Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1982, Page 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1982, Page 37
menni um borð í fiskiskipum. Til dæmis vélmenni um borð í tún- fiskbátum. Eru vélmennin útbúin með stöng til þess að veiða túnfisk. Færibönd, lyftur og kranar af öllum stærðum og gerðum eru í notkun í dag og er það vel. Og vonandi er þess ekki lengi að bíða að hægt verði að selja aflann í gegnum talstöð eða tölvuskjá. Mannskapurinn mun þá koma aflanum fyrir í gámunum tilbún- um til flutninga til fiskvinnslu- stöðvanna. Og ef við höldum áfram þróuninni með yfirbyggða báta og skip þannig að mannskap- urin geti nánast verið á inniskóm við vinnu sína um borð þá höfum við ekki aðeins aukið velferð sjó- manna heldur einnig gæði aflans. Svo mörg voru orð Jan Olofs Traung og að lokum kemur erindi Anders Endals en það hét: „Hvað ber framtíðin í skauti sér — Möguleikar vandamál.“ Það sem ógnar heiminum í dag er yfirvofandi skortur á mat og orku. Báðir þessir þættir skipta miklu máli í valdatafli stórveld- anna og enginn veit sín örlög og ástandið getur breyst á skömmum tíma. Báða áðurnefnda þætti þ.e. mat og orku er að finna á land- grunninu okkar. Og báðir þessir þættir skipta miklu máli um af- komu jarðarbúa. Á meðan ástandið er slíkt í dag að iðnvæddar þjóðir greiða verð fyrir olíu sem fyrir aðeins 10 árum síðan var óheyrilega hátt, þá hafa þeir sem þarfnast matar allra mest ekki efni á því að greiða það fyrir mann sem kostar okkur að framleiða hann úr hafinu. En þetta getur breyst á skömmum tíma. Gamalt kínverskt máltæki segir: „Mettur magi er fullkomnun, allt annað er munað- ur.“ Við sem búum í hinum vest- ræna heimi gleymum oft í dagsins önn hinum blákalda sannleika þessara orða. Við gleymum því líka að mannkynið tvöfaldast á VÍKINGUR næstu 20-30 árum, og möguleik- arnir á aukinni matvælafram- leiðslu eru örsmáir. Þó að orku- vandamál heimsins séu að öllum líkindum leysanleg getum við ekki sagt hið sama um matvælavanda- mál heimsins. Það er allt sem bendir til þess að fiskistofnar heimsins muni leika aðalhlut- verkið í spilinu um takmarkaða fæðu til handa mannkyninu. Þess vegna er það mikilvægt að hugsa sig vel um við ákvarðanatöku þannig að við týnum ekki lyklin- um að þeirri matarkistu sem hafið er. En til þess að geta gert sér sem besta mynd af framtíðinni er nauðsynlegt að hafa innsýn í nútíð og fortíð. Lítum því aðeins á nokkuratriði í því sambandi. Ein- faldir útreikningar sýna að fram- leiðsluaukning pr. sjómanna við nótaveiðar hefur 8-9 faldast síðan um stríð og við togveiðar 4 faldast. Þessar tölur gefa mjög einfalda mynd af þróuninni sem þakka má nýrri tækni, betri veiðarfærum, tækjum og skipum. En þetta hefur líka leitt af sér ofveiði mikilvægra fiskistofna, sem við reynum nú að byggja upp aftur. Fjöldi veiðiskipa í Noregi í dag er um 26000. Um 8000 eru yfir- byggð og aðeins 3700 eru gerð út allt árið. Það eru þessi skip sem jafnframt taka stærsta hluta afl- ans. Vinnudagur sjómanna er langur og fjárhagslegur þrýstingur gerir það að verkum að mörg fiskiskip hafa meir en 300 út- haldsdaga á ári. Þó að sjómenn séu ekki á hafi úti allt árið um kring þá er sjómennska þrælavinna með langan vinnudag og er unnið við feykierfiðar vinnuaðstæður. Sjó- rnenn eru líka sú stétt sem hefur hæstu sjúkdóma og slysatíðni. Orsakir þessa segja sig sjálfar. Fiskiskip er erfiður vinnustaður, stöðug hreyfing og stór hluti flot- ans eru gömul og óhentug skip. Endurbygging og breytingar leiða oft til þess að skipin verða óhent- ugari og óöruggari bæði hvað varðar vinnu og sjóhæfni. Afli og veiðar Fiskistofnarnir verða ávallt bit- bein ólíkra hópa. Fiskifræðing- arnir ætla að okkur muni í fram- tíðinni takast að veiða 1,0 milljón tonn þorskfiska (þorskur, ufsi, ýsa og þess háttar). Þeir eru þó ekki viljugir að gefa upp hvenær það getur skeð. Við höfum enga tryggingu fyrir því að svo verði og því getur farið svo að aflinn haldi sér á sama stigi og áður þ.s. 6-700000 tonn. Síldarstofnarnir eru sem kunnugt er ofveiddir og er óvíst hvort okkur tekst að byggja þá upp. Kolmunni er fisktegund sem býður upp á aukna veiði en hér vantar nýja tækni svo hægt sé að auka aflann. Það er mikilvægt að undirstrika að uppbygging fiskstofnanna og aukinn aðgangur að fiskstofnunum eykur aflann og þar með minnkar olíukostnaður- inn og framleiðnin eykst. George Pompidou fyrrum Frakklandsforseti sagði að það væru 3 leiðir til glötunar. Sú fyrsta væri fjárhættuspil — það er sú fljótasta, sú önnur væri kvenfólk — það væri sú þægilegasta og sú þriðja væri tæknivæðing — það væri sú öruggasta. Það er mikið rétt í þessum orðum, við sjáum hvernig við höfum farið með síld- arstofninn, tæknin bókstaflega át upp síldarstofninn, og tæknin ger- ir okkur kleift að gjöreyða hvaða fiskistofni sem er í heiminum. Tækniþróun innan sjávarútvegs á að tryggja okkur matvæli í fram- tíðinni, bæta vinnuaðstöðu, stytta vinnutíma og tryggja sjómönnum mannsæmandi lifibrauð. Hvað varðar fiskitækni innan Noregs erum við í fremstu röð og getum við því ráðið ansi miklu um það hvernig tækniþróunin verður. Veiðarfæri og meðhöndlun Ætla má að auka megi hag- 37

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.