Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1982, Page 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1982, Page 12
Niels Jensen ræðismaður íslands í Hirtshals. tíu sinnum stærri eða 580 þúsund fermetrar. Þá má geta þess að ferja gengur dag hvern á milli Hirtshals og Kristiansand í Noregi. Vinnuveitendur í Hirtshals buðu Víkingi að heimsækja bæinn nú fyrir skömmu, til þess að minna íslendinga á, að bærinn væri enn á sínum stað eins og einn Dananna komst að orði. 95% bæjarbúa í störfum tengdum sjávarútvegi Þeir aðilar sem þjóna sjávarút- vegi í Hirtshals hafa með sér óformleg samtök og formaður þeirra er Paul Nielsen fram- kvæmdastjóri Hritshals Vod- og Trawlbinderi. Aðrir í stjórn með honum eru Ole Ejstrup, Tage Christiansen, Peter Schalts og Gert Essing. Þeir tjáðu okkur, að það hafi verið snemma á þessu ári, sem þeir hefðu stofnað þennan félagsskap, í því skyni, að styrkja rekstur fyrirtækja kringum höfn- ina í Hirtshals. „Hér bjóðum við upp á allt sem þarf til að þjóna sjávarútvegi,“ segir Paul Nieísen. „Héðan eru gerðir út 250 bátar af stærðinni 5 til 1200 tonn og nota þeir öll þekkt veiðarfæri nema línu. Danski nótaflotinn er allur gerður út frá Hirtshals, en segja má að 95% bæjarbúa sé í störfum tengdum sjávarútvegnum og er bærinn því ekki ólíkur því sem gerist á íslandi.“ Paul Nielsen segir að í Hritshals séu mörg stór verkstæði og auk þess sem þau þjóni heimaflotan- um þá sjái þau um viðhald á fjöl- mörgum skoskum, sænskum og norskum bátum eins og fyrr er getið. Til dæmis hefur verið byggt yfir fjölda sænskra báta í Hirtsh- als, en alls munu um 500 manns vinna við þjónustugreinar á Hirtshals höfn. „Hér höfum við lagt áherslu á að þjóna fiskiskipa- flotanum fyrst og fremst og höfum við það fram yfir aðrar skipa- smíðastöðvar í Danmörku að við höfum einbeint okkur að fiski- skipum,“ segir Nielsen. 70% af veltunni kom frá íslendingum Peter Schalt rekur fyrirtækið Hirtshals El- og motorservice. Hann byrjaði einn á höfninni fyrir 20 árum, en rekur nú stórt verkstæði með 9 manns í vinnu. Segir hann að stór hluti verkefna hjá fyrirtækinu sé að yfirfara og gera upp allskonar rafala og eins „regulatora.“ Þá sé fyrirtækið alla VÍKINGUR Útgerðarmenn Islandi Allt til skipaviögeróa Gerum meðal annars við hliðarskrúfur, viðvörunar kerfi. Seljum og göngum frá Ecomatic olíunýtni- mælum. Hreinsum rafmagnstöflur. Vinnum eftir kröfum flokkunarfélaganna. — Gerum tilboð í viðgerðir og breytingar. jens bertelsen Lögggiltur rafverktaki — Horne — Sími: 08- 94 95 11 Bílasími: 04 95 15 94

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.