Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Blaðsíða 10
Vindan er aðeins tuttugu kíló að þyngd og er öll úr úli eða ryðfríu stáli, byggð til að þola sífelldan saltaustur, bleytu og hristing. Bræðurnir smíðuðu sjálfir álbræðslu- og ál- steypuvél til notkunar við framleiðsluna. Þarna stjórnar þú hvað smáum fiski vindan gegnir. (Mismunandi tala eftir sökkuþyngd og öldu.) Þú ræður hvort hún dregur upp strax og hún verður vör (jafnvel örsmá- an titt) eða hún safnar fiski áður en hún dregur upp. 4. Þegarþú hefur tengt vinduna og hent „slóðanum“ útbyrðis, ýtir þú á handfang sem tekur brems- una af. Sakkan dregur girnið út af hjólinu til botns, þar stoppar vindan út- rennslið og dregur upp um 4 metra, slakar út 3 metra keipar 10 sinnum (3 metra keip) og þreifar þá eftir botni og sagan endurtekur sig. Þetta gerir hún alltaf ef hún er stillt til að fiska á meira dýpi en botninn er. Ef grynnir þá er hún alltaf tilbúin að hækka sig. Þegar fiskur bítur á dregur vindan hann uinsvifalaust upp. Það eina sem gera þarf er að taka fiskinn af önglinum. 5. Ef þú sérð fisk á dýptarmæli sem er ,,upp í sjó“, þá stillir þú vinduna á það dýpi og hún setur önglana á það dýpi og keipar þar. 6. Þú sérð alltaf á hvað margra metra dýpi önglarnir eru. 7. Strax og vindan er komin í samband er hún í nothæfum mið- stillingum fyrir flestar aðstæður. Þú lætur hana umsvifalaust fara að vinna og fínstillir hana síðan eftir smekk og þörfum. Eins og sést á þessum lestri, er vindan búin fjölmörgum kostum sem sjómenn hljóta að kunna að meta. Auk þess er hún sparneytin, þar sem sparast rafmagn við gír og kúplingu sem ekki eru á vindunni, og hún er létt og fyrirferðarlítil. Fyrirtækið tekur tveggja ára ábyrgð á vindunum og sögðust þeir bræður vonast til að hafa annað að gera í framtíðinni en gera við þær. Á sýningunni bárust yfir fjöru- tíu pantanir á færavindum og mun því verða nóg að gera í fram- leiðslunni, fram á vor. Nú vinna um tíu manns hjá fyrirtækinu en það framleiðir einnig aflstýri sem er ný uppfinning þeirra bræðra og stjórnar því að álagstoppar í raf- orkunotkun heimila fari ekki upp fyrir fyrirfram ákveðið hámark. Það er hentugt á bóndabæi, stýrir raforkunotkun bæjarins með sem minnsta orkunotkun fyrir augum. Þeir bræður hafa einnig hannað 1. Ljósatölur sem sýna dýpt öngla (í metrum). 2. Fisknæmleiki. Stillingarstaður og viðmiðun- artala. 3-4. Hér er ákveðið á hvaða dýpi keiping á að vera. Ef stillt er niður fyrir botn, veiðir rúllan gagnvart honum. 5. Átak og röskleiki mótors. Stillingarstaður og viðmiðunartala. 6. Handfang til að taka bremsu af og fleira. 7. Segulpenni. (Á þeirri gerð sem nú er framleidd, er segul- penninn hluti af handfanginu.) Þyngd.......................... ca. 20 kg. Spenna.................. 12 volt eða 24 volt Minnsta átak í keipi, miðað við 2 kg. sökku ....................................... 65w. Meðal notkun í keipi miðað við 2 kg. sökku ....................................... 84w. Mótor stoppaður í fullu átaki ........ 300w. hleðslustöðvar fyrir rafmagnslyft- ara, fyrir nokkur fyrirtæki á Akureyri, og hafa þær sparað um- talsverðar upphæðir í rekstri lyft- aranna. Vonandi tekst þeim bræðrum, Níls og Davíð, að framleiða sem mest af vindurn, því tækið virðist létta starf handfærasjómanna til mikilla muna. Hingað til hefur þeim ekki gengið vel að fá fyrir- greiðslur til að hefja fjöldafram- leiðslu, en að sögn Davíðs, vonast þeir til að það standi til bóta. Þeir gætu hins vegar fengið fyrir- greiðslu við að koma verksmiðj- unni á fót í Noregi, bæði frá sveit- arfélagi sem vantar atvinnufyrir- tæki og frá sjóðum, m.a. Norræna iðnþróunarsjóðnum. Slíkt yrði hrapalegt fyrir íslenskan iðnað og eins byggðina í Eyjafirði, því ef rétt er á málum haldið, gæti fyrir- tækið veitt fjölda manns atvinnu, við framleiðslu bæði á innlendan og erlendan markað. Þess skal getið, fyrir þá sem hyggjast panta sér vindu, að best er að gera það í tíma, því af- greiðslutíminn núna er sjö mánuðir. Fyrirtækið er til húsa að Berg- hól, í Glæsibæjarhreppi í Eyjafirði, 602 Akureyri, símar %-25842 og 26842 P.O. BOX 157. Verðið á sjálfvirku færavindunni er nú 49.500 krónur. 10 VIKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.