Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1982, Blaðsíða 35
vægi réttrar hönnunar fiskiskipa.
Og skipahönnuðir sem vinna með
lystibáta og flutningaskip verða að
viðurkenna að það krefst mikillar
þekkingar á sviði veiða og fisks til
þess að geta hannað fiskiskip. Það
krefst líka þess að þau skip sem til
eru í dag séu grandskoðuð og reynt
að bæta það sem betur mætti fara.
Veiðarnar í dag takmarkast af
ýmsum þáttum meðal annars
aflatakmörkunum, verði og fleiru.
Stærð fiskiskipa í dag gerir það að
verkum að hægt er að færa í land
mun meiri afla en áður. En það
þýðir ekki að við munum ekki
smíða ný fiskiskip næsta áratug-
inn. Það liggur ljóst fyrir að veiði-
ferðimar í framtíðinni munu
verða styttri og þess vegna
er full þörf á minni
skipum. Víða um heim hafa
því útgerðarmenn nú þegar
minnkað við sig. Þeir hafa fengið
sér 60 feta bát í stað 100 feta áður.
Svo stutta báta sem 60 fet er erfitt
að hanna þannig að þeir nái
góðri ferð með venjulegri
aðalvel'. Þeir eru einnig það
litlir að hætta er á því að
þeir verði hinir mestu velti-
dallar, í þungum sjó. Það verður
heldur ekki pláss fyrir eins manns
lúkara, sturtur og rúmgóðan
messa svo nokkur atriði séu tekin.
Auk þess eyða slíkir bátar miklu
eldsneyti í mótvindi. Þess vegna
hef ég trú á því að fiskiskip fram-
tíðarinnar verði þetta 80-100 fet
auk smábáta. En við megum ekki
gleyma því að mikilvægast er að
byggja fiskiskip sem eru hagkvæm
í rekstri og fara vel í sjó. 110 feta
bátur þarf venjulega rninni vélar-
styrk en 90 feta bátur til að halda
sömu ferð í mótvindi. Hinn háa
skrokkkostnað má minnka
með vali á minni aðalvél
sem leiðir svo af sér
lægri olíukostnað. Auk þess
lætur stærri bátur betur í sjó og
getur þess vegna veitt í hvers kyns
veðri. Aðalmál, það er lengd,
breidd og djúprista eru mikilvæg
til að ná sem hagkvæmastri olíu-
notkun. En það má ekki gleyma
því að ólík skrokkalögun getur
þýtt allt að 50% mun á olíunotkun,
jafnvel þó aðalmál skrokksins séu
hin sömu. Þess vegna er það ósk-
andi að með sífelldum tilraunum
og rannsóknum ætti okkur að
takast að hanna sparneytnari
fiskiskip en við höfum í dag. Ég
hef litla trú á því að trébátar komi
aftur inn í myndina. En ég hef trú
á léttmálmum og glassfiber til
notkunar við smíði báta og skipa.
Það væri einnig óskandi að við
gætum fundið upp ódýrari og ár-
angursríkari botnmeðhandlanir
en við þekkjum í dag. Ég hef litla
trú á fjölveiðibátum. Og það er allt
sem bendir til þess að vinsældir
þeirra séu dvínandi. Þessir bátar
eru of dýrir. En það eiga sér stað
athyglisverðar breytingar á véla-
sviðinu. Dieselvélarnar eru að
verða meira hreinar skipsvélar og
snúningshraðinn minnkar. Allt
niður í 150-200 sn. Auk þess eru
olíunýtnimælar að verða algeng-
ari. Einnig eiga seglin æ meiri
vinsældum að fagna.
Til þess að nýta sem allra best
hina miklu fjárfestingu sem liggur
í fiskiskipum í dag er nauðsynlegt
að athuga betur möguleikana á
tvö eða þrefaldri áhöfn. Kemur þá
til greina að skipta um áhöfn á
miðunum með hraðgengum bát-
um eða þyrlu. Einnig kemur til
greina að nota sérstaka hótelbáta á
miðunum þar sem áhafnirnar búa.
Einnig að nota sérstaka báta til
þess að flytja aflann í land. Mætti
þá vinna aflann að hluta til eða til
fulls á leiðinni í land.
Nú þegar eru vökvakranar
töluvert í notkun við veiðarfæra-
meðhöndlun og verða slíkir kran-
ar sjálfsagðir hlutir um borð innan
fárra ára. Vélmenni munu einnig
verða tekin í notkun. Japanir hafa
reyndar nú þegar byrjað með vél-
VIKINGUR
35