Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Blaðsíða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Blaðsíða 34
kostur. Skal þá afhenda hinum nýja skipstjóra öll skjöl. þau er skipinu eiga að fylgja og fyrirrennari hans hafði undir höndum, jafnframt því að hann er lögskráður á skipið. 23. gr. - Lögskráningarstjóra er skylt að hafa jafnan nægar birgðir af viðskiptabókum sjómanna, sjóferðabókum og skips- hafnarskrám. Ef skipstjóri óskar þess, er lögskráningarstjóra skylt að fylla skjöl þessi út fyrir hann. Fyrir störf þau, er lögskráningarstjóri innir af höndum sam- kvæmt lögum þessum, svo og fyrir viðskiptabækur, sjóferðabækur og skipshafnarskrár skal greiða gjald samkvæmt gjaldskrá er Samgöngumálaráðuneytið setur. I) Lögskráningarstjóri inn- heimtir gjöld þessi, og renna þau í ríkissjóð. Gjald fyrir sjóferða- bók greiðir hlutaðeigandi sjómaður sjálfur, en önnur gjöld greiðir skipstjóri fyrirhönd útgerðarmanna. 24. gr. — Lögskráningarstjóra ber að sýna alla lipurð um lög- skráningu utan venjulegs skrifstofutíma, þegar nauðsyn krefur. í Reykjavik skal lögskráningarstjóri sinna lögskráningu alla virka daga frá kl. 9 árdegis til kl. 5 síðdegis, og á helgurn dögum. öðrum en föstudeginum langa og fyrra helgidegi stórhátíða, frá kl.4 til kl. 6 síðdegis. 25. gr. Brot gegn lögum þessum varða sekturn, allt að kr. 10.000,00. enda liggi ekki þyngri refsing við brotinu samkvæmt öðrum lögum. Sektirnar renna í ríkissjóð. 26. gr. — Mál út af brotum gegn lögurn þessum skal farið með að hætti opinberra rnála. Þau eru sorgleg sum dæmin um það hvað lögskráningu er lítill sómi sýndur. Lögskráning eru ein rnegin réttindi sjó- manna. í sjómannalögum er lagt mikið upp úr því að menn séu réttilega lögskráðir í skiprúm og einnig er þeir eru skráðir úr skiprúmi. Eitt dæmi urn það hvað rnenn geta verið hugsunarlausir í þessum efnurn er þegar skip lét úr Reykjavíkurhöfn 20. maí, en á það var lögskráð 21. júní. Til þess að minna menn á hvernig lögskráning á að fara fram er hér birtur kaflinn um lögskráningu fiskimanna. Sumurn lögskráningarstjórum væri nauðsyn að lesa þennan lagakafla með athygli, en ég ætla að skipstjórar viti betur en fram kernur í störfum þeirra. Hvað varðar dugleysi íkjaramálum varðar miklu að þeir sem njóta eiga sinni þeim sjálfir með aðstoð félaga sinna. Sambandið er ekki samningsaðili fyrir einn eða neinn fyrr en viðkomandi félag hefur óskað eftir að það annist samn- ingagerð. Ingólfur Stefánsson Hörmulegt sjóslys Eftir hið hörmulega slys er m/b Bakkavík fórst í innsiglingunni til Eyrarbakka, vakna ýmsar spurn- ingar varðandi björgunartæki bátsins. Sá bátur sem þó bjargaði þeim eina skipverja, sem af komst var bátur, sem ekki er talið að hefði þurft að vera í skipinu samkvæmt þeim upplýsingum, sem ég fékk hjá Siglingamálastofnun s.s. aukabátur. Samkvæmt lögum erskylda á skipum 15—100 tonn að hafa tvo gúmbáta, sem hver um sig rúmar alla áhöfn skipsins. í skrá yfir íslensk skip fyrir árið 1983 er Bakkavík 34 talin 15 tonn. Samkvæmt því hefðu átt að vera tveir viðurkenndir gúmbátar á skipinu. Umræddur bátur var talinn aukabátur í skipinu. Telja verður mikið happ að svo skyldi þó fara að þessi umræddi bátur bjargaði einum manni af áhöfninni. Gerð þessa gúmbáts er þannig, að milli efri og neðri hluta voru líflínur innan og utan. Það sem gerðist hins vegar þegar báturinn fékk á sig brotsjó, er að efra flothylkið rifnaði frá því neðra og eyðilagðist og þar með fóru allar líflínur úr bátnum. Samsetning efra og neðra flots er m.a. þannig að efra flotið er saumað við þar til gerðan renning sem síðan er límdur við neðra flotið. Við sauminn varð festingin ónýt og rifnaði frá á saumförum með líkum hætti og þegar maður rífur frímerkjaörk. Ég vil eindregið vara menn við kaupum á þessari gerð björgunartækja eða svipaðri, þó umfram sé því lögboðna. Sölumenn eru margir hverjir harðir af sér að koma vöru sinni út og geta þá ekki alltaf um gall- ana, en fegra frekar. Það einstaka afrek að maðurinn komst lífs af, mun í minnum haft hjá öllum þeim er láta sig líf og atorku nokkru varða. Ég votta fyllstu samúð aðstandendum hinna látnu sjómanna. Ingólfur Stefánsson Þing norrænna skipstjórnarmanna Seinni fundur Nordisk Navigatörs kongress á þessu ári, var haldinn í Gautaborg 8. og 9. september sl. Fundinn sóttu Guðlaugur Gíslason og Páll Her- mannsson en hann er búsettur í Gautaborg um þessar mundir. Aðalmálþessafundarnorrænnaskipstjórnarmanna, var skipulag framtíðarvinnubragða samtakanna og kom fram ósk þess efnis að mál sem ræða á, á fund- unum, verði kynnt þátttakendum með dagskrá, tveim mánuðum fyrir fund. Einnig var rætt um framtíðarskipulag í mönnunar- málum og hvað samtökin geta gert til að sporna gegn fækkun á skipunum. Að beiðni norskra stýrimanna var ákveðið að mót- mæla niðurskoti kóreönsku farþegaþotunnar sem VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.