Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1982, Page 50
Tölur um slys á sjó
ekki réttar
Slysatíðni sjómanna er mjög há
og ég tel að í skýrslum um slys á
sjó komi ekki fram réttar tölur.
Það verður að ganga betur eftir
því að skipstjórnarmenn skili
skýrslum um þau slys sem verða
um borð. Sjóslysanefnd gefur ár-
lega út skýrslur um slys en þar
koma ekki fram nærri öll slys sem
verða. í mínu tilfelli var haldinn
sjóréttur en samt er slyssins hvergi
getið í skýrslu Sjóslysanefndar. Á
þessu tímabili urðu sjö slys um
borð í Jóni Vídalín og ekkert
þeirra er skráð í skýrslu nefndar-
innar. Mönnum finnst stundum
að ekki þurfi að gefa skýrslu um
slys því þau séu ekkert alvarleg, en
þetta er rangt. Það er nauðsynlegt
að allt komi fram svo hægt sé að
vinna af alvöru að því að koma í
veg fyrir þau slys sem hægt er að
hindra.
Ég hef unnið í öryggismála-
nefnd á tveim síðustu Sjómanna-
sambandsþingum og tek undir
allar kröfur sem varða öryggi og
vinnuvernd. Sjómannasambandið
hefur verið mjög duglegt að vinna
að þessum málum, framar öðrum
Við varðskýlið á Ingólfsgarði þar sem Ólafur er oftast við vinnu sína. Mátturin í hægrí
hendi hefur komið smátt og smátt en læknar óttuðust að hún væri ónýt, fyrst eftir slysið.
Ægir liggur bundinn við Ingólfsgarð og Þór við hlið hans. Ólafur var á Ægi því hann kom
nýr, 1968, þar til Týr kom 1975, oftast bátsmaður. Hann kann vel við sig á höfninni því þá
er hann í takt við srákana, eins og hann segir.
stéttum í landi enda býður starfið
upp á margar hættur.
Nauðsynlegt að
saltbleytan hverfi ekki
úr félagsmálunum
— Heldurðu að menn séu al-
mennt farnir að gera sér grein
fyrir mikilvægi öryggisaðgerða
um borð?
— Já, ég held það sé að breyt-
ast, menn séu farnir að taka það
alvarlegar. Fyrst var hlegið að
hlutum eins og hjálmum og
öryggislínum en ég held það sé að
minnka. Reyndar held ég að
Vestfirðingarnirséu enn töluvertá
eftir í þessu efni. Að vísu verður
að varast að innleiða of mikið af
öryggistækjum í einu, þetta verður
að koma smátt og smátt.
50
VÍKINGUR