Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1982, Blaðsíða 73
aldrar, og hann hafði drepið tím-
ann þennan sama dag, við að
sækja sínar áunnu krónur í til-
heyrandi sjóði ogkerfisskrifstofur.
Ellilífeyrir október greiðsla
kr. 2.250.00
Lífeyrissjóður október greiðsla
kr. 9.200.00
kr. 11.450.00
Magnús með 3.600,- kr.
Útkoma kr. 7.850,- Jóni í „háloft-
unum“ Alþingismanni í vil.
En nú skulum við fara bak við
alþingishúsið og fylgjast með vin-
um okkar á hvíldarbekknum. Jón
alþingismaður hefur orðið: Segðu
mér nú fréttir af þínum högum
„ljúfurinn“ það er svo andskoti
langt síðan ég hef frétt af þér, eða
eigum við kannski að væta kverk-
arnar aðeins fyrst og Jón klappar
nokkrum sinnum á stresstöskuna
sína, sem liggur á hnjánum hans.
Jú, ekki ætti það nú að skaða öðl-
ingurinn minn, enda stendur
maður nú ekki róðrum lengur, þó
háloftin lofi góðu með veðurút-
litið. Fallegur viskýfleygur gengur
síðan á milli þeirra nokkum tíma
og tóbakspontan hans Magnúsar
líka, svona til að hressa upp á
minnið. Já, Jón minn, það er nú
lítið að segja, það eru nokkur ár
síðan ég flutti hingað suður, og
alltaf hefi ég nú stundað sjóinn og
gengið bara þokkalega, víst af
gömlum vana. En nú er ég hættur
að róa, skal ég segja þér, það fæst
nú orðið ekkert nema smákóð og
ég hefi ekki skap í mér að drepa
þetta smælki sko. Nú maður á nú
líka svo mikið inni hjá „kerfinu“
Jón minn, að maður verður að
gefa sér tíma til að ná í það og
koma því í brúkið. Ég stóð nú í
þeim stórræðum í dag, að ná þessu
saman, og er nú með summuna
hér í brjóstvasanum, sem ég fékk
fyrir síðastliðinn mánuð, og
Magnús klappar á vasann. Já, já,
en ansi yljar þessi vökvi þinn
manni vel að innan. Enginn hafði
VÍKINGUR
heyrt Magnús bölva um æfina. Já,
gamli vinur við skulum þá gera
þessu skil, svarar Jón. Þögn varð á
nokkra hríð. En hvað er að segja
af þér Jón minn, ertu ennþá að
flytja ræður í þessu virðulega húsi.
Nei, vinurinn, ég stóð mig ekki
alveg nógu vel, og er dottinn upp-
fyrir. Ég skal trúa þér fyrir því, að
ég var að drepa tímann í dag, við
það sama og þú, og mitt mánaðar
uppgjör er nú hérna og hann
klappar á „stresstöskuna“. En
mikill aulabárður gat ég verið að
kaupa ekki tvo fleyga fyrst ég fór í
mjólkurbúðina á annað borð, en
þú skilur, maður átti nú ekki von á
að hitta þig „ljúfurinn". Jæja, það
er nú sanngjarnt að ég bjargi því
við félagi minn. Magnús seilist
niður í rassvasa sinn og dregur
upp koníaksfleyg, við skulum nú
sjá hvernig okkur gengur að af-
meyja þennan og ekki ætti inni-
haldið að vera verra. Nú skál vin-
ur, kannski að það losni um mál-
beinið á þér á eftir, þú ert ansi
fátalaður finnst mér, miðað við
fyrri kynni. Þetta var þér líkt
„ljúfurinn" kærar þakkir þetta er
aldeilis afbragð. Já Magnús minn,
ég verð nú að segja þér það í
trúnaði að ég hef alltaf öfundað
þig, mikið varstu snjall að velja
þér þetta ævistarf, ef ég hefðihaft
manndóm í mér til að gera eins og
þú, væri ég ánægðari með lífs-
hlaupið. Nú einhver verður nú að
vinna landverkin, tuldraði í Mag-
núsi, en ekki hefði ég viljað skipta
við þig, nei, nei. Það er sko gott að
mega setja sitt strik sjálfur, þó það
sé nú kannski ekki alltaf fullur
bátur hjá manni, en maður reynir
þá bara að velja annað réttara
strik næst. Nú svo eru þær ansi
fjörmiklar ránardæturnar, þegar
vel liggur á þeim, og þá er nú
gaman að glíma við þær, félagi.
En maður er nú víst kominn í
hálfgert karlagrobb, eigum við
ekki að nota tímann og bera sam-
an blöðin, sem við vorum að fá hjá
kerfinu í dag? Ég hlýt nú að eiga
meira inni en þú, ég hefi blotnað
svo ansi oft á þessu sjógösli mínu,
eða er það ekki borgað eftir því
kerfi? Skál vinur, og hresstu þig
nú svolítið upp og líttu upp í há-
loftin.
Þakka ljúfurinn, þetta var nú
aldeilis þér likt, segir mér til
syndanna, og tekur mig glímu-
tökum eins og í gamladaga. En við
skulum bera saman blöðin.
Það var gert, og í umslagi Jóns
alþingismanns voru taldar uppúr
11.450 kr. og mismunurinn 7.850,-
kom í ljós Jóni í hag.
Ég get nú ekki skýrt þetta alveg
nógu vel út Magnús minn. En
sjáum til, ég hætti þingmennsku,
þegar ég var 62ja ára, og var þá
búinn að streða við þau störf í 12
ár samfelt, nú ég byrjaði að fá
eftirlaun 65 ára. Þetta er víst
reiknað út eftir þingfarakaupi
hverju sinni, og fæ ég 40% af því.
Nú, svo ég geri langt mál stutt,
fékk ég núna kr. 9.200,- í eftiriaun
fyrir september og svo sama elli-
lífeyrir og þú 2.250,- kr. sem gerir
11.450,- kr. Nú, ef ég hrekk upp af
vinur minn, þá fær konan mín
hún Björg, 20% af þessu þingfara-
kaupi, og helming af mínum
eftirlaunum, nú ef ég ætti böm
innan við 18 ára aldur, þegar ég
dræpist, þá fengju þau líka líf-
eyrir, fram að 18 ára aldri. Já,
þetta er nú orðið mjög gott hjá
okkur, en mér líkar ekki þessi
mikli munur á eftirlaunum okkar,
Magnús minn. Nei „ljúfurinn“
minn, þetta er ekki rétt í kerfinu.
Þetta er öðruvísi heldur en ég vildi
láta þetta vera, en hér vilja allir
ráða í þessu húsi og þó maður
komi með eitthvað gott fram, þá
verður úr þessu hálfgerð vitleysa,
þegar allir eru búnir að fá sitt
fram, en þá eru líka allir ábyrgir
fyrir endaleysunni. Nei, andskot-
inn, þetta þyrfti að vera betra,
skál, ljúfurinn. Já skál, Jón minn,
þetta er nú eitthvað í þessum dúr
73