Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Blaðsíða 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Blaðsíða 42
gerðina til að sjá um að koma bókakassa og myndböndum um borð hjá ykkur, meðan þið eruð í landi? — Við báðum einhvern tíma um að sendill fyrirtækisins sæi um þessa hluti, en það gekk ekki. Kannski er þetta bara linkind úr okkur. Það myndi muna miklu, því við höfum nóg annað að gera þennan stutta tíma sem við stopp- um. — Hvað með blöð og tímarit? — Sjómannafélagið stóð ein- hvern tíma fyrir því að við fengum íslensk dagblöð í Hamborg, en það er dottið upp fyrir. Við fáum ekkert um borð af slíku hér í höfn. — Þið fáið þá ekki Víkinginn? — Nei, en þú ættir að reyna að senda okkur hann í gegnum út- gerðina. Við fáum póstinn þaðan. Það er farið að fjölga í mess- anum og ýmislegt sem menn vildu láta koma fram í blaðinu, sem betur mætti fara. T.d. um áhættu- þóknunina. — Þegar við erum með sprengiefni fyrir vamarliðið, fáum við 10% áhættuþóknun, en ekki krónu aukalega þegar við siglum með sams konar varning fyrir íslenska aðila, hvort sem er milli hafna erlendis eða til lands- ins. Kanarnir virðast vita hvað mannslíf er, en okkur munar ekk- ert um þótt menn drepist, segja þeir kaldhæðnislega. Það er margt í mörgu — það mætti t.d. alveg hækka toll- skammtinn okkar, bæta þeir við. — Nú megum við bara fá einn kassa af bjór, eina flösku og eitt karton, miðað við tímann sem við erum í túrnum. Þetta er ekki neitt, segja þeir hlæjandi. En bæta við — það kemur ekki fyrir að menn neyti þessa í vinnunni. Það er al- gjör regla. Og ég kveð félagana á Skaftánni eftir að hafa tekið mynd af þeim úti í sólinni. Spurt um borð í Skaftánni: Hvað finnst þér mikilvægast Óskar Gíslason, skipstjóri: — Ýmsa öryggisþætti mætti endurskoða, t.d. er nauðsynlegt að fá VHF-stöðvar um borð svo hægt sé að kallast á ef rafmagnið fer af skipinu, t.d. í eldsvoða. Oskar Gíslason, skipstjóri: — Mér finnst nauðsynlegt að ræða öryggismál farskipa. Ég tel að við eigum að taka upp yfir- byggðu mótorbátana eins og t.d. Rússinn og Norðmaðurinn hefur gert. Öll rússnesk skip sem við sjáum eru með svona báta, allt niður í smá skip. Þeir eru orðnir fremstir á þessu sviði. Aðeins eitt íslenskt skip er búið þessum bátum, Selnesið. Eins finnst mér nauðsynlegt að lögfesta flotgallana hér á landi. Við erum með slíka galla hér, því skipið er norskt og búið þessu nauðsynlega öryggistæki. Hann sagði mér t.d. skipstjórinn á Suðurlandinu sem fór niður, að hann hafi verið orðinn mjög máttfarinn, þó var hann ekki lengi í sjónum. Það er fljótlegt að fara í þessa galla og mikið öryggi að hafa þá um borð. Annað öryggistæki sem ekki kostar mikla peninga er VHF- kerfi, labbrabb stöðva. Slíkar stöðvar ná t.d. niður í gegnum lestarnar. VHF þýðir „very high freequency“. Það er mikið öryggi að hafa svona tæki t.d. þegar maður er sendur oní lest að nóttu, til að lesa af frystigámum, en það þarf að gera á fjögurra tíma fresti. Við höfum ekkert kallkerfi niður í lest svo maður veit ekkert ef eitt- hvað kemur fyrir þar. Það væri nóg að hafa t.d. tvær stöðvar og eina móðurstöð í brúnni. Svona tæki eru ekki síður mikilvæg ef eldur kemur upp í skipinu. Skip- stjóri á þá að stjórna slökkvistarfi úr brúnni en hann er sambands- laus við allt skipið ef rafmagnið fer af. 42 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.