Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Side 59

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Side 59
„Hvar er ég” Fyrirtækið Furamo hefur ný- lega hafið framleiðslu á nýrri gerð af tölvulóran. Framleiðandinn kallar tæki þetta nýtt svar við gamalli spumingu, spurningunni: „Hvar er ég“. Tækið á að fullnægja kröfum bandarísku strandgæslunnar um loran C móttakara, en Banda- ríkjamenn hafa sett reglur um að öll skip 1600 brúttólestir eða stærri skulu búin loran C móttak- ara. Loran tækið er auðkennt með stöfunum LC 30. Aðalhlutar þess eru LC-200 móttakari og LC-3000 vinnslu/sjóntæki (processor/dis- play unit). LC-200 móttakarann má nota án LC-3000, en þá gefur hann aðeins lorantölur. LC-3000 umreiknar lorantölurnar í breidd og lengd, sem birtist síðan á skjá þess tækis. LC-30 sýnir þá hvor- tveggja í senn, lórantölur og breidd og lengd og gerir lórankort og töflur óþarfar. Með LC-200 móttakaranum má í stað LC-3000 nota FSN-21B sem er vinnslu/sjóntæki fyrir gervitunglamóttakara sem þá verður að fylgja með. Þessi tæki samtengd gefa aukna möguleika á nákvæmari staðsetningu. Ef tíðni gervitunglanna er lítil eða skipið hefur hvorki gýrókompás né ná- kvæman vegmæli kemur loran- móttakarinn að góðum notum. Við LC-200 móttakarann er hægt að tengja FP-21F leiðarrita (track-plotter) eða GD-102 myndrita (video-plotter). Skjár GD-102 er eins og sjón- varpsskjár og sýnir mynd sem lík- ist staðarlínukorti. Hægt er að velja mælikvarða kortsins og einnig hve oft staðsetning skipsins er sett út. Séu staðsetningapunkt- amir nægilega þéttir, mynda þeir línu sem er þá leið skipsins yfir sjávarbotninn. Með þessu tæki er einfalt að fylgjast með því hvort sigling skipsins kemur heim við leiðina sem fyrirhuguð var. Á skjánum eru breiddarbaugar og lengdarbaugar og hægt er að setja inn ýmsa punkta, svo sem hvar breyta skal stefnu, hvar festur eru á sjávarbotni og baujur o.fl. Við myndritanna er hægt að Tækninýjungar VÍKINGUR 59

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.