Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1982, Blaðsíða 60
Jan Oksenvág, nývalinn formaður í Sam-
tökum útgerðarmanna í Norðurmæri og
Þrændalögum.
lando-skandisku síldinni eftir
nokkur ár. Fiskifræðingamir segja
stofninn í örum vexti og veiðar út
af vesturströndinni komi því vel til
greina eftir 2—3 ár. Slíkar veiðar
myndu að sjálfsögðu styrkja sjáv-
arútveginn og síldin hefur alltaf
verið velkomin. Eðlilegt er að
stóru nótaskipin fái að taka þátt í
þeim veiðum, því um borð í þeim
er hægt að fara betur með aflann.
Og það voru lokaorð Jan Öksen-
vág.
Norskir fiskifræðingar líta
framtíðina björtum augum
Forstjóri norsku hafrannsókn-
astofnunarinnar í Bergen,
Gunnar Sætersdal flutti nýverið
erindi á fundi um sjávarútvegsmál
sem haldinn var í Álasundi í Suð-
urmæri. Fjallaði erindi hans um
stofnstærð helstu nytjafiska í dag
og nánustu framtíð. Fer hluti af
erindi hans hér á eftir.
Ef við lítum fram á við er viss
ástæða til bjartsýni. Slæmt ástand
fiskstofnana sem við þekkjum í
dag er fyrst og fremst að kenna
vitlausri og slæmri stjóm veið-
anna. En með árunum hefur okk-
ur tekist að afla mikillar reynslu á
þessu sviði. Þess vegna væntum
við þess að okkur takist í nánustu
framtíð að nýta okkur mun betur
fiskistofnana okkar. Hin nýju
hafréttarsjónarmið hafa einnig
gert okkur ábyrgari alþjóðlega
sem þjóðlega. Það gerir meðal
annars það að verkum að við
verðum að stunda umfangsmeiri
og ábyrgðarmeiri stjóm veiðanna.
Meðal fiskifræðinga mun síðasta
áratugs vera minnst sem áratugs
efnahagslögsagna. Hins vegarhafa
vonir okkar í þessum málum ekki
náð að ganga eins langt fram og
við höfðum gert okkur vonir um.
Þó að efnahagslögsögurnar hafi
gert það að verkum að nú sitja
færri aðilar við samningsborðin,
þá hefur komið upp nýtt vanda-
mál. En það er skipting á sameig-
inlegum afla. (Svo sem loðnan við
Jan Mayen, athugasemd þýð-
anda). Þessa vandamáls er ekki
getið í hinum nýjum drögum að
hafréttarsamkomulagi, það er
hvemig slík vandamál eigi að
leysa í „praksís“. Þess vegna er
ekki að undra að flestir slíkir
samningar sem finnast í dag eru
skammtíma samningar. Út frá líf-
fræðilegum sjónarmiðum er
nauðsynlegt að hægt sé að endur-
skoða slíka samninga með jöfnu
millibili. Eins og við vitum að þá
verða oft breytingar á fiskstofnum
eins og dæmin með síldina sanna.
Einnig getum við tekið makríl-
inn í Norðursjó sem dæmi. Þar er
um tvo stofna að ræða en það er
hinn írski stofn og hinn svokallaði
Norðursjávarstofn. Athuganir
sem voru gerðar árið 1981 sýna að
aflinn er að mestu leyti ættaður úr
hinum írska stofni. Þess vegna
teljum við að hér sé um að ræða
sameiginlegan stofn og að við
eigum rétt á því að fá okkar hluta
af aflanum á vestlægum makríl-
miðum í Norðursjó. Við fiski-
fræðingar erum líka óánægðir
hvemig stjómmálamenn landsins
hafa hagað sér gagnvart sjó-
mönnum landsins og okkur hvað
varðar stjóm veiðanna. Við teljum
að með réttum stjómunaraðferð-
Norskir fiskifræðingar telja flesta fiskstofna á uppleið.
60
VÍKINGUR