Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1982, Blaðsíða 23
Nordursjávarmiðstööin í Hirtshals:
Stærsta sjávarútvegs-
rannsóknarstöð heimsins
— Tilraunatankurinn þegar í notkun
Um þessar mundir er í byggingu í Hirtshals í Danmörku, svo-
kölluð, „Norðursjávanniðstöð,“ eða Nordsöcenteret, sem verður,
þegar öllum byggingum er lokið einhver stærsta og fullkomnasta
fiski- og hafrannsóknarmiðstöð í heiminum. Alls verða byggingar á
svæðinu rösklega 15.000 fermetrar, en þær standa á 110.000 fer-
metra lóð, skammt frá höfninni í Hirtshals. Enn sem komið er hefur
aðeins hluti af þeim stofnunum, sem ætlað er aðsetur í Norður-
sjávarmiðstöðinni fengið þar aðsetur, eru það danska hafrann-
sóknarstofnunin og Dansk Fiskeriteknologisk Institut, en það
rekur nú fullkomnasta veiðarfæratilraunatank heims og var hann
tekin i notkun í september síðastliðnum.
▼
/
Sven Sverdrup Jensen. Bak við hann rísa
hús, sem eiga að tilheyra Norðursjávar-
miðstöðinni.
Alls munu 11 stofnanir og
rannsóknastofur hafa aðsetur í
Norðursjávarmiðstöðinni sem síð-
an skiptast í 13 deildir og eru þær:
1. Norðursjávarsafnið, sem er
dýrasafn, þar sem meðal annars
verður hægt að ala stærstu gerðir
sjávardýra í stórum búrum. Einnig
verður þar nútímalegt tækjasafn,
þar sem sýnd verða tæki og bún-
aður sem þarf við nútíma fisk-
veiðar, 2. Fiskitæknistofnunin
danska, sem skiptist í þrjár deildir:
það er tilraunatankurinn, sem áð-
ur er nefndur, Fiskveiðisimul-
atoravdeling, þ.e. fiskveiðisam-
líkideild, þar sem tölvur og ýmsar
gerðir af samlíkjum verða notaðar
við rannsóknir í siglingafræði,
fiskileit og fiskveiðum og Rann-
sóknahús, þar sem hægt verður
að stunda rannsóknir við bæði
hitabeltisloftslag og heimsskauta-
loftslag, 3. Rannsóknamiðstöð og
bókasafn í tengslum við hana, 4.
Fiskveiðiháskóli, 5. Hús atvinnu-
veganna, þar geta hin ýmsu fyrir-
tæki og samtök á sjávarútvegssviði
fengið leigða aðstöðu í lengri eða
skemmri tíma, 6. Danska haf-
rannskóknastofnunin, 7. Rann-
sóknastofnun sjávarútvegsráðu-
neytisins, 8. Álaborgarháskóli, 9.
Sameiginleg aðstaða, 10. Gistihús
fyrir þá sem munu stunda nám við
hinar ýmsu stofnanir innan Norð-
ursjávarmiðstöðvarinnar og 11.
Útitjarnir til rannsókna á mengun
og fiskeldi.
Norðursjávarmiðstöðin er
sjálfseignarstofnun sem komið var
á laggirnar 1979 af vinnuveit-
endasamtökunum í Hirtshals, sjó-
mannsamtökum Hirtshals og
Hirtshals bæ.
Markmiðið með byggingu
Norðursjávarmiðstöðvarinnar er
að reka stofnun til fiskveiði- og
hafrannsókna í Hirtshals til gagns
fyrir sjávarútveginn og atvinnulíf-
ið á staðnum. Hafist var handa
með byggingaframkvæmdir í lok
ár$ins 1980 og er áætlað að bygg-
ingaframkvæmdum verði að fullu
lokið 1983. Áætlaður bygginga-
kostnaðurer 140milljónirdanskra
króna og greiðir Efnahagsbanda-
lag Evrópu 40% byggingakostnað-
ar, auk þess sem það hefur útveg-
að stofnuninni hagstæð lán. Þá
leggur danska ríkið ákveðið fé af
mörkum til stofnunarinnar, auk
þerra aðila sem stóðu að stofn-
unni.
Blaðamaður Víkings var á
ferðinni í Hirtshals á dögunum og
kynnti hann sér þá fyrirhugaðan
rekstur Norðursjávarstöðvarinnar,
en menn í Hritshals eru mjög
VÍKINGUR
23