Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1982, Side 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1982, Side 7
Kanada: 15.000 manns starfa nú hjá National Sea og Nickerson — Fyrirtækin nú með sameiginlegt sölukerfi Tveir stærstu fiskframleiðendur Kanada National Sea Products Ltd. og H.B. Nickerson and sons Ltd. hafa nú ákveðið að taka upp samvinnu í sölu- og markaðsmál- um. í samningi sem fyrirtækin hafa gert segir, að National Sea eigi að sjá um sölu og markaðsat- huganir um heim allan. í raun hefur samvinna þessara fyrirtækja verið mikil á undan- förnum árum, eða frá því að Nickerson keypti meiri hluta hlutabréfa í National Sea Products fyrir þremur árum. Eins og komið hefur fram, þá keppa þessi tvö fyrirtæki við Coldwater Seafood og Iceland Seafood á Bandaríkjamarkaði og eru þar erfiðustu keppinautar ís- lendinga. Þeir eru nú byrjaðir að þreifa fyrir sér í Evrópu. Nicker- son var áður með skrifstofu í Kristiansand í Noregi og nú hefur nafni þeirrar skrifstofu verið breytt í National Sea Products (Norway) A/S. Þessi skrifstofa verður eina skrifstofa fyrirtækj- anna í Evrópu á næstunni, en fyr- irtækin verða síðan með umboðs- menn í löndum eins og Svíþjóð og Frakklandi. Þá hefur komið fram í fréttum að National Sea hefur sýnt áhuga, á að byggja verksmiðju í Uruguay til framleiðslu á afurðum úr lýsing og smokkfiski. Skrifstofa National Products í Noregi á von á að þessar afurðir muni seljast vel á Evrópumarkaði. Evrópuskrifstofa fyrirtækjanna á ennfremur að sjá um kaup og sölu á fiskafurðum, sem fara um allan heim, en endurkaup og sala er nokkuð stór liður í rekstri fyrir- tækjanna. Um þessar mundir starfa í kringum 15.000 manns hjá Nick- erson og National Sea og eru starfsmennirnir staðsettir víða um heim. Kanadamenn reikna með að auka sölu á fiskafurðum til Evr- ópu til mikilla muna á næstunni og reikna þeir fyrst og fremst með aukningu í sölu á: humri, krabba, þorski, blálöngu, síld og akkar. Skrifstofa National Sea í Noregi hefur þegar selt töluvert af norsk- um laxi og urriða á markaði í Kanada og Bandaríkjunum. Hirtshals Köleteknik Gerum við kælitæki í skipum og í landi, erum þjónustuaðilar fyrir kæliskápa, frystikistur o.fl. í stuttu máli: Við önnumst viðhald á öllu sem snertir frost og kulda. Umboð fyrir Ziegra ísvélar. Framleiðir 100 kg til 20 tonn á sólar- hring. Hirtshals Köleteknik Havnegade. Sími 08-941916 Útgeröarmenn — vélstjórar. Önnumst allar raflagnir og viðgerðir í bátum, skipum og verk- smiðjum. Áratuga þjónusta við íslenskan sjávarútveg tryggir reynslu og öryggi frá sérþjálfuðu starfsfólki. VÍKINGUR 7

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.