. Síldveiðiflotinn var hættur að leita og lét reka. Á annað hundruð skipa voru saman komin á tiltölu- lega litlu svæði og til að sjá minnti hann á dálitla borg. Yfir þessari borg var sérstakur ævintýrablær. Hvít, rauð og græn ljós blikuðu, blikkuðu og sveifluðust án afláts. Dökkur hafflöturinn endurspegl- aði öll þessi litbrigði í síkvikum fleti sínum og þessir flöktandi ljósstafir teygðu sig eins og leit- andi fingur út í þennan botnlausa sorta, sem lá yfir hafinu austur af íslandi. Þeir megnuðu lítið í þess- ari óravíðáttu. I þessum flöktandi ljóskeilum sáust múkkarnir. Þeir snerust þar snarborulegir á svip og þvöðruðu á sínu sérkennilega tungumáli. Þeir kunnu sýnilega vel við sig í þessari borg, veltu spekingslega vöngum og voru fljótir að grípa hverja ögn, sem skolaðist af borðum bátanna. En eins og annars staðar er baráttan um lífsbjörgina hörð og þess vegna voru innbyrðis deilur óum- flýjanlegar. Marglyttan seig hægt fram hjá og tók á sig fjólubláan blæ frá ljósunum, minnti á sjald- séðan dýrgrip og var því ein mesta prýði þessarar borgar í hafinu. Það voru vaktaskipti. Hunda- vaktin var að koma upp. Þeir voru saman á henni Gráskeggur og Táningur. Sá fyrrnefndi gamall sjóhundur með siggharðar hend- ur, hinn nýliði til sjós með hýjung á efri vör og höku. Gráskeggur kom aftur gangbrettið þungum, ákveðnum skrefum. Andlit hans var skarpleitt og veðurbitið, Höfundurinn, Guðjón Sveins- son í Breiðdalsvík, sem hér sést ásamt einum sona sinna, er landskunnur fyrir bama og unglingabækur sínar. Hann lauk prófi úr Stýrimannaskól- anum 1961, og hefur verið mikið til sjós sem háseti og stýrimaður, og þekkir því sögusvið þessarar sögu vel af eigin raun. Síðan hann fór í land 1964 hefur hann helgað sig búskap, félagsmálum, og ritstörfum, og er nú oddviti Breiðdalshrepps, þar sem hann býr ásamt konu sinni Jóhönnu Sigurðardóttur og fimm böm- um þeirra hjóna. kjammarnir alsettir silfurgráum skeggbroddum. Táningur pauf- aðist á eftir grannur og læpuleg- ur, setti í herðarnar og geispaði langt. Þeir tóku sér stöðu við sinn hvorn brúargluggann og horfðu á þvaðrandi múkkana og fjólubláar marglytturnar í skini ljósanna. Brátt rétti Táningur sig upp, dró upp sígarettupakka og rétti að Gráskegg. — Viltu reykja? spurði hann. Gráskeggur leit um öxl. — Sama og þegið. Ég ætla að halda mig við skrotugguna í þetta sinn, svaraði hann og til að gefa þessari yfirlýsingu nánari áherslu, spýtti hann mórauðu út í myrkrið. — Djöfuls lyst. Táningur kveikti í rettunni, fleygði logandi eldspýtunni út um gluggann, gaut síðan augunum á skýjafarið. — Heldurðu að hann sé ekki að bræla upp? spurði hann svo. — Bræli. Tja, ég veit ekki. Það er svo teygjanlegt hugtak nú til dags. Hann er svo sem vindlegur. — Ég vildi að það kæmi ærleg bræla. Þá kæmist maður kannski á ball. Gráskeggur svaraði ekki, opn- aði dyr brúarinnar og pírði út í myrkrið. Það var farið að kalda og fjarlægur niður barst til eyrna. Gráskeggur eins og þefaði út í loftið, gráspengt hár hans bærðist í súgnum. Svo lauk hann aftur dyrunum og mælti lágt: — Hér fyrr meir hefði verið farið að lóna til lands. En þá voru nótabátar í spilinu. Nú þarf aldrei að keyra í land þótt bræli. Hann spýtti aftur mórauðu og strauk hökuna. — Ég hef ekki komist á ball í 55 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.