Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1982, Side 72

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1982, Side 72
að kenna, en því voru þá þessir vinir manns í „háloftunum“ að telja manni trú um það, að maður græddi, sko á því að lifa sparlega og leggja á banka. Þegar Magnús hafði endanlega fengið bætur í áunnum fríðindum í „Kerfinu“ var útkoman þessi. Lífeyrissjóður október greiðsla 1982 kr. 1.350.00 Ellilífeyrir október greiðsla 1982 kr. 2.250.00 Alls kr. 3.600.00 kr. fyrir septem- bermánuð, og var það í umslagi í brjóstvasa hans. Nú víkur sögunni að Jóni í „háloftunum“ alþingismanni, leiðir þeirra félaga skildu eftir Gagnfræðaskólanám, eins og fyrr segir. Jón var ekki gefinn fyrir líkamlega vinnu, honum líkaði ekki volkið á sjónum og fannst gjaldeyrislyktin af sjófanginu slæm. Hann menntaði sig því í samvinnuskóla og dreif sig af krafti í „pólitíkina“ og allskonar félagsmál, sem áttu að verða vinnandi fólki til lands og sjávar til góðs. Jón átti gott með að tjá sig, og kom sinni ár vel fyrir. Hann komst hæst í mannvirðinga stig- ann, er hann var kosinn þing- maður og sat á alþingi nokkur ár. Talinn góður og réttsýnn þing- maður, en engin kempa sem af bar, enda eru þær víst vand- fundnar orðnar á þessari virðu- legu stofnun, kempur sem þora að setja sitt eigið strik að ákveðnum fiskimiðum og standa eða falla með sinni ákvörðunartöku. Sem sagt það gerðust engin kraftaverk hjá Jóni, eins og átti nú reyndar að gerast, þegar hann var að halda ræður yfir hausamótunum á fé- lögum sínum á uppvaxtarárunum. En Jón varð gamall ekki síður en Magnús því þeir voru jafn- Hirtshals Værft a/s Við rekum eigin þurrkví, verkstæöi, krana og fullkominn verkfæralager. Þurrkvíin tekur skip allt aö 65X13 metrar, eöa 1600 tonna eigin þyngd. Kraninn þjónar allri þurrkvínni og hafnarbakkanum sem er 180 metrar aö lengd. Vélaverkstæöiö er nýtt og búiö fullkomnustu tækjum til stálviðgerða (tjóna- og flokkunarviógerðir), vélaviögeröir. Sandblástur og málmsprautun. Vió erum í sambandi vió fjölmargar aðrar skipasmíöastöðvar, þar á meöal Aalborg Værft A/S. Frekrikshavn Værft A/S, Ove Christensen Maskinfabrik A/S Hirtshals o.fl. Vió vinnum hratt og vel Viö vildum gjarnan heyra frá þér. Þjónum stálskipum, sem sigla meðfram Jótlandsströndum og ' Norðursjó. telex: 67766 sími: 08-94 30 44 Jens Munksvej, Östhavnen, DK 9850 Hirtshals. 72 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.