Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1982, Side 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1982, Side 15
Þeir skipa stjóm þjónustufyrirtækjanna við Hirtshals höfn, talið frá vinstri: Paul Niel- sen, Peter Schalts, Ole Ejstrup, Tage Christiensen og Gert Essing. blástur. Ennfremur smíðuðu þeir allskonar háþrýsti og lágþrýsti- vökvavindur, sem væru mikið notaðar af danska flotanum. 120 skip á ári í þurrkvína Þótt Hirtshals Værft sé ekki gamalt fyrirtæki, þá er stöðin ein af fáum í Danmörku, sem ávallt hefur næg verkefni og ekki nóg með það: stöðin sýnir einnig gróða. Það eru tæplega sjö ár síðan Hirsthals Værft var stofnað og eru 2/í hltafjár í eigu Aalborg Værft og Fredrikshavn Værft. /3 hlutafjár er í eigu heimamanna í Hirtshals. Að meðaltali fara um 120 skip á ári í þurrkvína hjá Hirtshals Værft, og eru um 70% þeirra dönsk, hin koma frá ýmsum þjóðum eins og til dæmis Bretlandi, Bandaríkjun- um og jafnvel frá Suður-Afríku. Stöðin hefur þó nokkuð af verk- efnum vegna skipa sem hafa að- setur á olíusvæðunum í Norðursjó og að sögn forráðamanna stöðv- arinnar þakka þeir velgengnina hversu vel hefur tekist að standa við allar tímaáæltanir. Á síðast- liðnu ári var ekkert verk á eftir áætlun. Yfirleitt var verki lokið 1-2 dögum fyrir áætlaðan tíma og það er nokkuð sem viðskipta- mennirnir kunna að meta. Kaupa eingöngu efni frá Hampiðjunni Sennilega er ekki oft djúpt tekið með árinni, að segja að Hirtshals Vod- og trawlbinderi reki eitthvert fullkomnasta netaverkstæði á norðurhveli jarðar, en þar starfa 45 manns að meðaltali í 4500 fer- metra húsnæði. íslendingar áttu mikil samskipti við fyrirtækið á meðan Norðursjávarævintýrinu stóð og enn heldur Hirtshals Vod- og Trawlbinderi miklum sam- skiptum við ísland og íslendinga. Allt efni sem fyrirtækið notar í botnvörpu, er keypt af Hampiðj- unni. „Hampiðjuefnið hefur reynst okkur langbest af þeim efnum sem við höfum notað, en þau eru æðimörg,“ segir fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins Paul Nielsen. „Að öllu jöfnu kaupum við þetta 120 til 140 tonn á ári frá Hampiðjunni og ekki má heldur gleyma að við kaupum öll flot frá Isplast á Akureyri. Á þessum Hirtshals El-Motor- service ApS Östhavnen. 9850 Hirts- hals. Sími 08- 94 15 95 Framkvæmdastjóri P. Schaltz Heimasímar: Poul Erik Nielsen 08- 94 32 68 Arne Agerholm 08-94 32 67 Eigum mikið úrval af nýjum og notuðum rafölum, alternatorum, rafmagnsmóturum, dælum og öðru sem tilheyrir rafbúnaöi skipa. Afgreiðum pantanir samstundis. Fullkomið verkstæði til viðgerða á öllum gerðum rafala og raf- magnsmótora. — Tökum aö okkur alla rafmagnsþjónustu fyrir skip. VÍKINGUR 15

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.