Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1982, Blaðsíða 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1982, Blaðsíða 33
kvæmari vélarnotkun og skrúfu- snúningur. Þegar hefur töluvert verið gert í þessa áttina til þess að spara eldsneyti. En hvað með minni toghraða. Hvað mun það þýða að minnka toghraðann niður í 1/10 úr mílu? Hversu mikil olía sparast við það og hversu mikill afli tapast við slíkan toghraða? Ég álít að ekki sé hægt að gera miklar breytingar til bóta hvorki á vörp- unni sjálfri eða hlerum. Auðvitað gengur að auka möskvastærð og nota reipi í vængi og toppbyrði. En aflinn eykst að sjálfsögðu ef skipsstjórnarmenn hefðu stöðuga vitneskju um það hvar fiskurinn heldur sig. Það skeður mikið inn- an fiskileitartækninnar í dag, tæk- in geta sýnt okkur bæði hversu mikið er af fiski og hve stór hann er. Ég hygg að okkur vanti ennþá frekar fiskviðvörunartæki. Tæki sem gefi okkur á svipstundu merki um það að hér sé fisk að finna. Kunnátta og tækni er til staðar í dag, það stendur á peningum og skipulagningu. En togveiðar eru eftir sem áður jafn áhugaverðar. En tveggja báta togveiðar hafa marga kosti fram yfir hina hefð- bundnu aðferð. Engin hleramót- staða og lengri grandarar sem leiða til aukins veiðiflatarmáls. Tveggja báta togveiðar reynast mjög vel í Norðursjó og má reikna með að framtíð togveiðanna liggi í tveggja báta vörpunni. Má reikna með því að kolmuni muni verða veiddur í framtíðinni með tveggja báta vörpu. Kemur þá sérstaklega til greina að hafa 3 báta saman þar sem einn tekur við aflanum og 2 toga. Gætu bátarnir skipst á allan tímann og við tog og aflamóttöku. Kemur sterklega til greina að nota lausan poka við slíkar veiðar. Þar standa Danir mjög framarlega. Skotar hafa líka gert merkar til- raunir með poka sem opnast á legg við togið þannig að möskvinn er ferkantaður við tog. Það þýðir léttari drátt og minna af smáfiski. En víkjum nú að nótaveiðum. Ekkert veiðarfæri sem notað er í miklum mæli í dag er eins af- kastamikið og snurpunótin. Hún kemur því til með að halda sinni stöðu sem vinsælasta veiðarfærið við veiðar á loðnu, brisling, makríl og síld (ef stofninn stækkar). Hvaða breytinga er að vænta við nótaveiðar? Búast má við fram- haldandi þróun sjálfvirkni við lagningu og innhalingu nótarinn- ar. Einnig má búast við því að næturnar verði fjölhæfari þannig að hægt sé að nota sömu nótina á grunnu og djúpu vatni. Og hvað varðar önnur veiðarfæri, eins og línu og net þá eykst stöðugt sjálf- virknin. Hvað varðar línu að þá er beitan sérstaklega spennandi. Tekst okk- ur að gera hana minni og tekst okkur að framleiða nothæfa gervibeitu. Ég hef mikla trú á því að svo verði og má því reikna með því að línuveiðar framtíðarinnar. verði stundaðar með gervibeitu. Krókarnir munu sjálfsagt breytast og ný efni í línu munu sjá dagsins BÁTAÁBYRGÐARFÉLAG VESTMANNAEYJA óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. ljós. Þess vegna er ekki óraunhæft að reikna með tvöföldun arðsemi línuveiða á næsta áratug. Neta- veiðar munu að öllum líkindum dragast saman m.a. vegna þess að hráefnið er ekki alltaf 1. flokks. En netaveiðar bjóða einnig upp á aukna sjálfvirkni. Þá fyrst og fremst við lagningu, drátt og losun á fiski úr netinu. Það er ekki mikið sem hægt er að segja um handfærin, við fáum stöðugt nýrri og fullkomnari rúllur og nýjar gerðir króka o.s.frv. En hvernig verður veiðunum háttað næsta áratuginn? Það er ekki hægt að gefa neitt ákveðið svar við þeirri spurningu. En ef við ætlum okkur að fá sama aflamagn að landi á næsta áratug eins og við fáum í dag verðum við að auka til muna veiðitæknirannsóknir hvers konar og auka tæknivæðingu. Og við verðum að gera það sjálf. Við getum ekki ætlast til þess að tæknin komi upp í hendurnar á okkur frá sjávarútveginum sjálf- um, veiðarfæragerð stendur höll- um fæti og stór hluti flotans rekinn með tapi. Ég hef trú á því að okkur takist að breyta þessu en þá verð- um við líka að taka til hendinni og það strax áður en allt er um sein- an. Erindi Jan-Olof Traung skipa- snríðastöðvarinnar í Gautaborg (TAMC) hét: „Fiskiskip níunda áratugsins — Hvað komum við til að hanna og smíða.“ Mikilvægustu atriðin sem út- gerðarmenn og hönnuðir skipa verða að gera sér grein fyrir næstu 10-15 árin eru: Aukinn afli vegna betri nýtingar fiskistofnanna. Aukinn oliukostnaður. Aðgangur að aukinni tækni. Færri sjómenn. Styttri vinnutími. Hönnun fiskiskipa Útgerðarmenn munu innan 15 ára gera sér ljósa grein fyrir mikil- VÍKINGUR 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.