Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1982, Side 85

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1982, Side 85
 SAMSTARF GETUR GERT SMÁÞJÓÐ AÐ STÓRVELDI Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna er sölufélag 70 hraðfrystihúsa á íslandi. Sameinað afl hefur gert kleift að byggja upp iðngrein sem talin er einstök, ekki einungis hérlendis heldur á heimsmælikvarða. Framleiðni íslenska hraðfrystiiðnaðarins er mjög mikil og stöðugt er unnið að því að auka hana. í öllum frystihúsum innan vébanda SH ferfram þrotlaust starf sérfræðinga, sem vinna að því að tryggja hámarksgæði framleiðsluvörunnar þannig að halda megi markaðsstöðu erlendis. Islenskur fiskur er seldur á hæsta verði á Bandaríkjamarkaði og víðar. Erlendir keppi- nautar taka íslendinga sér til fyrirmyndar og líkja eftir aðferðum og skipulagi við vöru- vöndun og eftirlit. Einungis með því að halda vöku sinni og vera alltaf á undan getur íslenski hraðfrysti- iðnaðurinn tryggt stöðuna á markaðnum erlendis og um leið tryggt þjóðinni möguleika á góðri lífsafkomu í landinu. Virkt gæðaeftirlit í öllum frystihúsum landsins er hagsmunamál hvers einasta íslendings og einungis með sameinuðu átaki getur þjóðin tryggt stöðu sína sem framleiðandi í þeirri samkeppni sem nú ríkir. Sölumiðstöð Hr aðf ry sti húsanna

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.