Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Blaðsíða 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Blaðsíða 33
Lögskráning sjómanna Nýlega barst F.F.S.Í. símskeyti frá skipstjóra tog- ara, þar sem kvartað er yfir dugleysi sambandsins í kjaramálum o.s.frv. Einnig var kvartað yfir afskipta- semi sambandsins af réttindamálum svo og því hvort lögskráð var á skip eftir þeim lögum sem gilda um lögskráningu áhafna á hinum ýmsu skipum. Sambandið hefur reynt eftir bestu getu að standa vörð um atvinnuréttindi manna, hvort heldur um er að ræða skipstjóraréttindi, stýrimannaréttindi, vél- stjóraréttindi eða önnur þau réttindi sem til þarf svo menn geti starfað sem yfirmenn á íslenskum skipum. Telur sambandið að það eigi hver og einn innan sjómannastéttarinnar að gera. Það getur farið svo að í framtíðinni verði einnig veitt undanþága til skip- stjórnar, en sem betur fer hefur enn sem komið er verið hægt að sporna við því. Hér fylgir kafli um það hvernig lögskráning á að fara fram. II. kafli — Um lögskráningu á fiskiskip 15. gr. Um lögskráningu sjómanna á skip, sem stunda hvers konar fiskveiðar, gilda sömu ákvæði, er gilda um lögskráningu sjómanna á skip, sem ekki stunda veiðar, með þeim undantekn- ingum. sem greinir í þessum kafla. 16. gr. Við lögskráningu á skip þau, er urn ræðir í þessurn kafla, skulu allir þeir menn, sem lögskrá á til þeirra starfa á skipinu, sem sérstök réttindi þarf til að gegna lögum samkvæmt, mæta hjá lögskráningarstjóra og undirrita skipshafnarskrá á sama hátt og lýst er i 11. kafla. — við lögskráningu þá er um getur í 2. lið 4. gr. skulu allir skipverjar mæta hjá lögskráningarstjóra og undirrita skipshafnarskrá. Sama gildir, ef ákvæði í ráðningarsamningum eru ekki í samræmi við almenna samninga, sem í gildi eru um veiðar þær, sem skipið á að stunda, eða slíkir samningar ekki í gildi. — Að öðru leyti en um getur í næstu málsgrein hér á undan er skipverjum, sem ekki eru ráðnir til réttindastarfa á skipi, eigi skylt að mæta við lögskráningu og undirrita skipshafnarskrá þar. Þó getur sérhver þeirra krafist þess að vera viðstaddur, er hann skal lögskráður, og er skipstjóra þá skylt að heimila það. 17. gr. Nú fer lögskráning fram með þeim hætti, sem unt getur í 16. gr. enda sé ekki um að ræða lögskráningu samkvæmt 2. lið 4. gr. og skal þá skipstjóri færa á skipshafnarskrá við lögskráningu nöfn þeira manna, er hann hefur ráðið á skipið og eigi er skylt að mæti sjálfir við lögskráningu, auk nafna þeirra, sem skylt er að vera viðstaddir eða eru það að eigin ósk. Jafnframt skal skipstjóri rita í skipshafnarskrá aðrar þær upplýsingar um ráðna skipverja, sem lögskrá á, en eigi eru viðstaddir, sent tilskilið er, þ. á m. um VÍKINGUR ráðningarkjör. — Síðan skal skipstjóri, svo fljótt sem auðið er, sjá um. að þeir skipverjar, sem hafa ekki undirritað skipshafnar- skrána, riti nafn sitt á réttum stað á eintak það, er skipstjóri fær af skipshafnarskrá. 18. gr. — Nú ber svo til. að leggja þarf fiskiskipi úr höfn til veiða á þeim tíma, er skrifstofa lögskráningarstjóra er lokuð, og ekki unnt að ljúka lögskráningu á venjulegan hátt, en lögskrá þarf einn ntann eða fleiri í skiprúm, og er þá heimilt, að þeir fari með skipinu án venjulegrar lögskráningar, enda hafi viðkomandi rétt- indi til þeirra starfa, sem hann er lögskráður til, og skipstjóri eða útgerðarmaður tilkynni lögskráningarstjóra nöfn mannanna og annað. sem honum ber að skýra frá við almenna lögskráningu. Tilkynningin skal vera skrifleg og hafa borist lögskráningarstjóra eigi síðar en 24 klst. eftir brottför skipsins á þar til gerðu eyðu- blaði, eða í símskeyti. Sama gildir. ef einn eða fleiri menn eru ráðnir á skip, eftir að almenn lögskráning samkvæmt 16. gr. hefur farið fram. 19. gr. — Þegar skip lætur úr höfn með einn eða fleiri skipverja, sem ekki hafa verið lögskráðir á venjulegan hátt, sbr. 18. gr. skal skipstjóri. jafnframt því, sem hann sér um, að nöfn og upplýsingar séu sendar lögskráningarstjóra, færa nöfn mannanna og annað, sem skrásetja ber til lögskráningu, á eintak það af skipshafnar- skránni, sem er í skipinu. Skulu þeir, sem þannig eru lögskráðir, samþykkja lögskráninguna með áritun sinni á skipshafnarskrána. — Við næstu lögskráningu skal skipstjóri leggja eintak það af skipshafnarskránni. sem í skipinu er, fyrir lögskráningarstjóra, og skal þá bera hana saman við frumeintak lögskráningarstjóra og þær tilkynningar, sem honum hafa borist. Ennfremur skal lög- skráningarstjóri athuga, hvort allir þeir, sem mættu ekki við lög- skráningu hjá lögskráningarstjóra eða lögskráðir hafa verið síðar samkvæmt 18. gr. hafa áritað eintak skipstjóra af skipshafnarskrá. Að athugun lokinni ritar lögskráningarstjóri niðurstöður sínar í eintak það af skipshafnarskránni, sem er í hans vörslum. IV. Kafli — Almenn ákvæði 20. gr. — Lögskráningarstjóri skal gæta þess. að skilriki þau öll, sem nefnd eru í 7. gr. séu fyrir hendi, er lögskráð er. Hann skal og gæta þess. að ritað sé í skipshafnarskrá og í viðskiptabók allt það, er þar skal ritað lögum samkvæmt, og að eigi sé ósamræmi milli þeirra, Komist hann að raun um, að misbrestur sé á þessu, skal eigi lögskráð fyrr en úr því er bætt. en ella ritar hann vottorð sitt um lögskráninguna á skjöl þessi. — Þegar lögskráð er í skiprúm, skal lögskráningarstjóri einnig rannsaka, hvort nokkuð í fram- lögðunt skjölum sé því til fyrirstöðu, að menn þeir, sem skráðir skulu, megi vera á skipinu eða í þeirri stöðu. sem þeir eru ráðnir til. Reynist einhverju áfátt í þessu efni, skal hann neita að lögskrá þá menn, sem svo er ástatt um. 21. gr. — Lögskráningarstjóri skal jafnan, er lögskráning fer fram, rannsaka hvort farið hefur verið eftir fyrirmælum laga um lögskráningu. Ef ætla má. að lögbrot hafi verið framið, skal hann gera þær ráðstafanir sem með þarf, til þess að ábyrgð verði komið fram fyrir brotið. Nú er lögskráningarstjóri eigi jafnframt lög- reglustjóri, og skal hann þá tafarlaust tilkynna hlutaðeigandi lög- reglustjóra þessa málavexti. 22. gr. — Nú verða skipstjóraskipti á íslensku skipi, og skal lögskráningarstjóri þá kveðja báða skipstjórana til sín, ef þess er 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.