Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1982, Blaðsíða 74
hjá mínum lífeyrissjóði líka, en
það er mikill munur á upphæðum
hjá okkur, þær eru sko ekkert upp
í „háloftunum“ tölurnar mínar,
vinur minn. En eigum við ekki að
labba kring um tjörnina, mér
finnst þar fallegast i Reykjavík,
við getum þá litið á sjólagið þar í
leiðinni og virt fuglalífið fyrir
okkur.
Gamla góða merkið
flTTRETORN
Merki stígvélanna sem sjó-
menn þekkja vegna gæö-
anna.
Fáanleg:
Meö eöa án trésóla.
Meö eöa án karfahlífar
Stígvélin sem sérstaklega
eru framleidd meö þarfir
sjómanna fyrir augum.
EINKAUMBOÐ
JÓN BERGSSON
H/F
LANGHOLTSVEGI 82
REYKJAVÍK
SÍMI36579
74
Nei, Magnús minn, nú er góður
tími til að ég skreppi hér inn á
Alþingi og tali við Gunnar
Thoroddsen, vin ntinn, hann er
einn af þeim fáu sem hugsar og
hefur hugsjón í þessu húsi, ég ætla
að benda honum á þennan mis-
mun á okkur í kerfinu, og ef hann
getur ekki kippt því í lag og
„hækkað þig í sama skala eins og
ég er í, þá getur það enginn „ljúf-
urinn“. Ég segi honum eins og er,
að þetta sé sanngirnismál, og ég sé
hræddur um að þeir hætti að róa
blessaðir, ef þessu verður ekki
kippt í lag. Og hvar fást þá aurar
til að borga í stóriðjuna og „kerf-
ið“, og eitthvað þarf að vera til
fyrir okkur „ljúfurinn“ ekki satt.
Já ég vildi að ég væri orðinn tví-
tugur aftur, þá skildi ég sko hafa
róið með þér vinur.
Já, nú líkar mér við þig Jón
minn, mikið var að þar varð al-
bjart í háloftunum. En megum við
ekki losa okkur við þessi lík, þarna
í tunnuræfilinn, það er óþarfi að
vera að dragnast með þetta tómt.
Jú, „ljúfurinn“ gerum það, og
ég legg til að við hittumst aftur
eftir næstu útborgun, hér á sama
stað.
Samþykkt Jón minn og skál í
botn fyrir gamalli vinsemd.
Skál, en þú verður samt að segja
mér eitt félagi, áður en ég hleyp
inn, af hverju sér aldrei á þér vín
„ljúfurinn“?
Ætli það sé ekki af því að ég
hefi fengið svo rnikið af saltvatni í
kroppinn, að alkahólið nær ekki
til að verka á mig, svarar Magnús.
Mér datt þetta í hug, allt er nú
gott við blessaðan sjóinn, og Jón
hverfur inn um bakdyrnar á gráa
húsinu, virðulega.
En Magnús „ljúfurinn" labbar
niður að Iðnó og virðir fyrir sér
tjarnarsjóinn, fuglalífið og feg-
urðina. Síðasta sem ég heyrði
hann tuldra fyrir munni sér: Jú,
það er rétt, sem Jón vinur minn
sagði um Gunnar forsætisráð-
herra, hann þorir að setja sitt strik,
þó að deila megi um stefnuna, en
ekki hefi ég nú alltaf hitt á beztu
stefnuna; Já, ég get borið virðingu
fyrir mönnum, sem eru ákveðnir
og þora, því óska ég honum langra
lífdaga. Það gæti kannski hjálpað
Jóni vini mínum til að fá einn
góðan róður á lífsleiðinni, hver
veit. Iss, ekki held ég, að mér hefði
líkað að róa alla æfi, ef sjórinn
hefði alltaf verið svona sléttur.
Hvor þessara heiðursmanna
skildi nú hafa skilað þjóðarbúinu
og niðjum þessa ástkæra lands,
meiri arði til sameiginlegrar út-
gerðar á þjóðarskútunni og vel-
ferðar þjóðfélaginu?
Ég segi nú bara eins og Jón al-
þingismaður, hvar væru peningar
til framkvæmdanna, ef ekki væru
til ennþá menn á borð við vin
okkar Magnús skipstjóra. Er
sanngjarnt að verðlauna Magnús
með slíkri mismunun í ellinni?
Þessu svara væntanlegir les-
endur hver fyrir sig.
Ég svara neitandi, og vænti þess
að Jón alþingismaður hafi nú einu
sinni hitt á að leggja veiðarfærin
sín á rétt mið. Og hugsandi lands-
föður okkar takist að leiðrétta
misræmið, áður en rekum verður
kastað yfir hann, því allir deyjum
við ekki satt. Væri ekki áraldraðra
tilvalið til að jafna málin, og láta
alla bera jafnt úr býtum í ellinni?
Einn úr vesturbænum
með salt í kroppnum.
S.Á,
0
A
frfvd
Fyrsti kleppsbúi: — Hvað hefur
þú fyrir stafni núna?
Annar kleppsbúi: — Kaupi gamla
brunna, saga þá sundur og sel þá
sem holur fyrir símastaura.
VÍKINGUR