Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Blaðsíða 54

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Blaðsíða 54
fundinum. Var ákveðið að full- trúar landanna (2 frá hverju) hitt- ist nú í haust til þess að ræða áframhaldið. í ályktun frá fund- inum sem fylgir þessari grein eru taldir upp þeir málaflokkar sem mönnum þóttu vænlegir til þess að byggja á fyrsta grundvöll sam- vinnu. Ljóst er að ályktunin er mjög almennt orðuð, enda á þessu stigi aðeins hugsuð sem grund- völlur til frekari úrvinnslu. í vinnuhópunum voru þó ýmis at- riði rædd all ítarlega. Að því er varðar samvinnu milli Grænlands og íslands þá eru ýmis verkefni strax í sjónmáli og ef til vill auð- fundnari heldur en samstarfsverk- efni milli Grænlendinga og ann- 54 arra þjóða. Þannig var varpað fram hugmyndum að samvinnu landanna á sviði hafrannsókna og landhelgisgæslu til hagsmuna fyrir báða aðila. Löndunarheimildir grænlenskra skipa hér á landi voru ræddar en ljóst er að báðir aðilar geta hagnast af slíku samstarfi. Af hálfu Grænlendinga var þannig látið í veðri vaka að veiðiheimildir kynnu að verða fáanlegar í skipt- um eða gegn aðstoð á ýmsum sviðum. Auk þessa töldu ýmsir út- gerðarmenn sig hafa mikinn áhuga á kaupum á ýmis konar þjónustu við flota sinn á íslandi, kaupum á veiðarfærum o.fl. Sem áður sagði var NAFCO- ráðstefnan fundur hagsmunaaðila. en ekki þinghald opinberra aðila. Þarna sköpuðu sjómenn og út- gerðarmenn sér sjálfir vettvang til þess að reifa málin. Ljóst er hins vegar að ef hrinda á mörgum af þessum hugmyndum eða verkefn- um í framkvæmd verður að koma til kasta viðkomandi stjórnvalda. Ráðstefnan var annars Græn- lendingum til mikils sóma og full- trúar grænlenskra útgerðarmanna stjórnuðu henni af mikilli rögg- semi. Grænlendingar virtust og gera sér miklar væntingar af þess- um fundahöldum sem reyndar vöktu mikla athygli í landinu. Þarlendir fréttamenn frá blöðum, útvarpi og sjónvarpi fylgdust með ráðstefnunni frá upphafi og sendu daglega frá sér fréttapistla. Grænlensk fyrirtæki skoðuð Þegar hinum formlegu funda- höldum var lokið gafst tækifæri til þess að sjá grænlenska fiskiðn í raun. Farið var í skoðunarferðir um öll helstu fyrirtæki bæjarins á þessu sviði. Áður en konrið er að sjálfri fiskiðninni skal til gamans drepið á iðjuver nokkurt í bænum er við skoðuðum. Þar eru ýmist framleiddar fiskafurðir eða skipt er yfir í kjötvinnslu (sjávarspen- dýr, hreindýr o.fl.). Þegar okkur bar að garði var verið að skera niður hnúfubak. Þessi hvaltegund er reyndar alfriðuð í heiminum, en Grænlendingar fá að veiða nokk- ur dýr í krafti sérréttinda, sem kennd eru við frumbyggjaveiðar. Ekki var nú hvalurinn beinlínis unninn í fjörunni eins og undan- þáguleyfin virðast gera ráð fyrir, heldur var hér nánast um verk- smiðjuvinnu að ræða, en það er önnur saga sem við ættum síst að hafa í flimtingum. Okkur voru sýndar allar afurðir verksmiðj- unnar og gat þar að líta kynlegt og skemmtilegt úrval sem íslendingar eða aðrir myndu ekki allir leggja blessun sína yfir, en sinn er siður í landi hverju. fslenskum æðar- VÍKINGUR ERICSON-bílasímar Viðurkenndir af Landssíma íslands. Þessi heimsfrægu tæki munu innan skamms þykja jafn sjálfsögð á ís- landi sem í öðrum löndum. Tryggið ykkur bílasíma í tíma. Georg Ámundason & Co Suðurlandsbraut 6 símar 35277 og 81180.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.