Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Page 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Page 15
Vélaverkstæði Sigurðar Sveinbjörnssonar: Togyindur og annar dekkbúnaöur Vélaverkstæði Sigurðar Svein- björnssonar hf. í Garðabæ, var með bás á sýningunni þar sem sýndar voru ýmsar tegundir togvinda en fyrirtækið hefur sérhæft sig í framleiðslu á olíudrifnum togvind- um og öðrum dekkbúnaði fyrir fiskiskip. Fyrirtækið annast einnig viðgerðir og endurbyggingu á eldri viudum. Sigurður Sveinbjörnsson stofn- aði vélaverkstæði sitt árið 1946 en hann er ennþá forstjóri þess þó korninn sé á efri ár. Lengst af var fyrirtækið til húsa að Skúlatúni 6, í Reykjavík en árið 1969 var starf- semin flutt í nýtt verksmiðjuhús- næði að Arnarvogi í Garðabæ. Að sögn Sigurðar var fyrsta húsið þar 300 fermetrar en var síðan stækk- að í 600 og að lokum í 1200 fer- metra. Fyrst í stað voru verkefni fyrir- tækisins aðallega viðgerðir en árið 1955 hófst samvinna við norska fyrirtækið Hydrawinch og upp úr því hófst framleiðsla á litlum tog- vindum og öðrum vindubúnaði. Síðan hefur fyrirtækið þróast og vaxið við að smíða stöðugt stærri vindur fyrir fiskiskip og hafa nú verið framleiddar togvindur og annar vindubúnaður í um 300 ís- lensk fiskiskip á stærðarbilinu 12—300 rúmlestir. Að sögn Sigurþórs Jónssonar, yfirverkstjóra á vélaverkstæðinu, eru verkefni þess að stærstum hluta ýmis viðgerðaþjónusta við skip hvaðanæva af landinu. T.d. benti hann okkur á vindu sem var að koma frá Eskifirði og togspil fyrir troll úr 70 tonna báti frá Olafsvík sem þeim hafði verið sent. Viðgerðaþjónusta við hita- veitur er einnig stór liður í starf- semi verkstæðisins. Vegna hinna VÍKINGUR í bás Vélaverkstæðis Sigurðar Sveinbjörnssonar, f.v. Sigurþór Jónsson framkvæmda- stjóri, Sigurður Sveinbjörnsson, stofnandi fyrirtækisins og forstjóri, Sveinbjörn Þormar starfsmaðurá sýningunni, barnabarn Sigurðarog Þórir Ingvarsson tæknifræðingur. Fyrir framan þá er splittvindan sem smíðuð er á verkstæðinu. Pálmar Guðnason hefur unnið á vélaverk- stæðinu í 22 ár. Hann hefur keypt Víking- inn frá upphafi og því upplagt að birta ntynd af honum i blaðinu. miklu sveiflna í rekstri sjávarút- vegs fór fyrirtækið fyrir tuttugu árum út á þá braut. að setja saman djúpdælubúnað fyrir hitaveitu- borholur. Sjálfar dælurnar og raf- mótorinn er flutt inn en fyrirtækið smíðar allan tengibúnað á milli. 55 slíkar dælur eru nú í notkun, víða um land, flestar 100—150 metrar, en sú dýpsta er 250 metrar, hjá Hitaveitu Akureyrar. Stærsta vindan á sýningunni var 15 tonna splittvinda. Verið er að byrja að nota millumþrýsting sem gerir vinduna hljóðlátari og end- ingarbetri. Vélaverkstæði Sigurðar hefur umboð fyrir alhliða vökvabúnað í háþrýstikerfi, þ. á m. vindukerfi, hæggenga, kraftmikla vökvamót- ora, talíur og krana, skrúfudælur fyrir lágþrýst spilkerfi, dælingu á loðnu o.þ.h. auk ýmissa hluta fyrir hitaveitur. Fyrirtækið er að Arnarvogi í Garðabæ, sími 52850 og 52661. 15

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.