Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Blaðsíða 43
að taka fyrir á þingi F.F.S.Í. í nóvember?
Asgeir Sumarliðason, vélstjóri:
Mér finnst öryggismálin mjög
mikilvæg og þurfa umræðu og
framkvæmda við. Hvorki mann-
skapurinn né Siglingamálastofnun
eru nægilega vakandi í þessum
málum. Það er eins og beðið sé
eftir því að slysin gerist í stað þess
að undirbúa menn áður. Annars
fer öll fræðsla um þessi mál mikið
eftir yfirmönnum. í dag á t.d. að
fara fram björgunaræfing hér um
borð, á Ytri-höfninni, á vegum
Slysavarnafélagsins og Siglinga-
málastofnunar, en frumkvæðið
kom frá Hafskip. Svona æfingar
eru nauðsynlegar og ættu að vera
fastur liður.
Ekki er síður mikilvægt að und-
irbúa menn undir eldsvoða um
borð, en það er eitt það hryllileg-
asta sem fyrir getur komið.
Áhöfnin kann varla á slökkvitæk-
in sem til eru á skipinu og þess
vegna þyrfti að fá menn frá
Slökkviliðinu til að koma um borð
og halda fyrirlestra og kenna okk-
ur á tækin. Það er mikill misbrest-
ur á að menn séu fræddir um þessi
mál. Strangt til tekið, á hver
áhafnarmeðlimur að geta tekið að
sér leiðandi hlutverk ef eldur
kemur upp, það er aldrei að vita
hverjir forfallast. Kennsla í
brunavörnum þyrfti að fara fram
a.m.k. einu sinni á ári, vegna
breytinga á mannskapnum. Við
höfum fengið spólu um þessi mál
frá Myndbanka sjómanna, en lif-
andi kennsla væri mun áhrifa-
meiri.
Annars er það staðreynd að
mönnum finnst svona æfingar
óþarfar, meðan ekkert kemur fyrir
þá sjálfa. Skipið þarf t.d. að leggja
af stað klukkan sex í kvöld, í stað-
VÍKINGUR
inn fyrir 10, vegna björgunaræf- óánægðir með það, sagði Ásgeir
ingarinnar. Menn voru s'rax að lokum.
Ásgeir Sumarliðason, vélstjóri: Sérstaka áherslu þarf að leggja á brunaæfingar því
eldsvoði um borð í skipi er eitt það hryllilegasta sem komið getur fyrir.