Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1986, Síða 77
Burt með ferjurnar
Tillagan sem sigraði.
Lestir á stöðugum
þeytingi fram og til
baka og ferja allt sem
fara þarf um göngin.
Endurvaktar hugmyndir á seinni árum, um að byggja e.k. brú á milli Frakk-
lands og Englands ofan eða neðan sjávar, verða að skoðast íIjósi tækninnar
— verið er að koma 21. aldar sniði á samgöngur yfir Ermarsund. Enda þótt
sú ákvörðun ríkisstjórna Bretlands og Frakklands að velja tillögu um neðan-
jarðarlestargöng geri að engu — að minnsta kosti um stundarsakir — vonir
hinna keppendanna, hafa þeir trú á að fá tækifæri til að reyna tillögursínar
annars staðarí framtíðinni. Reyndar er breska ríkisstjórnin enn með lang-
tímaáætlanir um viðbótarveg yfir sundið.
Vinningstillagan — Neðanjarðargöng undir Ermarsund
Samsteypan sem hlaut
náð fyrir augum bresku og
frönsku ríkisstjórnanna gerir
ráð fyrir að bora 50 km löng
göng á milli Cheriton og
Frethun, 40 km undir hafs-
botni. Göngin verða fóðruð
með annað hvort járn- eöa
steinsteypu. Hver aðalgöng
verða 7,3 m i þvermál og á
milli þeirra viðgerðargöng 4,5
m i þvermál, tengd aðalgöng-
unum með 375 m millibili,
sem viðgerðar-, loftræsti- og
öryggisgöng. Hægt er að
tengja brautarteina á mili
gangna, þannig aö umferð
geti haldið áfram þótt unnið
sé viö viðgerö einhversstaöar
igöngunum.
Sérstakar ferjulestir verða
byggðar til að anna mestu
flutningunum. Þær munu
samanstanda af samtengdri
halarófu af þrettán tveggja
hæða vögnum undir fólksbila,
eða jafn mörgum einnar hæð-
ar undir rútur og hjólhýsi.
Tvær slikar halarófur munu
venjulega fara í einu og gefa
þá rúm fyrir annað hvort 200
bila eða 13 rútur eða hjólhýsi
og 160 fólksbila. Sérstök
vagnastrolla fyrir trukka mun
geta borið 25 farartæki í einu.
Þetta fyrirkomulag mun gera
fært aö flytja meira en 400
farartæki á klukkustund i
hvora átt fyrir sig.
VÍKINGUR 77